Innlent

Fjölgar í skipaflota á milli ára

Fiskiskipum á skrá Siglingastofnunar fjölgaði um þrjátíu milli áranna 2010 og 2011. Alls voru 1.655 skip á skrá í lok síðasta árs. Fjöldi vélskipa var 764, togarar voru 58 og opnir fiskibátar 833.

Flest fiskiskip voru með skráða heimahöfn á Vestfjörðum, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Það gerir um 23 prósent flotans, en næstflest voru með skráða höfn á Vesturlandi. Flestir af opnu fiskibátunum voru einnig skráðir á Vestfjörðum. Fæst skip voru skráð á Suðurlandi sem og opnu fiskibátarnir. Fæstir togarar voru skráðir á Vesturlandi. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×