Sameining bankanna var áhugamál JP Morgan 13. mars 2012 07:00 Lárus sagði það hafa verið vonbrigði að tíminn fram að gjalddaga á láni Glitnis, um þrjár vikur, hafi ekki verið nýttur í stað þess að þjóðnýta bankann strax í lok september. fréttablaðið/GVA Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Landsdómi í gær að viðbrögð Seðlabankans í aðdraganda „Glitnishelgarinnar“ hafi verið „gríðarleg vonbrigði“. Seðlabankinn tók 75% hlut í Glitni þá helgi sem markaði upphaf hins formlega bankahruns á Íslandi. Lárus sagði aðstæður hafa breyst mikið í upphafi árs 2008. Í mars hefði Glitnir unnið ansi viðamikla aðgerðaáætlun sem miðaði að því að auka lausafé bankans. Lárus leit svo á að bankinn hefði átt gott samstarf við stjórnvöld, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið (FME). Á meðal þeirra aðgerða sem unnið var að, var að selja starfsemi bankans í Noregi, selja lánasafn í Lúxemborg og loka ráðgjafaskrifstofu í Kaupmannahöfn. Auk þess hefði verið unnið að því að tvískrá hlutabréf bankans, en því verkefni var breytt þegar leið á árið á þá leið að reyna að sækja fé beint til fjárfestingasjóða. Þá var sameining Glitnis við Landsbankann sérstakt áhugamál bandaríska fjárfestingabankans JP Morgan, helsta ráðgjafa Glitnis, sagði Lárus. Aldrei hefði þó komið nein niðurstaða í það mál þrátt fyrir ýmiss konar viðræður. Lárus sagði ástæðu þess að Glitnir leitaði til Seðlabankans í aðdraganda Glitnishelgarinnar svokölluðu vera þá að JP Morgan hefði mælt með því að Glitnir myndi athuga hvort Seðlabankinn gæti lánað sér gegn veði í norsku lánasöfnunum. Eftir fyrstu fundina með bankastjórum Seðlabankans hefði Lárus síðan ekkert heyrt frá þeim fyrr en á sunnudagskvöld þegar honum var tilkynnt að ríkið ætlaði að taka 75% hlut í bankanum. Það voru, að hans mati, gríðarleg vonbrigði, enda voru enn um þrjár vikur fram að gjalddaganum sem Glitnir var mögulega að lenda í vandræðum með að standa við. Lárus sagði að hann hefði viljað fá skýrari stefnu um hvernig yfirtakan myndi líta út og að hugmyndin yrði útfærð betur, meðal annars með því að hafa samband við alþjóðlegu matsfyrirtækin. Landsdómur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Landsdómi í gær að viðbrögð Seðlabankans í aðdraganda „Glitnishelgarinnar“ hafi verið „gríðarleg vonbrigði“. Seðlabankinn tók 75% hlut í Glitni þá helgi sem markaði upphaf hins formlega bankahruns á Íslandi. Lárus sagði aðstæður hafa breyst mikið í upphafi árs 2008. Í mars hefði Glitnir unnið ansi viðamikla aðgerðaáætlun sem miðaði að því að auka lausafé bankans. Lárus leit svo á að bankinn hefði átt gott samstarf við stjórnvöld, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið (FME). Á meðal þeirra aðgerða sem unnið var að, var að selja starfsemi bankans í Noregi, selja lánasafn í Lúxemborg og loka ráðgjafaskrifstofu í Kaupmannahöfn. Auk þess hefði verið unnið að því að tvískrá hlutabréf bankans, en því verkefni var breytt þegar leið á árið á þá leið að reyna að sækja fé beint til fjárfestingasjóða. Þá var sameining Glitnis við Landsbankann sérstakt áhugamál bandaríska fjárfestingabankans JP Morgan, helsta ráðgjafa Glitnis, sagði Lárus. Aldrei hefði þó komið nein niðurstaða í það mál þrátt fyrir ýmiss konar viðræður. Lárus sagði ástæðu þess að Glitnir leitaði til Seðlabankans í aðdraganda Glitnishelgarinnar svokölluðu vera þá að JP Morgan hefði mælt með því að Glitnir myndi athuga hvort Seðlabankinn gæti lánað sér gegn veði í norsku lánasöfnunum. Eftir fyrstu fundina með bankastjórum Seðlabankans hefði Lárus síðan ekkert heyrt frá þeim fyrr en á sunnudagskvöld þegar honum var tilkynnt að ríkið ætlaði að taka 75% hlut í bankanum. Það voru, að hans mati, gríðarleg vonbrigði, enda voru enn um þrjár vikur fram að gjalddaganum sem Glitnir var mögulega að lenda í vandræðum með að standa við. Lárus sagði að hann hefði viljað fá skýrari stefnu um hvernig yfirtakan myndi líta út og að hugmyndin yrði útfærð betur, meðal annars með því að hafa samband við alþjóðlegu matsfyrirtækin.
Landsdómur Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira