Viðskipti innlent

Tveir vildu hækka vexti

Már Guðmundsson
Már Guðmundsson
Tveir af fimm meðlimum peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands vildu hækka vexti við síðustu vaxtaákvörðun. Þrír vildu hins vegar halda vöxtum óbreyttum sem varð ofan á. Þetta kemur fram í fundargerð frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi.

Í peningastefnunefndinni eiga sæti Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur seðlabankans, auk Gylfa Zoëga og Anne Sibert sem bæði eru prófessorar í hagfræði.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×