Erum sátt við sjötta sætið Eiríkur Stefán Ásgeirsson. skrifar 8. mars 2012 06:00 hólmfríður magnúsdóttir Mynd/Fésbókarsíða KSÍ Ísland tapaði í gær fyrir Danmörku, 3-1, í leik um fimmta sætið á Algarve-æfingamótinu í Portúgal. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði mark Íslands. Liðið komst alla leið í úrslit í fyrra en í ár tapaði liðið öllum leikjum sínum nema einum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari er sáttur við niðurstöðuna enda settu forföll og meiðsli lykilmanna stórt strik í reikninginn að þessu sinni. „Ég er að mestu leyti sáttur við mótið," segir Sigurður Ragnar. „Við eigum okkar mikilvægasta leik í undankeppni EM fram undan – gegn Belgíu í byrjun apríl – og margir leikmenn enn á undirbúningstímabilum með sínum liðum. Þetta mót nýttist því vel til að sjá hvernig leikmenn standa og hverjir væru tilbúnir fyrir leikinn gegn Belgum." Flestar bestu þjóðir heims taka þátt í Algarve-mótinu og var Ísland í sterkum riðli. Sigurður Ragnar sagði ýmislegt gott við frammistöðu Íslands þrátt fyrir þrjá tapleiki. „Ég var ánægður með fyrsta leikinn sem var gegn Þýskalandi. Við töpuðum að vísu 1-0 en spiluðum góða vörn gegn Evrópumeisturunum. Það var helst að ég var ósáttur við fyrri hálfleikinn gegn Svíum en þar var varnarleikurinn alls ekki góður. Seinni hálfleikurinn var svo fínn," segir Sigurður Ragnar. Hann var svo ánægður með 1-0 sigurinn gegn Kína á mánudaginn en segir að leikmenn hafi verið þreyttir gegn Dönum í gær. Meiðsli hafi líka sett strik í reikninginn. „Ég valdi 21 leikmann í landsliðshópinn fyrir þessa ferð en var svo bara með þrjá nothæfa varamenn á bekknum í þessum leik. Ég hef aldrei lent í svo miklum vandræðum vegna meiðsla leikmanna síðan ég tók við liðinu," segir Sigurður Ragnar. „Það jákvæða er þó að óreyndir leikmenn fengu tækifæri til að spreyta sig og sumir þeirra stóðu sig mjög vel og stimpluðu sig mjög vel inn í landsliðið með sinni frammistöðu. Elísa Ósk Viðarsdóttir stóð sig vel, Rakel var góð í hægri bakverðinum og Guðný Björk Óðinsdóttir var góð. Ég var ekki bara að horfa á úrslitin heldur að finna rétta liðið fyrir leikinn gegn Belgíu." Sigurður Ragnar hefur ekki afskrifað neinn leikmann fyrir leikinn gegn Belgíu þrátt fyrir meiðslin. „Auðvitað er ástand þeirra leikmanna misjafnt en ég bind vonir við að flestir verði búnir að jafna sig fyrir leikinn." Hann segist sáttur við sjötta sætið á Algarve. „Þetta er mjög sterkt mót og öll liðin fyrir ofan okkar eru hærra skrifuð en við. Það er meira að segja eitt lið fyrir neðan okkur sem er hærra skrifað [Noregur]. Við verðum að vera sátt við það." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Ísland tapaði í gær fyrir Danmörku, 3-1, í leik um fimmta sætið á Algarve-æfingamótinu í Portúgal. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði mark Íslands. Liðið komst alla leið í úrslit í fyrra en í ár tapaði liðið öllum leikjum sínum nema einum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari er sáttur við niðurstöðuna enda settu forföll og meiðsli lykilmanna stórt strik í reikninginn að þessu sinni. „Ég er að mestu leyti sáttur við mótið," segir Sigurður Ragnar. „Við eigum okkar mikilvægasta leik í undankeppni EM fram undan – gegn Belgíu í byrjun apríl – og margir leikmenn enn á undirbúningstímabilum með sínum liðum. Þetta mót nýttist því vel til að sjá hvernig leikmenn standa og hverjir væru tilbúnir fyrir leikinn gegn Belgum." Flestar bestu þjóðir heims taka þátt í Algarve-mótinu og var Ísland í sterkum riðli. Sigurður Ragnar sagði ýmislegt gott við frammistöðu Íslands þrátt fyrir þrjá tapleiki. „Ég var ánægður með fyrsta leikinn sem var gegn Þýskalandi. Við töpuðum að vísu 1-0 en spiluðum góða vörn gegn Evrópumeisturunum. Það var helst að ég var ósáttur við fyrri hálfleikinn gegn Svíum en þar var varnarleikurinn alls ekki góður. Seinni hálfleikurinn var svo fínn," segir Sigurður Ragnar. Hann var svo ánægður með 1-0 sigurinn gegn Kína á mánudaginn en segir að leikmenn hafi verið þreyttir gegn Dönum í gær. Meiðsli hafi líka sett strik í reikninginn. „Ég valdi 21 leikmann í landsliðshópinn fyrir þessa ferð en var svo bara með þrjá nothæfa varamenn á bekknum í þessum leik. Ég hef aldrei lent í svo miklum vandræðum vegna meiðsla leikmanna síðan ég tók við liðinu," segir Sigurður Ragnar. „Það jákvæða er þó að óreyndir leikmenn fengu tækifæri til að spreyta sig og sumir þeirra stóðu sig mjög vel og stimpluðu sig mjög vel inn í landsliðið með sinni frammistöðu. Elísa Ósk Viðarsdóttir stóð sig vel, Rakel var góð í hægri bakverðinum og Guðný Björk Óðinsdóttir var góð. Ég var ekki bara að horfa á úrslitin heldur að finna rétta liðið fyrir leikinn gegn Belgíu." Sigurður Ragnar hefur ekki afskrifað neinn leikmann fyrir leikinn gegn Belgíu þrátt fyrir meiðslin. „Auðvitað er ástand þeirra leikmanna misjafnt en ég bind vonir við að flestir verði búnir að jafna sig fyrir leikinn." Hann segist sáttur við sjötta sætið á Algarve. „Þetta er mjög sterkt mót og öll liðin fyrir ofan okkar eru hærra skrifuð en við. Það er meira að segja eitt lið fyrir neðan okkur sem er hærra skrifað [Noregur]. Við verðum að vera sátt við það."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira