Fá formúu fyrir að setjast á fremsta bekk 11. mars 2012 14:00 Ætli Michelle Williams, Elisabeth Olsen og Lana Del Rey hafi fengið borgað fyrir að sitja og fylgjast með sýningu Mulberry á tískuvikunni í London. Stjörnurnar hafa flykkst milli borga á borð við New York, London, Mílanó og París til að dást að komandi hausttísku en nú hefur komið í ljós að flestar þeirra þiggja laun fyrir að setjast á hinn fræga fremsta bekk. „Þetta er mjög ófagmannlegt. Ég hef aldrei og ætla aldrei að borga frægu fólki fyrir að mæta á sýninguna mína," segir fatahönnuðurinn Nicole Fahri í viðtali við tímaritið Stella, fylgiblað The Sunday Telegraph. Fahri er sú fyrsta sem talar opinskátt um þá venju tískuhúsanna að borga frægum gestum fyrir það eitt að mæta á sýningar hjá þeim og sitja á fremsta bekk, en hún er allt annað en sátt við þetta fyrirkomulag. Fahri vill meina að þetta sé vond þróun í tískuheiminum og að áherslan á stjörnurnar dragi athygli frá því sem á að skipta máli á tískusýningunum, fatnaðinum sjálfum. „Hvað er það sem við sjáum í blöðunum daginn eftir sýningar? Fullt af fréttum um það hverjir sátu á fremsta bekk en ekkert um sjálf fötin sem eru á sýningunni. Ég veit að margir eiga eftir að hata mig fyrir að ljóstra þessu upp en mér er sama. Þetta er vandamál." Í Bandaríkjunum er það mjög algengt að tískuhúsin bjóði fræga fólkinu á sýningarnar sínar, samkvæmt heimildum The Sunday Telegraph. Það telst góð leið til að tryggja umfjöllun enda eru stjörnurnar oftast eltar á röndum af ljósmyndurum. Tískuhúsin eru þá að borga allt frá flugferðum upp í fullt uppihald svo sem hótelkostnað, fatnaðinn sem viðkomandi klæðist á sýningunni og matarkostnað ásamt ríflegum greiðslum. Stjörnur á borð við Michelle Williams, Aliciu Keys, P.Diddy og Kanye West, sem eru tíðir gestir á tískuvikunum, eru því hugsanlega að græða á því að sitja í fremstu röð. Ekki er vitað hvaða tískuhús eða hönnuðir borga fyrir aðdáendur sína en margir beita greinilega ýmsum brögðum til að lokka til sín fræg andlit og fleiri ljósmyndara. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Stjörnurnar hafa flykkst milli borga á borð við New York, London, Mílanó og París til að dást að komandi hausttísku en nú hefur komið í ljós að flestar þeirra þiggja laun fyrir að setjast á hinn fræga fremsta bekk. „Þetta er mjög ófagmannlegt. Ég hef aldrei og ætla aldrei að borga frægu fólki fyrir að mæta á sýninguna mína," segir fatahönnuðurinn Nicole Fahri í viðtali við tímaritið Stella, fylgiblað The Sunday Telegraph. Fahri er sú fyrsta sem talar opinskátt um þá venju tískuhúsanna að borga frægum gestum fyrir það eitt að mæta á sýningar hjá þeim og sitja á fremsta bekk, en hún er allt annað en sátt við þetta fyrirkomulag. Fahri vill meina að þetta sé vond þróun í tískuheiminum og að áherslan á stjörnurnar dragi athygli frá því sem á að skipta máli á tískusýningunum, fatnaðinum sjálfum. „Hvað er það sem við sjáum í blöðunum daginn eftir sýningar? Fullt af fréttum um það hverjir sátu á fremsta bekk en ekkert um sjálf fötin sem eru á sýningunni. Ég veit að margir eiga eftir að hata mig fyrir að ljóstra þessu upp en mér er sama. Þetta er vandamál." Í Bandaríkjunum er það mjög algengt að tískuhúsin bjóði fræga fólkinu á sýningarnar sínar, samkvæmt heimildum The Sunday Telegraph. Það telst góð leið til að tryggja umfjöllun enda eru stjörnurnar oftast eltar á röndum af ljósmyndurum. Tískuhúsin eru þá að borga allt frá flugferðum upp í fullt uppihald svo sem hótelkostnað, fatnaðinn sem viðkomandi klæðist á sýningunni og matarkostnað ásamt ríflegum greiðslum. Stjörnur á borð við Michelle Williams, Aliciu Keys, P.Diddy og Kanye West, sem eru tíðir gestir á tískuvikunum, eru því hugsanlega að græða á því að sitja í fremstu röð. Ekki er vitað hvaða tískuhús eða hönnuðir borga fyrir aðdáendur sína en margir beita greinilega ýmsum brögðum til að lokka til sín fræg andlit og fleiri ljósmyndara. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira