Gerir ráð fyrir 30 milljarða framlagi frá ríki vegna SpKef 21. mars 2012 07:00 Landsbankinn bókfærði 30,6 milljarða króna kröfu á ríkissjóð í ársreikningi sínum fyrir árið 2011 vegna yfirtöku bankans á SpKef sparisjóði í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsbankans sem birtur var á föstudag. Úrskurðarnefnd sem skipuð var til að skera úr um verðmæti eigna SpKef hefur þó ekki skilað niðurstöðu og því alls óljóst hver raunveruleg krafa bankans á ríkissjóð, sem telur sig skulda honum um 11 milljarða króna, verður. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið sagði bankinn að „ef niðurstaða úrskurðarnefndarinnar verður sú að ríkissjóður á að borga minna en þessi krafa er bókuð á, þá er hugsanlegt að framkvæma þurfi virðisrýrnun.[…] Á móti virðisrýrnun kröfunnar á ríkissjóð, kæmi þá væntanlega virðisaukning lánasafnsins, þar sem það myndi þá teljast verðmætara en við töldum það vera." Málflutningur fyrir úrskurðarnefnd sem á að skera úr um verðmæti eigna SpKef verður dagana 28. og 29. mars næstkomandi. Í kjölfarið mun nefndin taka sér umhugsunarfrest til að komast að niðurstöðu og er búist við að hún skili niðurstöðum í apríl. Landsbankinn tók starfsemi SpKef sparisjóðs yfir í byrjun mars 2011, eða fyrir rúmu ári. Þá voru innlán og eignir færðar yfir í Landsbankann. Síðan hefur komið í ljós að þær eignir voru mun lakari en lagt var upp með. Íslenska ríkið, sem tryggir öll innlán vegna yfirlýsingar sem gefin var út við efnahagshrunið haustið 2008, telur að það eigi að greiða 11,1 milljarð króna með innlánunum. Landsbankinn metur upphæðina hins vegar um 30,6 milljarða króna. Til að leysa þennan ágreining var sett á fót úrskurðarnefnd í lok síðasta árs. Í henni sitja Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður, sem er formaður nefndarinnar, Sigríður Guðmundsdóttir endurskoðandi og Jón Bjarnason endurskoðandi. Á þessu ári hefur verið unnið að undirbúningi málsins og málsaðilar hafa skilað inn greinargerðum til nefndarinnar. Hvorki Landsbankinn né fjármálaráðuneytið hafa viljað gera þær greinargerðir opinberar. - þsj Fréttir Mest lesið Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Landsbankinn bókfærði 30,6 milljarða króna kröfu á ríkissjóð í ársreikningi sínum fyrir árið 2011 vegna yfirtöku bankans á SpKef sparisjóði í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsbankans sem birtur var á föstudag. Úrskurðarnefnd sem skipuð var til að skera úr um verðmæti eigna SpKef hefur þó ekki skilað niðurstöðu og því alls óljóst hver raunveruleg krafa bankans á ríkissjóð, sem telur sig skulda honum um 11 milljarða króna, verður. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið sagði bankinn að „ef niðurstaða úrskurðarnefndarinnar verður sú að ríkissjóður á að borga minna en þessi krafa er bókuð á, þá er hugsanlegt að framkvæma þurfi virðisrýrnun.[…] Á móti virðisrýrnun kröfunnar á ríkissjóð, kæmi þá væntanlega virðisaukning lánasafnsins, þar sem það myndi þá teljast verðmætara en við töldum það vera." Málflutningur fyrir úrskurðarnefnd sem á að skera úr um verðmæti eigna SpKef verður dagana 28. og 29. mars næstkomandi. Í kjölfarið mun nefndin taka sér umhugsunarfrest til að komast að niðurstöðu og er búist við að hún skili niðurstöðum í apríl. Landsbankinn tók starfsemi SpKef sparisjóðs yfir í byrjun mars 2011, eða fyrir rúmu ári. Þá voru innlán og eignir færðar yfir í Landsbankann. Síðan hefur komið í ljós að þær eignir voru mun lakari en lagt var upp með. Íslenska ríkið, sem tryggir öll innlán vegna yfirlýsingar sem gefin var út við efnahagshrunið haustið 2008, telur að það eigi að greiða 11,1 milljarð króna með innlánunum. Landsbankinn metur upphæðina hins vegar um 30,6 milljarða króna. Til að leysa þennan ágreining var sett á fót úrskurðarnefnd í lok síðasta árs. Í henni sitja Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður, sem er formaður nefndarinnar, Sigríður Guðmundsdóttir endurskoðandi og Jón Bjarnason endurskoðandi. Á þessu ári hefur verið unnið að undirbúningi málsins og málsaðilar hafa skilað inn greinargerðum til nefndarinnar. Hvorki Landsbankinn né fjármálaráðuneytið hafa viljað gera þær greinargerðir opinberar. - þsj
Fréttir Mest lesið Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira