Lífið

Dáleiddur af krafti Bloodgroup

góðir dómar
Hljómsveitin Bloodgroup fær góða dóma í Clash fyrir tónleika sína í Nottingham.
mynd/heiða helgadóttir
góðir dómar Hljómsveitin Bloodgroup fær góða dóma í Clash fyrir tónleika sína í Nottingham. mynd/heiða helgadóttir
Elektrópoppsveitin Bloodgroup fær góða dóma í breska tímaritinu Clash fyrir tónleika sína í ensku borginni Nottingham. Þetta voru síðustu tónleikar hennar á ferðalagi sínu um Evrópu þar sem hún spilaði á 25 tónleikum.

„Fyrir þessa síðustu tónleika höfðu þau öll málað sig um augun en þegar þú ert búinn að horfa á hljómsveitina verðurðu fljótt dáleiddur af krafti þeirra," skrifar gagnrýnandinn. „Sú tegund af elektró sem þau spila er kraftmikil en samt fáguð. Það kemur ekki á óvart að uppselt hafi verið á fjölda tónleika þeirra í Evrópu, þar á meðal í Þýskalandi og að þau hafi spilað á The Roundhouse í London."

Gagnrýnandinn bætir við að Bloodgroup sé greinlega stútfull af hæfileikum og að spilamennska hljómsveitarinnar og sviðsframkoma hafi verið í sérflokki. „Það er synd að hljómsveit með þessa hæfileika skuli ekki vera betur þekkt í Bretlandi. Landfræðileg staðsetning hjálpar þeim ekki en það er ekki annað hægt en að þakka bæði Bloodgroup og Yonioshi [sem spilaði einnig á tónleikunum] fyrir að koma með eitthvað ferskt inn í bresku elektrósenuna og minna íbúa Nottingham á að það kemur fleira gott frá Íslandi en Sigur Rós." -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×