Exeter-mál sérstaks saksóknara bíður Landsdóms 5. mars 2012 07:30 Rætt hefur verið um að það geti haft umtalsverð áhrif á stöðu annarra umboðssvikamála ef sýkna héraðsdóms stendur.Fréttablaðið/gva Mál sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi stjórnendum Byrs og MP banka, svokallað Exeter-mál, er eitt fjölmargra sem verður ekki tekið fyrir í Hæstarétti fyrr en eftir að dómur fellur í Landsdómi í máli Geirs H. Haarde. Fréttablaðið greindi frá því fyrir helgi að engin stór eða fordæmisgefandi mál hafi verið tekin á dagskrá Hæstaréttar frá 13. febrúar og verði ekki fyrr en dómur fellur í Landsdómi. Slík mál eru nær alltaf dæmd af fimm reynslumestu dómurum réttarins, en fjórir þeirra eru uppteknir við störf í Landsdómi. Í Exeter-málinu voru Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs, Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, ákærðir fyrir umboðssvik með því að lána félaginu Exeter Holding fyrir kaupum á bréfum í Byr af starfsmönnum bankans. Þeir voru allir sýknaðir í héraðsdómi í lok júní í fyrra. Málið getur haft fordæmisgildi, en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir þó að engin mál séu í biðstöðu hjá embættinu vegna þess og bendir á að tvær ákærur vegna umboðssvika hafi nýlega verið gefnar út. „Við höfum sagt það að fordæmin í þessum fyrstu málum muni gefa mjög sterka vísbendingu um framhaldið. En jafnvel þótt við séum með mál sem megi líkja saman þá eru alltaf tilbrigði frá máli til máls.“- sh Landsdómur Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Mál sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi stjórnendum Byrs og MP banka, svokallað Exeter-mál, er eitt fjölmargra sem verður ekki tekið fyrir í Hæstarétti fyrr en eftir að dómur fellur í Landsdómi í máli Geirs H. Haarde. Fréttablaðið greindi frá því fyrir helgi að engin stór eða fordæmisgefandi mál hafi verið tekin á dagskrá Hæstaréttar frá 13. febrúar og verði ekki fyrr en dómur fellur í Landsdómi. Slík mál eru nær alltaf dæmd af fimm reynslumestu dómurum réttarins, en fjórir þeirra eru uppteknir við störf í Landsdómi. Í Exeter-málinu voru Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs, Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, ákærðir fyrir umboðssvik með því að lána félaginu Exeter Holding fyrir kaupum á bréfum í Byr af starfsmönnum bankans. Þeir voru allir sýknaðir í héraðsdómi í lok júní í fyrra. Málið getur haft fordæmisgildi, en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir þó að engin mál séu í biðstöðu hjá embættinu vegna þess og bendir á að tvær ákærur vegna umboðssvika hafi nýlega verið gefnar út. „Við höfum sagt það að fordæmin í þessum fyrstu málum muni gefa mjög sterka vísbendingu um framhaldið. En jafnvel þótt við séum með mál sem megi líkja saman þá eru alltaf tilbrigði frá máli til máls.“- sh
Landsdómur Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira