Formaður gagnrýnir vinnubrögð Alþingis 24. febrúar 2012 07:30 Salvör Nordal. Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, gagnrýnir málatilbúnað Alþingis við að kalla ráðið saman í mars til að bregðast við tillögum þingsins varðandi frumvarp til stjórnskipunarlaga sem lá fyrir í ágúst. Skammur fyrirvari og óskýrt hlutverk vinnufundarins er hluti þeirrar gagnrýni. Salvör setur þessa gagnrýni fram í bréfi til forsætisnefndar Alþingis. Hún getur ekki mætt til fundarins og það hyggst annar stjórnlagaráðsfulltrúi, Pawel Bartoszek, ekki heldur gera. Fleiri stjórnlagaþingsfulltrúar hafa sínar efasemdir. Samkvæmt þingsályktun sem Alþingi samþykkti á miðvikudag er stjórnlagaráð kallað saman til fjögurra daga vinnufundar í byrjun mars. Þar á að gefa ráðinu kost á því að fjalla um spurningar og tillögur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um nokkur atriði í frumvarpi ráðsins til stjórnarskipunarlaga. Salvör fagnar því að Alþingi gefi stjórnlagaráði tækifæri til að fjalla um tillögur nefndarinnar, enda hafi ráðið lýst sig reiðubúið til að koma aftur að málinu. „Ég geri þó alvarlegar athugasemdir við það hversu fyrirvarinn er skammur og hversu óskýrt hlutverk fundarins er, bæði um hvað hann eigi að fjalla og hverju hann eigi að skila. Vert er að geta þess að ekkert samstarf var haft við stjórn stjórnlagaráðs við mótun þingstillögunnar," segir Salvör í bréfinu. Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir boðað til vinnufundarins af virðingu við störf ráðsins, og stjórnlagaráðsfulltrúarnir hefðu mikið um það að segja hvernig vinnufundurinn færi fram. Hún segir að fimm fulltrúar ráðsins hafi fyrir hálfum mánuði sagt á fundi með nefndarmönnum að þeir teldu sig ekki hafa umboð til að fjalla um spurningar og tillögur þingnefndarinnar. „Þess vegna var það niðurstaða meirihluta nefndarinnar að nauðsynlegt væri að ná fulltrúunum saman á einn stað." Pawel Bartoszek gagnrýnir málatilbúnað Alþingis harðlega í grein í blaðinu í dag og þá staðreynd að tillögur ráðsins hafi ekki fengið efnislega meðferð í þinginu. Hann vill að fallið verði frá ráðgefandi þjóðaratkvæði í sumar og hvetur þingheim til að móta sér afstöðu til tillagnanna fyrst. Hart var tekist á um málið á Alþingi í gær. Stjórnarandstöðuþingmenn lýstu furðu sinni á fundarboði þegar ekki lægi fyrir hvort fulltrúarnir gætu yfirleitt mætt. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær gáfu fulltrúar minnihlutans, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, lítið fyrir að fá að vísa spurningum til stjórnlagaráðs. - shá Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, gagnrýnir málatilbúnað Alþingis við að kalla ráðið saman í mars til að bregðast við tillögum þingsins varðandi frumvarp til stjórnskipunarlaga sem lá fyrir í ágúst. Skammur fyrirvari og óskýrt hlutverk vinnufundarins er hluti þeirrar gagnrýni. Salvör setur þessa gagnrýni fram í bréfi til forsætisnefndar Alþingis. Hún getur ekki mætt til fundarins og það hyggst annar stjórnlagaráðsfulltrúi, Pawel Bartoszek, ekki heldur gera. Fleiri stjórnlagaþingsfulltrúar hafa sínar efasemdir. Samkvæmt þingsályktun sem Alþingi samþykkti á miðvikudag er stjórnlagaráð kallað saman til fjögurra daga vinnufundar í byrjun mars. Þar á að gefa ráðinu kost á því að fjalla um spurningar og tillögur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um nokkur atriði í frumvarpi ráðsins til stjórnarskipunarlaga. Salvör fagnar því að Alþingi gefi stjórnlagaráði tækifæri til að fjalla um tillögur nefndarinnar, enda hafi ráðið lýst sig reiðubúið til að koma aftur að málinu. „Ég geri þó alvarlegar athugasemdir við það hversu fyrirvarinn er skammur og hversu óskýrt hlutverk fundarins er, bæði um hvað hann eigi að fjalla og hverju hann eigi að skila. Vert er að geta þess að ekkert samstarf var haft við stjórn stjórnlagaráðs við mótun þingstillögunnar," segir Salvör í bréfinu. Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir boðað til vinnufundarins af virðingu við störf ráðsins, og stjórnlagaráðsfulltrúarnir hefðu mikið um það að segja hvernig vinnufundurinn færi fram. Hún segir að fimm fulltrúar ráðsins hafi fyrir hálfum mánuði sagt á fundi með nefndarmönnum að þeir teldu sig ekki hafa umboð til að fjalla um spurningar og tillögur þingnefndarinnar. „Þess vegna var það niðurstaða meirihluta nefndarinnar að nauðsynlegt væri að ná fulltrúunum saman á einn stað." Pawel Bartoszek gagnrýnir málatilbúnað Alþingis harðlega í grein í blaðinu í dag og þá staðreynd að tillögur ráðsins hafi ekki fengið efnislega meðferð í þinginu. Hann vill að fallið verði frá ráðgefandi þjóðaratkvæði í sumar og hvetur þingheim til að móta sér afstöðu til tillagnanna fyrst. Hart var tekist á um málið á Alþingi í gær. Stjórnarandstöðuþingmenn lýstu furðu sinni á fundarboði þegar ekki lægi fyrir hvort fulltrúarnir gætu yfirleitt mætt. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær gáfu fulltrúar minnihlutans, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, lítið fyrir að fá að vísa spurningum til stjórnlagaráðs. - shá
Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira