Förum í leikinn til þess að vinna Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 24. febrúar 2012 07:00 Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari ræðir hér við japanska blaðamenn í Osaka í gær. Mynd/KSÍ/Ómar Smárason Lars Lagerbäck stjórnar íslenska A-landsliðinu í fótbolta karla í fyrsta sinn í dag þegar Ísland mætir Japan í vináttulandsleik í Osaka. Leikurinn hefst kl. 10.20 og er hann í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sport. Sænski þjálfarinn fær tækifæri til þess að skoða á fjórða tug leikmanna á næstu dögum en markmiðin fyrir leikinn gegn Japan eru skýr. „Ég hef þær væntingar að við förum í leikinn til þess að vinna. Það er alltaf það mikilvægasta," sagði Lagerbäck í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Við náðum þremur æfingum í Reykjavík og tveimur æfingum hér í Osaka. Það er ekki langur tími en við stefnum að því að taka skref fram á við í varnar- og sóknarleik liðsins. Japanska liðið er sterkt og við verðum bara að bíða og sjá hver útkoman verður. Til þess að sjá hvar við stöndum og þróa okkar leik verðum við að takast á við erfiða andstæðinga," segir Lagerbäck. Reynslulítill hópur í JapanÍsland mætir Svartfjallalandi í vináttuleik strax á miðvikudaginn í næstu viku og þar mætir Ísland til leiks með alveg nýtt lið. Lagerbäck segir að það sé mikill hugur í leikmönnum og allir vilji sýna sig og sanna. Lið Íslands gegn Japan er ekki reynslumikið. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er leikjahæsti leikmaðurinn í liðinu að þessu sinni, með 22 leiki en þar á eftir kemur Gunnleifur Gunnleifsson markvörður með 21 leik. Þrír nýliðar eru í hópnum og aðeins sjö leikmenn í hópnum hafa leikið fleiri en tíu landsleiki. „Ég verð að hrósa leikmönnum liðsins fyrir þann áhuga og metnað sem þeir hafa sýnt að undanförnu. Allir leggja sig fram og metnaðurinn er mikill. Það hefur ekkert óvænt komið upp hér í Japan, leikmennirnir voru fljótir að jafna sig eftir langt ferðalag og stemningin er góð í hópnum. Það er mikið lagt á leikmennina og þetta er prófraun fyrir þá og þeir geta sýnt úr hverju þeir eru gerðir," segir Lagerbäck en Ísland mun mæta Frakklandi og Svíþjóð í vináttuleikjum í maí og Ungverjum í júní áður en riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst með leik gegn Noregi á Laugardalsvelli í september. Margir vilja sanna sig„Æfingarnar hérna hafa verið góðar og það eru margir sem vilja sanna sig í þessum leik. Við fáum tækifæri til þess að skoða rúmlega 30 leikmenn í þessari vináttuleikjalotu gegn Japan og Svartfjallalandi. Ég hef sagt það að allir eigi möguleika og það verður spennandi að sjá hvernig menn svara kallinu. Það eru 36 leikmenn sem voru valdir í þessi tvö verkefni. Þar fyrir utan eru nokkrir leikmenn sem gátu ekki komið af ýmsum ástæðum. Hópurinn er því stór og það er undir hverjum og einum komið að sýna hvað í honum býr," sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Tengdar fréttir 22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990. 24. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Lars Lagerbäck stjórnar íslenska A-landsliðinu í fótbolta karla í fyrsta sinn í dag þegar Ísland mætir Japan í vináttulandsleik í Osaka. Leikurinn hefst kl. 10.20 og er hann í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sport. Sænski þjálfarinn fær tækifæri til þess að skoða á fjórða tug leikmanna á næstu dögum en markmiðin fyrir leikinn gegn Japan eru skýr. „Ég hef þær væntingar að við förum í leikinn til þess að vinna. Það er alltaf það mikilvægasta," sagði Lagerbäck í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Við náðum þremur æfingum í Reykjavík og tveimur æfingum hér í Osaka. Það er ekki langur tími en við stefnum að því að taka skref fram á við í varnar- og sóknarleik liðsins. Japanska liðið er sterkt og við verðum bara að bíða og sjá hver útkoman verður. Til þess að sjá hvar við stöndum og þróa okkar leik verðum við að takast á við erfiða andstæðinga," segir Lagerbäck. Reynslulítill hópur í JapanÍsland mætir Svartfjallalandi í vináttuleik strax á miðvikudaginn í næstu viku og þar mætir Ísland til leiks með alveg nýtt lið. Lagerbäck segir að það sé mikill hugur í leikmönnum og allir vilji sýna sig og sanna. Lið Íslands gegn Japan er ekki reynslumikið. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er leikjahæsti leikmaðurinn í liðinu að þessu sinni, með 22 leiki en þar á eftir kemur Gunnleifur Gunnleifsson markvörður með 21 leik. Þrír nýliðar eru í hópnum og aðeins sjö leikmenn í hópnum hafa leikið fleiri en tíu landsleiki. „Ég verð að hrósa leikmönnum liðsins fyrir þann áhuga og metnað sem þeir hafa sýnt að undanförnu. Allir leggja sig fram og metnaðurinn er mikill. Það hefur ekkert óvænt komið upp hér í Japan, leikmennirnir voru fljótir að jafna sig eftir langt ferðalag og stemningin er góð í hópnum. Það er mikið lagt á leikmennina og þetta er prófraun fyrir þá og þeir geta sýnt úr hverju þeir eru gerðir," segir Lagerbäck en Ísland mun mæta Frakklandi og Svíþjóð í vináttuleikjum í maí og Ungverjum í júní áður en riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst með leik gegn Noregi á Laugardalsvelli í september. Margir vilja sanna sig„Æfingarnar hérna hafa verið góðar og það eru margir sem vilja sanna sig í þessum leik. Við fáum tækifæri til þess að skoða rúmlega 30 leikmenn í þessari vináttuleikjalotu gegn Japan og Svartfjallalandi. Ég hef sagt það að allir eigi möguleika og það verður spennandi að sjá hvernig menn svara kallinu. Það eru 36 leikmenn sem voru valdir í þessi tvö verkefni. Þar fyrir utan eru nokkrir leikmenn sem gátu ekki komið af ýmsum ástæðum. Hópurinn er því stór og það er undir hverjum og einum komið að sýna hvað í honum býr," sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir 22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990. 24. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990. 24. febrúar 2012 06:00