Förum í leikinn til þess að vinna Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 24. febrúar 2012 07:00 Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari ræðir hér við japanska blaðamenn í Osaka í gær. Mynd/KSÍ/Ómar Smárason Lars Lagerbäck stjórnar íslenska A-landsliðinu í fótbolta karla í fyrsta sinn í dag þegar Ísland mætir Japan í vináttulandsleik í Osaka. Leikurinn hefst kl. 10.20 og er hann í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sport. Sænski þjálfarinn fær tækifæri til þess að skoða á fjórða tug leikmanna á næstu dögum en markmiðin fyrir leikinn gegn Japan eru skýr. „Ég hef þær væntingar að við förum í leikinn til þess að vinna. Það er alltaf það mikilvægasta," sagði Lagerbäck í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Við náðum þremur æfingum í Reykjavík og tveimur æfingum hér í Osaka. Það er ekki langur tími en við stefnum að því að taka skref fram á við í varnar- og sóknarleik liðsins. Japanska liðið er sterkt og við verðum bara að bíða og sjá hver útkoman verður. Til þess að sjá hvar við stöndum og þróa okkar leik verðum við að takast á við erfiða andstæðinga," segir Lagerbäck. Reynslulítill hópur í JapanÍsland mætir Svartfjallalandi í vináttuleik strax á miðvikudaginn í næstu viku og þar mætir Ísland til leiks með alveg nýtt lið. Lagerbäck segir að það sé mikill hugur í leikmönnum og allir vilji sýna sig og sanna. Lið Íslands gegn Japan er ekki reynslumikið. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er leikjahæsti leikmaðurinn í liðinu að þessu sinni, með 22 leiki en þar á eftir kemur Gunnleifur Gunnleifsson markvörður með 21 leik. Þrír nýliðar eru í hópnum og aðeins sjö leikmenn í hópnum hafa leikið fleiri en tíu landsleiki. „Ég verð að hrósa leikmönnum liðsins fyrir þann áhuga og metnað sem þeir hafa sýnt að undanförnu. Allir leggja sig fram og metnaðurinn er mikill. Það hefur ekkert óvænt komið upp hér í Japan, leikmennirnir voru fljótir að jafna sig eftir langt ferðalag og stemningin er góð í hópnum. Það er mikið lagt á leikmennina og þetta er prófraun fyrir þá og þeir geta sýnt úr hverju þeir eru gerðir," segir Lagerbäck en Ísland mun mæta Frakklandi og Svíþjóð í vináttuleikjum í maí og Ungverjum í júní áður en riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst með leik gegn Noregi á Laugardalsvelli í september. Margir vilja sanna sig„Æfingarnar hérna hafa verið góðar og það eru margir sem vilja sanna sig í þessum leik. Við fáum tækifæri til þess að skoða rúmlega 30 leikmenn í þessari vináttuleikjalotu gegn Japan og Svartfjallalandi. Ég hef sagt það að allir eigi möguleika og það verður spennandi að sjá hvernig menn svara kallinu. Það eru 36 leikmenn sem voru valdir í þessi tvö verkefni. Þar fyrir utan eru nokkrir leikmenn sem gátu ekki komið af ýmsum ástæðum. Hópurinn er því stór og það er undir hverjum og einum komið að sýna hvað í honum býr," sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Tengdar fréttir 22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990. 24. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Sjá meira
Lars Lagerbäck stjórnar íslenska A-landsliðinu í fótbolta karla í fyrsta sinn í dag þegar Ísland mætir Japan í vináttulandsleik í Osaka. Leikurinn hefst kl. 10.20 og er hann í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sport. Sænski þjálfarinn fær tækifæri til þess að skoða á fjórða tug leikmanna á næstu dögum en markmiðin fyrir leikinn gegn Japan eru skýr. „Ég hef þær væntingar að við förum í leikinn til þess að vinna. Það er alltaf það mikilvægasta," sagði Lagerbäck í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Við náðum þremur æfingum í Reykjavík og tveimur æfingum hér í Osaka. Það er ekki langur tími en við stefnum að því að taka skref fram á við í varnar- og sóknarleik liðsins. Japanska liðið er sterkt og við verðum bara að bíða og sjá hver útkoman verður. Til þess að sjá hvar við stöndum og þróa okkar leik verðum við að takast á við erfiða andstæðinga," segir Lagerbäck. Reynslulítill hópur í JapanÍsland mætir Svartfjallalandi í vináttuleik strax á miðvikudaginn í næstu viku og þar mætir Ísland til leiks með alveg nýtt lið. Lagerbäck segir að það sé mikill hugur í leikmönnum og allir vilji sýna sig og sanna. Lið Íslands gegn Japan er ekki reynslumikið. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er leikjahæsti leikmaðurinn í liðinu að þessu sinni, með 22 leiki en þar á eftir kemur Gunnleifur Gunnleifsson markvörður með 21 leik. Þrír nýliðar eru í hópnum og aðeins sjö leikmenn í hópnum hafa leikið fleiri en tíu landsleiki. „Ég verð að hrósa leikmönnum liðsins fyrir þann áhuga og metnað sem þeir hafa sýnt að undanförnu. Allir leggja sig fram og metnaðurinn er mikill. Það hefur ekkert óvænt komið upp hér í Japan, leikmennirnir voru fljótir að jafna sig eftir langt ferðalag og stemningin er góð í hópnum. Það er mikið lagt á leikmennina og þetta er prófraun fyrir þá og þeir geta sýnt úr hverju þeir eru gerðir," segir Lagerbäck en Ísland mun mæta Frakklandi og Svíþjóð í vináttuleikjum í maí og Ungverjum í júní áður en riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst með leik gegn Noregi á Laugardalsvelli í september. Margir vilja sanna sig„Æfingarnar hérna hafa verið góðar og það eru margir sem vilja sanna sig í þessum leik. Við fáum tækifæri til þess að skoða rúmlega 30 leikmenn í þessari vináttuleikjalotu gegn Japan og Svartfjallalandi. Ég hef sagt það að allir eigi möguleika og það verður spennandi að sjá hvernig menn svara kallinu. Það eru 36 leikmenn sem voru valdir í þessi tvö verkefni. Þar fyrir utan eru nokkrir leikmenn sem gátu ekki komið af ýmsum ástæðum. Hópurinn er því stór og það er undir hverjum og einum komið að sýna hvað í honum býr," sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir 22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990. 24. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Sjá meira
22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990. 24. febrúar 2012 06:00