Ríkisbankar lúti eigendastefnu 25. febrúar 2012 08:00 Jóhanna Sigurðardóttir Eigendastefna ríkisins ætti að ná til fjármálafyrirtækja í eigu hins opinbera og skylda þau þannig til að upplýsa opinberlega um eignir sínar og hvaða stefnu þau hafa um sölu þeirra. Þetta segir starfshópur forsætisráðuneytisins um verklag við einkavæðingu í skýrslu sem lögð var fram á fundi ríkisstjórnarinnar í vikunni. Starfshópurinn telur að rétta leiðin til að hafa áhrif á sölu fjármálafyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins á hlutum sínum í öðrum fyrirtækjum sé að fella þau undir eigendastefnuna. Ekki ætti að setja sérstakar reglur um Landsbankann eða önnur fjármálafyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins. Starfshópurinn telur að skýra þurfi mörkin milli markmiða stjórnvalda með sölu ríkisfyrirtækja og faglegrar umsjónar með henni, ella verði ekki hafið yfir vafa að jafnræðis og gagnsæis verði gætt við einkavæðingar. „Verklagið við einkavæðingu ríkisbankanna fyrir um einum áratug varð afdrifaríkt fyrir þjóðina og hefur verið harðlega gagnrýnt," er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í fréttatilkynningu. „Við viljum koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og því fagna ég niðurstöðum starfshópsins." Með gerð skýrslunnar sé þó ekki gefið til kynna að á döfinni sé að selja í bráð stórar eignir ríkisins, eins og Landsbankann. - sh Fréttir Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Eigendastefna ríkisins ætti að ná til fjármálafyrirtækja í eigu hins opinbera og skylda þau þannig til að upplýsa opinberlega um eignir sínar og hvaða stefnu þau hafa um sölu þeirra. Þetta segir starfshópur forsætisráðuneytisins um verklag við einkavæðingu í skýrslu sem lögð var fram á fundi ríkisstjórnarinnar í vikunni. Starfshópurinn telur að rétta leiðin til að hafa áhrif á sölu fjármálafyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins á hlutum sínum í öðrum fyrirtækjum sé að fella þau undir eigendastefnuna. Ekki ætti að setja sérstakar reglur um Landsbankann eða önnur fjármálafyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins. Starfshópurinn telur að skýra þurfi mörkin milli markmiða stjórnvalda með sölu ríkisfyrirtækja og faglegrar umsjónar með henni, ella verði ekki hafið yfir vafa að jafnræðis og gagnsæis verði gætt við einkavæðingar. „Verklagið við einkavæðingu ríkisbankanna fyrir um einum áratug varð afdrifaríkt fyrir þjóðina og hefur verið harðlega gagnrýnt," er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í fréttatilkynningu. „Við viljum koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og því fagna ég niðurstöðum starfshópsins." Með gerð skýrslunnar sé þó ekki gefið til kynna að á döfinni sé að selja í bráð stórar eignir ríkisins, eins og Landsbankann. - sh
Fréttir Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira