Opið bréf til borgarstjóra: Mosku í Reykjavík - mál allra Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 14. mars 2012 06:00 Talsvert er enn óunnið í baráttunni gegn kynþáttafordómum á Íslandi." Þetta er niðurstaða Kynþáttafordómanefndar Evrópuráðsins og hún rataði á forsíðu Fréttablaðsins sem aðalfrétt þriðjudagsins 21. febrúar 2012. Og hvaða ásteytingarsteinar eru efst á baugi hjá nefndinni? „Í fyrsta lagi skuli múslímar á Íslandi fá land og leyfi til að reisa þar moskur." Það eru á 13. ár síðan undirritaður gekk á fund þáverandi borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, með þáverandi formanni Félags múslíma á Íslandi, Salmanni Tamimi, sem lagði þá fram umsókn um lóð undir mosku. Nú að liðnum meira en 12 árum hafa múslímar enn ekki fengið land undir mosku. Ýmsar skýringar og aðallega ekki-skýringar hafa verið á sveimi. Ljóst er að kynþáttafordómar ýmissa kjörinna fulltrúa og embættismanna hafa staðið í vegi fyrir framgangi málsins og tafið eðlilega afgreiðslu þess. Þetta er orðin sagan endalausa og er höfuðborginni og þjóðinni til háborinnar skammar. Í áliti Kynþáttafordómanefndar eru íslensk stjórnvöld í öðru lagi hvött til að ljúka lagasetningu um bann við mismunun vegna kynþáttar og misréttis. Árin hafa liðið og umsókn Félags múslíma á Íslandi velkst um í borgarkerfinu, og margir hafa orðið til að afvegaleiða eðlilega umræðu og afgreiðslu málsins. Á meðan hafa önnur trúfélög fengið sínar umsóknir afgreiddar. Þar má nefna Rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna, búddista, Votta Jehóva og Ásatrúarfélagið. En múslímar, sem telja nú þegar um 750 manns, sitja á hakanum. Kynþáttafordómar, íslamófóbía (hræðsla við trúarbrögðin Íslam) og rasismi af einum og öðrum toga, eiga sér víða vaxtarreit. Það eru misvel leyndir fordómar hjá borgarfulltrúum, embættismönnum og starfsliði borgarinnar sem tafið hafa afgreiðslu þessa máls á óeðlilegan hátt. Nú er svo komið að þessi mismunun hefur vakið athygli þeirra sem fara með mannréttindamál í Evrópu, það er Evrópuráðsins. Kynþáttafordómanefndin hefur sent frá sér álit sem er rautt spjald, ekki bara fyrir borgaryfirvöld heldur fyrir þjóðina alla. Okkar allra er skömmin á meðan þetta mál hefur ekki fengið farsælan endi. Ég treysti því að borgarstjóri og skipulagsyfirvöld afgreiði málið nú tafarlaust og verði við þeirri mannréttindakröfu sem borist hefur einnig frá Evrópuráðinu og verið sett í forgang af hálfu þess. Krafan er að Félag múslíma á Íslandi fái land og leyfi til að reisa hér mosku þar sem þeir geti iðkað trú sína, í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Krafan um mosku í Reykjavík er mál okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Talsvert er enn óunnið í baráttunni gegn kynþáttafordómum á Íslandi." Þetta er niðurstaða Kynþáttafordómanefndar Evrópuráðsins og hún rataði á forsíðu Fréttablaðsins sem aðalfrétt þriðjudagsins 21. febrúar 2012. Og hvaða ásteytingarsteinar eru efst á baugi hjá nefndinni? „Í fyrsta lagi skuli múslímar á Íslandi fá land og leyfi til að reisa þar moskur." Það eru á 13. ár síðan undirritaður gekk á fund þáverandi borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, með þáverandi formanni Félags múslíma á Íslandi, Salmanni Tamimi, sem lagði þá fram umsókn um lóð undir mosku. Nú að liðnum meira en 12 árum hafa múslímar enn ekki fengið land undir mosku. Ýmsar skýringar og aðallega ekki-skýringar hafa verið á sveimi. Ljóst er að kynþáttafordómar ýmissa kjörinna fulltrúa og embættismanna hafa staðið í vegi fyrir framgangi málsins og tafið eðlilega afgreiðslu þess. Þetta er orðin sagan endalausa og er höfuðborginni og þjóðinni til háborinnar skammar. Í áliti Kynþáttafordómanefndar eru íslensk stjórnvöld í öðru lagi hvött til að ljúka lagasetningu um bann við mismunun vegna kynþáttar og misréttis. Árin hafa liðið og umsókn Félags múslíma á Íslandi velkst um í borgarkerfinu, og margir hafa orðið til að afvegaleiða eðlilega umræðu og afgreiðslu málsins. Á meðan hafa önnur trúfélög fengið sínar umsóknir afgreiddar. Þar má nefna Rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna, búddista, Votta Jehóva og Ásatrúarfélagið. En múslímar, sem telja nú þegar um 750 manns, sitja á hakanum. Kynþáttafordómar, íslamófóbía (hræðsla við trúarbrögðin Íslam) og rasismi af einum og öðrum toga, eiga sér víða vaxtarreit. Það eru misvel leyndir fordómar hjá borgarfulltrúum, embættismönnum og starfsliði borgarinnar sem tafið hafa afgreiðslu þessa máls á óeðlilegan hátt. Nú er svo komið að þessi mismunun hefur vakið athygli þeirra sem fara með mannréttindamál í Evrópu, það er Evrópuráðsins. Kynþáttafordómanefndin hefur sent frá sér álit sem er rautt spjald, ekki bara fyrir borgaryfirvöld heldur fyrir þjóðina alla. Okkar allra er skömmin á meðan þetta mál hefur ekki fengið farsælan endi. Ég treysti því að borgarstjóri og skipulagsyfirvöld afgreiði málið nú tafarlaust og verði við þeirri mannréttindakröfu sem borist hefur einnig frá Evrópuráðinu og verið sett í forgang af hálfu þess. Krafan er að Félag múslíma á Íslandi fái land og leyfi til að reisa hér mosku þar sem þeir geti iðkað trú sína, í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Krafan um mosku í Reykjavík er mál okkar allra.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun