Rapparinn Kanye West sýndi sína aðra fatalínu á þriðjudaginn var og hlaut sú engu betri dóma en sú fyrsta. Á fremsta bekk mátti svo helst sjá vini West og samstarfsfólk hans úr rappheiminum.
Tískuspekúlantar voru almennt lítið hrifnir af hönnun rapparans og blaðamaður breska Vogue skrifaði meðal annars á Twitter: „Sýningarsalurinn er nánast tómur. Kannski að maður fari heim og skáldi upp umsögn.“ Blaðamaður New York Times, Eric Wilson, lýsti hönnuninni sem „varhugaverðri“ og sagði að nálgun Kanye að hönnun væri ekki ósvipuð því „þegar kokkur gengur frá afgangs kjúklingabita“.
Á þessu er auðsætt að ferill Kanye sem hönnuðar verður ekki jafn farsæll og tónlistarferill hans.
Misheppnuð sýning
