Konur og börn flutt frá Homs 25. febrúar 2012 01:00 Borgarastyrjöld Sýrlenskir uppreisnarmenn í borginni Homs í átökum við herinn. nordicphotos/AFP Konur og börn voru flutt burt frá úthverfi sýrlensku borgarinnar Homs í gær en þá komust starfsmenn Rauða krossins og Rauða hálfmánans á staðinn. Sprengjuregn hefur dunið á hverfinu undanfarið og eru slasaðir blaðamenn meðal þeirra sem bíða flutnings. Hundruð stuðningsmanna Bashars al-Assad Sýrlandsforseta réðust í gær inn á hótel í Túnis þar sem fulltrúar Vesturlanda og arabaríkja ræddu leiðir til lausnar átökunum í Sýrlandi. Öryggisvörðum tókst þó að stöðva mennina. Á fundinum komu fulltrúar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Arababandalagsins og ýmissa alþjóðastofnana sér saman um að auka enn þrýstinginn á Assad forseta. „Vinahópur sýrlensku þjóðarinnar", eins og þessi hópur Vesturlanda, arabaríkja og alþjóðastofnana nefnir sig, krefst þess í drögum að ályktun fundarins að allri valdbeitingu verði þegar í stað hætt svo hægt sé að senda fólk frá hjálparstofnunum til landsins að aðstoða fólk, sem á þar um sárt að binda eftir hörð átök síðustu vikna og mánaða. Hvorki Rússland né Kína vildu taka þátt í þessum fundi, enda eru þau andvíg því að erlend ríki blandi sér í átökin í Sýrlandi og beittu neitunarvaldi þegar ályktun þess efnis var borin undir atkvæði í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna nýverið. Sýrlensk stjórnvöld efna á morgun til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytta stjórnskipan, sem sögð er fullnægja kröfum mótmælenda um endurbætur í lýðræðisátt, meðal annars með því að afnema formlega sérstöðu stjórnmálaflokksins Baath. Í reynd styrkja breytingarnar völd Assads forseta, meðal annars vegna þess að Baath-flokkurinn hefur aðeins að nafninu til haft sterka stöðu. Völdin hafa verið hjá forsetanum og verða það áfram. Breytingarnar eru því fallnar til þess að kljúfa enn frekar samfélagið í andstæðar fylkingar, en uppreisnin gegn Assad forseta hófst fyrir tæpu ári með friðsamlegum mótmælum. Harkaleg viðbrögð stjórnvalda sneru mótmælunum fljótt upp í óeirðir og nú síðast borgarastyrjöld sem kostað hefur þúsundir manna lífið. Engar nákvæmar tölur eru um mannfallið. Í janúar sögðu Sameinuðu þjóðirnar 5.400 manns hafa látið lífið, en hafa ekki uppfært þá tölu síðan vegna þess að ekki er aðgangur að áreiðanlegum upplýsingum. Þó er vitað að fleiri hundruð manns hafa látist síðan. Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja tölu látinna komna yfir 7.300 manns. Stór hluti þeirra eru almennir borgarar, sem linnulítið verða fyrir sprengjuárásum frá stjórnarhernum. Hundruð barna eru þar á meðal. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira
Konur og börn voru flutt burt frá úthverfi sýrlensku borgarinnar Homs í gær en þá komust starfsmenn Rauða krossins og Rauða hálfmánans á staðinn. Sprengjuregn hefur dunið á hverfinu undanfarið og eru slasaðir blaðamenn meðal þeirra sem bíða flutnings. Hundruð stuðningsmanna Bashars al-Assad Sýrlandsforseta réðust í gær inn á hótel í Túnis þar sem fulltrúar Vesturlanda og arabaríkja ræddu leiðir til lausnar átökunum í Sýrlandi. Öryggisvörðum tókst þó að stöðva mennina. Á fundinum komu fulltrúar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Arababandalagsins og ýmissa alþjóðastofnana sér saman um að auka enn þrýstinginn á Assad forseta. „Vinahópur sýrlensku þjóðarinnar", eins og þessi hópur Vesturlanda, arabaríkja og alþjóðastofnana nefnir sig, krefst þess í drögum að ályktun fundarins að allri valdbeitingu verði þegar í stað hætt svo hægt sé að senda fólk frá hjálparstofnunum til landsins að aðstoða fólk, sem á þar um sárt að binda eftir hörð átök síðustu vikna og mánaða. Hvorki Rússland né Kína vildu taka þátt í þessum fundi, enda eru þau andvíg því að erlend ríki blandi sér í átökin í Sýrlandi og beittu neitunarvaldi þegar ályktun þess efnis var borin undir atkvæði í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna nýverið. Sýrlensk stjórnvöld efna á morgun til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytta stjórnskipan, sem sögð er fullnægja kröfum mótmælenda um endurbætur í lýðræðisátt, meðal annars með því að afnema formlega sérstöðu stjórnmálaflokksins Baath. Í reynd styrkja breytingarnar völd Assads forseta, meðal annars vegna þess að Baath-flokkurinn hefur aðeins að nafninu til haft sterka stöðu. Völdin hafa verið hjá forsetanum og verða það áfram. Breytingarnar eru því fallnar til þess að kljúfa enn frekar samfélagið í andstæðar fylkingar, en uppreisnin gegn Assad forseta hófst fyrir tæpu ári með friðsamlegum mótmælum. Harkaleg viðbrögð stjórnvalda sneru mótmælunum fljótt upp í óeirðir og nú síðast borgarastyrjöld sem kostað hefur þúsundir manna lífið. Engar nákvæmar tölur eru um mannfallið. Í janúar sögðu Sameinuðu þjóðirnar 5.400 manns hafa látið lífið, en hafa ekki uppfært þá tölu síðan vegna þess að ekki er aðgangur að áreiðanlegum upplýsingum. Þó er vitað að fleiri hundruð manns hafa látist síðan. Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja tölu látinna komna yfir 7.300 manns. Stór hluti þeirra eru almennir borgarar, sem linnulítið verða fyrir sprengjuárásum frá stjórnarhernum. Hundruð barna eru þar á meðal. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira