Erlent

Hrófla ekki við Obama

Rick Santorum og Mitt Romney
Kvarnast hefur úr fylgi Romneys meðal repúblikana undanfarið.
nordicphotos/AFP
Rick Santorum og Mitt Romney Kvarnast hefur úr fylgi Romneys meðal repúblikana undanfarið. nordicphotos/AFP
Mitt Romney er engan veginn öruggur lengur með sigur í forkosningum Repúblikanaflokksins. Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum er Rick Santorum kominn með nokkurn veginn jafnt fylgi meðal flokksmanna.

Báðir mælast með um þriðjungs fylgi en Newt Gingrich og Ron Paul með 15 prósent hvor.

Barack Obama hefur þó enn býsna örugga stöðu gagnvart öllum hugsanlegum mótframbjóðendum sínum. Hann mælist með meira en 50 prósenta fylgi, sama hver repúblikananna fjögurra færi í framboð á móti honum. Santorum hefur ótvíræða yfirburði meðal íhaldssamasta hluta Repúblikanaflokksins, ekki síst vegna andstöðu hans gegn fóstureyðingum og áherslu á gamaldags fjölskyldugildi.

Fram undan eru tveir mikilvægir kosningadagar í forkosningabaráttu Repúblikanaflokksins, sem væntanlega ráða úrslitum um það hvort sigurganga Romneys, sem til þessa hefur virst illsigrandi, heldur áfram. Þriðjudaginn 28. febrúar verða forkosningar í Michigan og Arizona en viku síðar, 6. mars, verður kosið í tíu ríkjum.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×