Fleiri mál vofa yfir Kaupþingsmönnum - fréttaskýring 24. febrúar 2012 06:00 KB banki Hreiðar Már Sigurðsson Eiga fleiri dómsmál á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings eftir að líta dagsins ljós? Þrátt fyrir að sérstakur saksóknari hafi gefið út ákæru í máli sem kennt er við katarska sjeikinn Al Thani þýðir það ekki að fyrrverandi stjórnendur í Kaupþingi séu komnir fyrir vind í öðrum málum sem hafa verið til rannsóknar hjá embættinu. Rannsókn allnokkurra mála sem tengjast Kaupþingi er enn í fullum gangi hjá embættinu, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, og gæti leitt til útgáfu ákæra. Ákæran í Al Thani-málinu er sú fyrsta sem tengist Kaupþingi. Þar eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri bankans í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, stærsti eigandi bankans, ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun vegna 26 milljarða króna lánveitinga í september 2008. Keyptu þriðjung allra eigin bréfaEn það er bara eitt mál af mörgum. Af hinum ber fyrst að nefna grun um umfangsmikil kaup deildar eigin viðskipta Kaupþings í bankanum sjálfum, sem saksóknari rannsakar sem markaðsmisnotkun. Yfirstjórnendur bankans eru taldir hafa skipulagt kaupin til að halda uppi gengi bréfa í bankanum. Árin 2005 til 2008 keypti bankinn sjálfur 29 prósent af öllu útgefnu hlutafé í sjálfum sér. Taldir hafa bjargað eigin skinniSaksóknari hefur einnig lagt talsverða áherslu á rannsókn máls sem kennt hefur verið við eignarhaldsfélagið Lindsor Holdings Corporation á Tortóla. Það félag fékk 27,4 milljarða króna lán frá Kaupþingi 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, sem var notað til að kaupa skuldabréf sem voru að hrapa í verði af Kaupþingi í Lúxemborg, starfsmönnum bankans og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar, eins stærsta skuldara Kaupþingssamstæðunnar. Inn í það mál fléttast þrettán milljarða króna millifærsla inn á reikning félagsins Marple Holdings S.A., sem var í eigu Skúla. Skjöl vegna þessara viðskipta eru talin hafa verið fölsuð eftir bankahrun. Lánuðu vildarkúnnum tugmilljarðaKaupþing lánaði jafnframt félögum í eigu áðurnefnds Skúla, Egils Ágústssonar, sem kenndur er við félagið Íslensk-ameríska, og breska kaupsýslumannsins Kevins Stanford, háar fjárhæðir til að kaupa bréf í bankanum. Þetta er talið varða við lagaákvæði um bæði umboðssvik og markaðsmisnotkun. Að síðustu eru til rannsóknar risavaxin lán, samtals að andvirði tæplega 82 milljarðar króna, til félaga að mestu í eigu þessara sömu þriggja manna, Skúla, Egils og Stanfords, til að kaupa skuldatryggingar á Kaupþing til að lækka skuldatryggingarálagið og mæta veðköllum frá Deutsche Bank. Þessu til viðbótar lágu enn fleiri mál í stærri kantinum tengd Kaupþingi til grundvallar húsleitum hjá Kaupþingi í Lúxemborg fyrir tæpu ári. Upplýsingar um þau hafa ekki enn orðið opinberar. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Eiga fleiri dómsmál á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings eftir að líta dagsins ljós? Þrátt fyrir að sérstakur saksóknari hafi gefið út ákæru í máli sem kennt er við katarska sjeikinn Al Thani þýðir það ekki að fyrrverandi stjórnendur í Kaupþingi séu komnir fyrir vind í öðrum málum sem hafa verið til rannsóknar hjá embættinu. Rannsókn allnokkurra mála sem tengjast Kaupþingi er enn í fullum gangi hjá embættinu, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, og gæti leitt til útgáfu ákæra. Ákæran í Al Thani-málinu er sú fyrsta sem tengist Kaupþingi. Þar eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri bankans í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, stærsti eigandi bankans, ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun vegna 26 milljarða króna lánveitinga í september 2008. Keyptu þriðjung allra eigin bréfaEn það er bara eitt mál af mörgum. Af hinum ber fyrst að nefna grun um umfangsmikil kaup deildar eigin viðskipta Kaupþings í bankanum sjálfum, sem saksóknari rannsakar sem markaðsmisnotkun. Yfirstjórnendur bankans eru taldir hafa skipulagt kaupin til að halda uppi gengi bréfa í bankanum. Árin 2005 til 2008 keypti bankinn sjálfur 29 prósent af öllu útgefnu hlutafé í sjálfum sér. Taldir hafa bjargað eigin skinniSaksóknari hefur einnig lagt talsverða áherslu á rannsókn máls sem kennt hefur verið við eignarhaldsfélagið Lindsor Holdings Corporation á Tortóla. Það félag fékk 27,4 milljarða króna lán frá Kaupþingi 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, sem var notað til að kaupa skuldabréf sem voru að hrapa í verði af Kaupþingi í Lúxemborg, starfsmönnum bankans og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar, eins stærsta skuldara Kaupþingssamstæðunnar. Inn í það mál fléttast þrettán milljarða króna millifærsla inn á reikning félagsins Marple Holdings S.A., sem var í eigu Skúla. Skjöl vegna þessara viðskipta eru talin hafa verið fölsuð eftir bankahrun. Lánuðu vildarkúnnum tugmilljarðaKaupþing lánaði jafnframt félögum í eigu áðurnefnds Skúla, Egils Ágústssonar, sem kenndur er við félagið Íslensk-ameríska, og breska kaupsýslumannsins Kevins Stanford, háar fjárhæðir til að kaupa bréf í bankanum. Þetta er talið varða við lagaákvæði um bæði umboðssvik og markaðsmisnotkun. Að síðustu eru til rannsóknar risavaxin lán, samtals að andvirði tæplega 82 milljarðar króna, til félaga að mestu í eigu þessara sömu þriggja manna, Skúla, Egils og Stanfords, til að kaupa skuldatryggingar á Kaupþing til að lækka skuldatryggingarálagið og mæta veðköllum frá Deutsche Bank. Þessu til viðbótar lágu enn fleiri mál í stærri kantinum tengd Kaupþingi til grundvallar húsleitum hjá Kaupþingi í Lúxemborg fyrir tæpu ári. Upplýsingar um þau hafa ekki enn orðið opinberar. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira