Lögregla gagnrýnir innanríkisráðherra - fréttaskýring 20. mars 2012 06:00 Ögmundur Jónasson Hversu langt eiga stjórnvöld að ganga til að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi? Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ekki trú á því að lagalegt bann við starfsemi alþjóðlegra glæpasamtaka hér á landi skili nokkru. Hann lagði fram frumvarp í síðustu viku þar sem nýtt ákvæði bætist í lög um meðferð sakamála sem kveður á um að lögreglu sé heimilt að hefja rannsókn ef grunur vaknar um að menn ætli sér að fremja brot sem varðar fjögurra ára fangelsi og að brotið sé liður í skipulagðri glæpastarfsemi. Frumvarpið gengur allt of skammt að mati lögreglu, sem hefur kallað eftir sams konar heimildum og lögregluliðið í nágrannalöndunum hefur til að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpagengja. Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokks, gagnrýnir framgang Ögmundar í málinu. Hún segir brýnt að láta banna þau vélhjólasamtök sem uppfylla skilyrði alþjóðlegra glæpasamtaka, félagafrelsi víki í slíkum tilfellum. Siv hefur flutt málið tvívegis fyrir þinginu ásamt sjö þingmönnum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar, þar sem mælst er til þess að lögreglan fái sömu heimildir til rannsókna og á hinum Norðurlöndunum. Málið liggur nú á borði allsherjar- og menntamálanefndar þar sem Siv á sæti og segir hún alla umsagnaraðila málsins jákvæða. „Þetta er velferðarmál er varðar almannaheill," segir Siv. „Við viljum búa í öruggu samfélagi." Í tillögunni er ályktað að fela innanríkisráðherra að leggja fram frumvarp fyrir Alþingi sem veiti íslensku lögreglunni sambærilegar heimildir og í öðrum norrænum ríkjum til að rannsaka og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Í október árið 2009 lét Ragna Árnadóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, kanna hvort setja ætti lög sem heimila stjórnvöldum að banna ákveðin félög. Var þetta gert til að bregðast við vaxandi hörku í afbrotum hér á landi og hættunni sem fylgir því að erlend glæpasamtök hasli sér hér völl. „Það, að menn sammælist um að fremja glæpi, hvort sem það er í samtökum eða utan þeirra, er alvarlegt mál og á ekki að líðast á Íslandi," sagði Ragna í samtali við Fréttablaðið árið 2009. Forgangsverkefni sé að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Hversu langt eiga stjórnvöld að ganga til að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi? Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ekki trú á því að lagalegt bann við starfsemi alþjóðlegra glæpasamtaka hér á landi skili nokkru. Hann lagði fram frumvarp í síðustu viku þar sem nýtt ákvæði bætist í lög um meðferð sakamála sem kveður á um að lögreglu sé heimilt að hefja rannsókn ef grunur vaknar um að menn ætli sér að fremja brot sem varðar fjögurra ára fangelsi og að brotið sé liður í skipulagðri glæpastarfsemi. Frumvarpið gengur allt of skammt að mati lögreglu, sem hefur kallað eftir sams konar heimildum og lögregluliðið í nágrannalöndunum hefur til að rannsaka starfsemi skipulagðra glæpagengja. Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokks, gagnrýnir framgang Ögmundar í málinu. Hún segir brýnt að láta banna þau vélhjólasamtök sem uppfylla skilyrði alþjóðlegra glæpasamtaka, félagafrelsi víki í slíkum tilfellum. Siv hefur flutt málið tvívegis fyrir þinginu ásamt sjö þingmönnum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar, þar sem mælst er til þess að lögreglan fái sömu heimildir til rannsókna og á hinum Norðurlöndunum. Málið liggur nú á borði allsherjar- og menntamálanefndar þar sem Siv á sæti og segir hún alla umsagnaraðila málsins jákvæða. „Þetta er velferðarmál er varðar almannaheill," segir Siv. „Við viljum búa í öruggu samfélagi." Í tillögunni er ályktað að fela innanríkisráðherra að leggja fram frumvarp fyrir Alþingi sem veiti íslensku lögreglunni sambærilegar heimildir og í öðrum norrænum ríkjum til að rannsaka og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Í október árið 2009 lét Ragna Árnadóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, kanna hvort setja ætti lög sem heimila stjórnvöldum að banna ákveðin félög. Var þetta gert til að bregðast við vaxandi hörku í afbrotum hér á landi og hættunni sem fylgir því að erlend glæpasamtök hasli sér hér völl. „Það, að menn sammælist um að fremja glæpi, hvort sem það er í samtökum eða utan þeirra, er alvarlegt mál og á ekki að líðast á Íslandi," sagði Ragna í samtali við Fréttablaðið árið 2009. Forgangsverkefni sé að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent