Svavar og Helga tilnefnd 25. febrúar 2012 00:15 Svavar Hávarðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, er tilnefndur til verðlauna Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2011. Tilnefninguna hlýtur Svavar fyrir viðamikla umfjöllun sína um díoxínmengun frá sorpbrennslustöðvum í Skutulsfirði, Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri. Þetta er þriðja tilnefning Svavars frá árinu 2007. Þá var umfjöllun hans um sjóöryggi á siglingaleiðum við Suður- og Suðvesturland tilnefnd sem besta rannsóknarblaðamennskan, og árið 2009 var fékk hann tilnefningu fyrir umfjöllun um stjórnarskrármál. Þá er Helga Arnardóttir, fréttakona á Stöð 2, tilnefnd fyrir umfjöllun um endurupptöku Geirfinnsmálsins meðal annars á grundvelli nýrra gagna sem hún kynnti til sögunnar. Alls eru níu tilnefningar í þremur flokkum. RÚV, DV og Morgunblaðið fá tvær tilnefningar og Fréttablaðið, Stöð 2 og Fréttatíminn eina hver miðill. Tilnefningar eru eftirfarandi:Rannsóknarblaðamennska ársins: Ingi Freyr Vilhjálmsson, DV, fyrir umfangsmikinn og ágengan fréttaflutning af uppgjöri og afleiðingum fjármálahrunsins. Jóhannes Kr. Kristjánsson, Kastljósi, fyrir áhrifaríka umfjöllun um læknadóp, útbreiðslu þess og skelfilegar afleiðingar. Svavar Hávarðsson, Fréttablaðinu, fyrir fréttaflutning af mengun vegna díoxíns frá sorpbrennslum í Skutulsfirði, á Kirkjubæjarklaustri og í Vestmannaeyjum.Besta umfjöllun ársins: Helga Arnardóttir, Stöð 2, fyrir umfjöllun um endurupptöku Geirfinnsmálsins meðal annars á grundvelli nýrra gagna sem hún kynnti til sögunnar. Skapti Hallgrímsson, Morgunblaðinu, fyrir umfjöllun um Helgu Sigríði Sigurðardóttur sem fékk hjartaáfall 12 ára gömul 2010. Þóra Tómasdóttir, Fréttatímanum, fyrir umfjöllun um ofbeldi innan veggja Landakotsskóla.Blaðamannaverðlaun ársins: Helgi Bjarnason, Morgunblaðinu, fyrir vandaðan og margháttaðan fréttaflutning af nýjungum í atvinnulífi og stöðu og íbúaþróun á Vestfjörðum og í landbúnaði, meðal annars með ræktun repju til orkuframleiðslu. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, DV, fyrir fjölbreytt og mikilvæg skrif um samfélagsvandamál, svo sem ofbeldi, einkum er varða hlutskipti kvenna. Jón Björgvinsson, Ríkisútvarpinu, fyrir einstakan fréttaflutning af vettvangi „arabíska vorsins", uppreisnum gegn einræðisstjórnum í Norður Afríku. Fréttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Svavar Hávarðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, er tilnefndur til verðlauna Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2011. Tilnefninguna hlýtur Svavar fyrir viðamikla umfjöllun sína um díoxínmengun frá sorpbrennslustöðvum í Skutulsfirði, Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri. Þetta er þriðja tilnefning Svavars frá árinu 2007. Þá var umfjöllun hans um sjóöryggi á siglingaleiðum við Suður- og Suðvesturland tilnefnd sem besta rannsóknarblaðamennskan, og árið 2009 var fékk hann tilnefningu fyrir umfjöllun um stjórnarskrármál. Þá er Helga Arnardóttir, fréttakona á Stöð 2, tilnefnd fyrir umfjöllun um endurupptöku Geirfinnsmálsins meðal annars á grundvelli nýrra gagna sem hún kynnti til sögunnar. Alls eru níu tilnefningar í þremur flokkum. RÚV, DV og Morgunblaðið fá tvær tilnefningar og Fréttablaðið, Stöð 2 og Fréttatíminn eina hver miðill. Tilnefningar eru eftirfarandi:Rannsóknarblaðamennska ársins: Ingi Freyr Vilhjálmsson, DV, fyrir umfangsmikinn og ágengan fréttaflutning af uppgjöri og afleiðingum fjármálahrunsins. Jóhannes Kr. Kristjánsson, Kastljósi, fyrir áhrifaríka umfjöllun um læknadóp, útbreiðslu þess og skelfilegar afleiðingar. Svavar Hávarðsson, Fréttablaðinu, fyrir fréttaflutning af mengun vegna díoxíns frá sorpbrennslum í Skutulsfirði, á Kirkjubæjarklaustri og í Vestmannaeyjum.Besta umfjöllun ársins: Helga Arnardóttir, Stöð 2, fyrir umfjöllun um endurupptöku Geirfinnsmálsins meðal annars á grundvelli nýrra gagna sem hún kynnti til sögunnar. Skapti Hallgrímsson, Morgunblaðinu, fyrir umfjöllun um Helgu Sigríði Sigurðardóttur sem fékk hjartaáfall 12 ára gömul 2010. Þóra Tómasdóttir, Fréttatímanum, fyrir umfjöllun um ofbeldi innan veggja Landakotsskóla.Blaðamannaverðlaun ársins: Helgi Bjarnason, Morgunblaðinu, fyrir vandaðan og margháttaðan fréttaflutning af nýjungum í atvinnulífi og stöðu og íbúaþróun á Vestfjörðum og í landbúnaði, meðal annars með ræktun repju til orkuframleiðslu. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, DV, fyrir fjölbreytt og mikilvæg skrif um samfélagsvandamál, svo sem ofbeldi, einkum er varða hlutskipti kvenna. Jón Björgvinsson, Ríkisútvarpinu, fyrir einstakan fréttaflutning af vettvangi „arabíska vorsins", uppreisnum gegn einræðisstjórnum í Norður Afríku.
Fréttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira