Lífið

Stebbi og Eyfi á stjá

Stebbi og Eyfi eru farnir í tónleikaferð um landið.
Stebbi og Eyfi eru farnir í tónleikaferð um landið.
Félagarnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson eru lagðir stað í tónleikaferð um landið til að fylgja eftir plötunni Fleiri notalegar ábreiður sem kom út í fyrra.

Ferðin verður í tveimur hlutum og hófst sá fyrri á mánudaginn en sá síðari verður í haust. Þeir hyggjast koma við í öllum helstu bæjum og byggðakjörnum landsins áður en yfir lýkur. Á efnisskránni verða lög af nýju plötunni, sem og eldra efni sem þeir hafa ýmist sungið saman eða hver í sínu lagi á undanförnum tuttugu árum.

Dagskrá tónleikanna:

20. mars: Byggðasafnið Garðskagavita (kl. 20.30)

21. mars: Kaffi Duus, Keflavík (kl. 20.30)

22. mars: Gamla Kaupfélagið, Akranesi (kl. 21.00)

23. mars: Café Rose, Hveragerði (kl. 22.00)

27. mars: Þorlákshafnarkirkja (kl. 21.00)

28. mars: Hafnarkirkja, Höfn (kl. 20.30)

29. mars: Hótel Laki, Kirkjubæjarklaustri (kl. 21.00)

31. mars: Hallarlundur (Höllin), Vestmannaeyjum (kl. 22.00)

5. apríl: Hótel KEA, Akureyri (kl. 21.30)

7. apríl: Hótel KEA, Akureyri (kl. 21.30)

23. apríl: Hvammstangakirkja (kl. 20.30)

24. apríl: Eyvindarstofa, Blönduósi (kl. 20.30)

25. apríl: Sauðárkrókskirkja (kl. 20.30)

26. apríl: Hofsósskirkja (kl. 20.30)

27. apríl: Saltfisksetrið, Grindavík (kl. 21.30)

7. maí: Ólafsfjarðarkirkja (kl. 20.30)

8. maí: Menningarhúsið Berg, Dalvík (kl. 20.30)

9. maí: Kaffi Brekka, Hrísey (kl. 20.30)

10. maí: Kaffi Rauðka, Siglufirði (kl. 21.00)

11. maí: Veitingastaðurinn Salka, Húsavík (kl. 22.00)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×