Fleiri mál vofa yfir Kaupþingsmönnum - fréttaskýring 24. febrúar 2012 06:00 KB banki Hreiðar Már Sigurðsson Eiga fleiri dómsmál á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings eftir að líta dagsins ljós? Þrátt fyrir að sérstakur saksóknari hafi gefið út ákæru í máli sem kennt er við katarska sjeikinn Al Thani þýðir það ekki að fyrrverandi stjórnendur í Kaupþingi séu komnir fyrir vind í öðrum málum sem hafa verið til rannsóknar hjá embættinu. Rannsókn allnokkurra mála sem tengjast Kaupþingi er enn í fullum gangi hjá embættinu, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, og gæti leitt til útgáfu ákæra. Ákæran í Al Thani-málinu er sú fyrsta sem tengist Kaupþingi. Þar eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri bankans í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, stærsti eigandi bankans, ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun vegna 26 milljarða króna lánveitinga í september 2008. Keyptu þriðjung allra eigin bréfaEn það er bara eitt mál af mörgum. Af hinum ber fyrst að nefna grun um umfangsmikil kaup deildar eigin viðskipta Kaupþings í bankanum sjálfum, sem saksóknari rannsakar sem markaðsmisnotkun. Yfirstjórnendur bankans eru taldir hafa skipulagt kaupin til að halda uppi gengi bréfa í bankanum. Árin 2005 til 2008 keypti bankinn sjálfur 29 prósent af öllu útgefnu hlutafé í sjálfum sér. Taldir hafa bjargað eigin skinniSaksóknari hefur einnig lagt talsverða áherslu á rannsókn máls sem kennt hefur verið við eignarhaldsfélagið Lindsor Holdings Corporation á Tortóla. Það félag fékk 27,4 milljarða króna lán frá Kaupþingi 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, sem var notað til að kaupa skuldabréf sem voru að hrapa í verði af Kaupþingi í Lúxemborg, starfsmönnum bankans og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar, eins stærsta skuldara Kaupþingssamstæðunnar. Inn í það mál fléttast þrettán milljarða króna millifærsla inn á reikning félagsins Marple Holdings S.A., sem var í eigu Skúla. Skjöl vegna þessara viðskipta eru talin hafa verið fölsuð eftir bankahrun. Lánuðu vildarkúnnum tugmilljarðaKaupþing lánaði jafnframt félögum í eigu áðurnefnds Skúla, Egils Ágústssonar, sem kenndur er við félagið Íslensk-ameríska, og breska kaupsýslumannsins Kevins Stanford, háar fjárhæðir til að kaupa bréf í bankanum. Þetta er talið varða við lagaákvæði um bæði umboðssvik og markaðsmisnotkun. Að síðustu eru til rannsóknar risavaxin lán, samtals að andvirði tæplega 82 milljarðar króna, til félaga að mestu í eigu þessara sömu þriggja manna, Skúla, Egils og Stanfords, til að kaupa skuldatryggingar á Kaupþing til að lækka skuldatryggingarálagið og mæta veðköllum frá Deutsche Bank. Þessu til viðbótar lágu enn fleiri mál í stærri kantinum tengd Kaupþingi til grundvallar húsleitum hjá Kaupþingi í Lúxemborg fyrir tæpu ári. Upplýsingar um þau hafa ekki enn orðið opinberar. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Eiga fleiri dómsmál á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings eftir að líta dagsins ljós? Þrátt fyrir að sérstakur saksóknari hafi gefið út ákæru í máli sem kennt er við katarska sjeikinn Al Thani þýðir það ekki að fyrrverandi stjórnendur í Kaupþingi séu komnir fyrir vind í öðrum málum sem hafa verið til rannsóknar hjá embættinu. Rannsókn allnokkurra mála sem tengjast Kaupþingi er enn í fullum gangi hjá embættinu, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, og gæti leitt til útgáfu ákæra. Ákæran í Al Thani-málinu er sú fyrsta sem tengist Kaupþingi. Þar eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri bankans í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, stærsti eigandi bankans, ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun vegna 26 milljarða króna lánveitinga í september 2008. Keyptu þriðjung allra eigin bréfaEn það er bara eitt mál af mörgum. Af hinum ber fyrst að nefna grun um umfangsmikil kaup deildar eigin viðskipta Kaupþings í bankanum sjálfum, sem saksóknari rannsakar sem markaðsmisnotkun. Yfirstjórnendur bankans eru taldir hafa skipulagt kaupin til að halda uppi gengi bréfa í bankanum. Árin 2005 til 2008 keypti bankinn sjálfur 29 prósent af öllu útgefnu hlutafé í sjálfum sér. Taldir hafa bjargað eigin skinniSaksóknari hefur einnig lagt talsverða áherslu á rannsókn máls sem kennt hefur verið við eignarhaldsfélagið Lindsor Holdings Corporation á Tortóla. Það félag fékk 27,4 milljarða króna lán frá Kaupþingi 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, sem var notað til að kaupa skuldabréf sem voru að hrapa í verði af Kaupþingi í Lúxemborg, starfsmönnum bankans og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar, eins stærsta skuldara Kaupþingssamstæðunnar. Inn í það mál fléttast þrettán milljarða króna millifærsla inn á reikning félagsins Marple Holdings S.A., sem var í eigu Skúla. Skjöl vegna þessara viðskipta eru talin hafa verið fölsuð eftir bankahrun. Lánuðu vildarkúnnum tugmilljarðaKaupþing lánaði jafnframt félögum í eigu áðurnefnds Skúla, Egils Ágústssonar, sem kenndur er við félagið Íslensk-ameríska, og breska kaupsýslumannsins Kevins Stanford, háar fjárhæðir til að kaupa bréf í bankanum. Þetta er talið varða við lagaákvæði um bæði umboðssvik og markaðsmisnotkun. Að síðustu eru til rannsóknar risavaxin lán, samtals að andvirði tæplega 82 milljarðar króna, til félaga að mestu í eigu þessara sömu þriggja manna, Skúla, Egils og Stanfords, til að kaupa skuldatryggingar á Kaupþing til að lækka skuldatryggingarálagið og mæta veðköllum frá Deutsche Bank. Þessu til viðbótar lágu enn fleiri mál í stærri kantinum tengd Kaupþingi til grundvallar húsleitum hjá Kaupþingi í Lúxemborg fyrir tæpu ári. Upplýsingar um þau hafa ekki enn orðið opinberar. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira