Segja blóðprufu ekki henta til greiningar 25. febrúar 2012 09:00 Geir Gunnlaugsson, landlæknir. Landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag vegna dreifibréfs sem Framför – krabbameinsfélag karla sendi körlum sem verða fimmtugir á þessu ári. Í bréfinu er mælt með að viðtakandi láti mæla PSA-gildi í blóði sem geti gefið vísbendingar um blöðruhálskrabbamein á frumstigi. Landlæknir varar hins vegar sterklega við að blóðprufan sé notuð í þessum tilgangi. Í yfirlýsingu landlæknis segir: „Að gefnu tilefni vill landlæknir árétta að ekki er mælt með því að mæling á PSA-mótefni í blóði sé notuð til skimunar eftir krabbameini í blöðruhálskirtli. Mælingin gefur ekki nægilega áreiðanlegar upplýsingar og ekki hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að slík leit bjargi mannslífum. Hins vegar er ljóst að í kjölfarið fá stórir hópar karla að óþörfu meðferð sem getur haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir, svo sem ristruflanir og þvagleka." Yfirlýsingin er samin í samráði við sérfræðinga í heimilislækningum, krabbameinslækningum og þvagfæraskurðlækningum, og í samræmi við ráðleggingar frá Krabbameinsfélagi Íslands. Helgi Sigurðsson, yfirlæknir á LSH og prófessor í krabbameinslækningum við HÍ, segir að niðurstöður liggi fyrir úr stórum rannsóknum erlendis á blöðruhálskrabbameini og PSA. „Niðurstaðan er sú að þetta leiðir til alveg hrikalegrar ofgreiningar og yfirmeðhöndlunar. Við vitum að verið er að ofgreina þetta krabbamein hér á landi, og það verulega." Blóðprófið sem um ræðir er mjög næmt og segir Helgi að það skilgreini marga sjúka af krabbameini þótt sú sé ekki raunin. „Að gera svona stikkprufu skapar miklu fleiri vandamál en það leysir." Það vekur athygli að árið 2008 var PSA-mæling í blóði talin af læknum besta greiningaraðferð sem völ var á. Þá kom til álita að hefja skipulega innköllun á einkennalausum körlum milli fimmtugs og sjötugs til rannsóknar, líkt og gert var erlendis. Læknar eru á annarri skoðun nú og hvergi í heiminum mæla heilbrigðisyfirvöld með því að einkennalausir karlar fari í mælingu eins og Framför hvetur til. Guðmundur Örn Jóhannsson, formaður Framfarar, segir það ekki standa til að fara í stríð við landlækni en félagsmenn í Framför séu þessu ósammála. Bréf hafi verið sent út núna til karlmanna sem verða fimmtugir á árinu og sami háttur verði hafður á að ári. Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra og stjórnarmaður í Framför, segir að yfirlýsing landlæknis sé óviðeigandi í því ljósi að PSA-mælingar bjargi mannslífum. Einar segist sjálfur vera í þeim hópi. Framför hefur skrifað landlækni og óskað eftir fundi til að skýra sjónarmið sín. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag vegna dreifibréfs sem Framför – krabbameinsfélag karla sendi körlum sem verða fimmtugir á þessu ári. Í bréfinu er mælt með að viðtakandi láti mæla PSA-gildi í blóði sem geti gefið vísbendingar um blöðruhálskrabbamein á frumstigi. Landlæknir varar hins vegar sterklega við að blóðprufan sé notuð í þessum tilgangi. Í yfirlýsingu landlæknis segir: „Að gefnu tilefni vill landlæknir árétta að ekki er mælt með því að mæling á PSA-mótefni í blóði sé notuð til skimunar eftir krabbameini í blöðruhálskirtli. Mælingin gefur ekki nægilega áreiðanlegar upplýsingar og ekki hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að slík leit bjargi mannslífum. Hins vegar er ljóst að í kjölfarið fá stórir hópar karla að óþörfu meðferð sem getur haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir, svo sem ristruflanir og þvagleka." Yfirlýsingin er samin í samráði við sérfræðinga í heimilislækningum, krabbameinslækningum og þvagfæraskurðlækningum, og í samræmi við ráðleggingar frá Krabbameinsfélagi Íslands. Helgi Sigurðsson, yfirlæknir á LSH og prófessor í krabbameinslækningum við HÍ, segir að niðurstöður liggi fyrir úr stórum rannsóknum erlendis á blöðruhálskrabbameini og PSA. „Niðurstaðan er sú að þetta leiðir til alveg hrikalegrar ofgreiningar og yfirmeðhöndlunar. Við vitum að verið er að ofgreina þetta krabbamein hér á landi, og það verulega." Blóðprófið sem um ræðir er mjög næmt og segir Helgi að það skilgreini marga sjúka af krabbameini þótt sú sé ekki raunin. „Að gera svona stikkprufu skapar miklu fleiri vandamál en það leysir." Það vekur athygli að árið 2008 var PSA-mæling í blóði talin af læknum besta greiningaraðferð sem völ var á. Þá kom til álita að hefja skipulega innköllun á einkennalausum körlum milli fimmtugs og sjötugs til rannsóknar, líkt og gert var erlendis. Læknar eru á annarri skoðun nú og hvergi í heiminum mæla heilbrigðisyfirvöld með því að einkennalausir karlar fari í mælingu eins og Framför hvetur til. Guðmundur Örn Jóhannsson, formaður Framfarar, segir það ekki standa til að fara í stríð við landlækni en félagsmenn í Framför séu þessu ósammála. Bréf hafi verið sent út núna til karlmanna sem verða fimmtugir á árinu og sami háttur verði hafður á að ári. Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra og stjórnarmaður í Framför, segir að yfirlýsing landlæknis sé óviðeigandi í því ljósi að PSA-mælingar bjargi mannslífum. Einar segist sjálfur vera í þeim hópi. Framför hefur skrifað landlækni og óskað eftir fundi til að skýra sjónarmið sín. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira