Íslensk tónskáld fá aukin tækifæri í Hollywood 25. febrúar 2012 15:00 kvikmyndatónskáld Íslensku kvikmyndatónskáldin Barði Jóhannsson, Jóhann Jóhannsson, Atli Örvarsson, Jónsi og Ólafur Arnalds eru farin að fá aukin tækifæri í Hollwyood. Þeim Íslendingum sem semja tónlist við bandarískar kvikmyndir hefur fjölgað mikið að undanförnu. Nýjasti meðlimurinn í hópnum er Barði Jóhannsson. Þeim íslensku tónlistarmönnum sem semja tónlist við bandarískar kvikmyndir virðist fjölga með degi hverjum. Núna síðast greindi Fréttablaðið frá því að Barði Jóhannsson hefði samið alla tónlistina í spennumyndinni Would You Rather, ásamt Daniel Hunt úr hljómsveitinni Ladytron. Einnig er stutt síðan greint var frá því að Jóhann Jóhannsson hefði samið tónlistina við myndina For Ellen með Paul Dano og Jon Heder í aðalhlutverkum. Þá eru ótaldir Jónsi í Sigur Rós, sem samdi tónlistina við Hollywood-myndina We Bought A Zoo, Ólafur Arnalds sem samdi tónlistina við Another Happy Day með Demi Moore og Kate Bosworth í aðalhlutverkum, og Atli Örvarsson sem samdi tónlistina við Season of the Witch með Nicolas Cage í titilrullunni. Hægt er að hafa mikið upp úr því að semja tónlist við dýrar myndir og til að mynda hefur Jónsi vafalítið fengið væna summu í vasann fyrir vinnu sína fyrir We Bought A Zoo, sem er týpísk Hollywood-mynd með stjörnum í aðalhlutverkunum, eða þeim Matt Damon og Scarlett Johansson. Leikstjórinn Cameron Crowe var svo ánægður með frammistöðu Jónsa að hann fékk hann til að semja tónlistina við nýja gamanmynd sem hann er með í smíðum. Vafalítið hefur Atli Örvarsson einnig fengið vel borgað fyrir tónlist sína við rándýra hasarmynd byggða á ævintýrinu um Hans og Grétu sem verður frumsýnd á næsta ári með Jeremy Renner og Gemmu Arterton í aðalhlutverkunum. Jóhann Jóhannsson skrifaði nýverið undir samning við eina virtustu umboðsskrifstofu kvikmyndatónskálda í Hollywood; Gorfein/Schwartz. Aðspurður segir hann það rosalega mismunandi hvernig menn fái borgað fyrir vinnu sem þessa. Það fari allt eftir eðli og stærð myndarinnar. „Fyrir mig er það ekkert alltaf peningurinn sem skiptir aðalmáli heldur hvort verkefnið er áhugavert. Hins vegar er þetta yfirleitt frekar vel borgað. Þetta er mismunandi eftir markaðssvæðum en í Ameríku er miklu hærri kostnaðaráætlun en í Evrópu." Hvað sem peningamálum líður er ljóst að íslenskir tónlistarmenn eru farnir að fikra sig inn í Hollywood og eiga eflaust eftir að gera sig enn frekar gildandi þar á komandi árum. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Þeim Íslendingum sem semja tónlist við bandarískar kvikmyndir hefur fjölgað mikið að undanförnu. Nýjasti meðlimurinn í hópnum er Barði Jóhannsson. Þeim íslensku tónlistarmönnum sem semja tónlist við bandarískar kvikmyndir virðist fjölga með degi hverjum. Núna síðast greindi Fréttablaðið frá því að Barði Jóhannsson hefði samið alla tónlistina í spennumyndinni Would You Rather, ásamt Daniel Hunt úr hljómsveitinni Ladytron. Einnig er stutt síðan greint var frá því að Jóhann Jóhannsson hefði samið tónlistina við myndina For Ellen með Paul Dano og Jon Heder í aðalhlutverkum. Þá eru ótaldir Jónsi í Sigur Rós, sem samdi tónlistina við Hollywood-myndina We Bought A Zoo, Ólafur Arnalds sem samdi tónlistina við Another Happy Day með Demi Moore og Kate Bosworth í aðalhlutverkum, og Atli Örvarsson sem samdi tónlistina við Season of the Witch með Nicolas Cage í titilrullunni. Hægt er að hafa mikið upp úr því að semja tónlist við dýrar myndir og til að mynda hefur Jónsi vafalítið fengið væna summu í vasann fyrir vinnu sína fyrir We Bought A Zoo, sem er týpísk Hollywood-mynd með stjörnum í aðalhlutverkunum, eða þeim Matt Damon og Scarlett Johansson. Leikstjórinn Cameron Crowe var svo ánægður með frammistöðu Jónsa að hann fékk hann til að semja tónlistina við nýja gamanmynd sem hann er með í smíðum. Vafalítið hefur Atli Örvarsson einnig fengið vel borgað fyrir tónlist sína við rándýra hasarmynd byggða á ævintýrinu um Hans og Grétu sem verður frumsýnd á næsta ári með Jeremy Renner og Gemmu Arterton í aðalhlutverkunum. Jóhann Jóhannsson skrifaði nýverið undir samning við eina virtustu umboðsskrifstofu kvikmyndatónskálda í Hollywood; Gorfein/Schwartz. Aðspurður segir hann það rosalega mismunandi hvernig menn fái borgað fyrir vinnu sem þessa. Það fari allt eftir eðli og stærð myndarinnar. „Fyrir mig er það ekkert alltaf peningurinn sem skiptir aðalmáli heldur hvort verkefnið er áhugavert. Hins vegar er þetta yfirleitt frekar vel borgað. Þetta er mismunandi eftir markaðssvæðum en í Ameríku er miklu hærri kostnaðaráætlun en í Evrópu." Hvað sem peningamálum líður er ljóst að íslenskir tónlistarmenn eru farnir að fikra sig inn í Hollywood og eiga eflaust eftir að gera sig enn frekar gildandi þar á komandi árum. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira