Förum í leikinn til þess að vinna Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 24. febrúar 2012 07:00 Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari ræðir hér við japanska blaðamenn í Osaka í gær. Mynd/KSÍ/Ómar Smárason Lars Lagerbäck stjórnar íslenska A-landsliðinu í fótbolta karla í fyrsta sinn í dag þegar Ísland mætir Japan í vináttulandsleik í Osaka. Leikurinn hefst kl. 10.20 og er hann í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sport. Sænski þjálfarinn fær tækifæri til þess að skoða á fjórða tug leikmanna á næstu dögum en markmiðin fyrir leikinn gegn Japan eru skýr. „Ég hef þær væntingar að við förum í leikinn til þess að vinna. Það er alltaf það mikilvægasta," sagði Lagerbäck í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Við náðum þremur æfingum í Reykjavík og tveimur æfingum hér í Osaka. Það er ekki langur tími en við stefnum að því að taka skref fram á við í varnar- og sóknarleik liðsins. Japanska liðið er sterkt og við verðum bara að bíða og sjá hver útkoman verður. Til þess að sjá hvar við stöndum og þróa okkar leik verðum við að takast á við erfiða andstæðinga," segir Lagerbäck. Reynslulítill hópur í JapanÍsland mætir Svartfjallalandi í vináttuleik strax á miðvikudaginn í næstu viku og þar mætir Ísland til leiks með alveg nýtt lið. Lagerbäck segir að það sé mikill hugur í leikmönnum og allir vilji sýna sig og sanna. Lið Íslands gegn Japan er ekki reynslumikið. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er leikjahæsti leikmaðurinn í liðinu að þessu sinni, með 22 leiki en þar á eftir kemur Gunnleifur Gunnleifsson markvörður með 21 leik. Þrír nýliðar eru í hópnum og aðeins sjö leikmenn í hópnum hafa leikið fleiri en tíu landsleiki. „Ég verð að hrósa leikmönnum liðsins fyrir þann áhuga og metnað sem þeir hafa sýnt að undanförnu. Allir leggja sig fram og metnaðurinn er mikill. Það hefur ekkert óvænt komið upp hér í Japan, leikmennirnir voru fljótir að jafna sig eftir langt ferðalag og stemningin er góð í hópnum. Það er mikið lagt á leikmennina og þetta er prófraun fyrir þá og þeir geta sýnt úr hverju þeir eru gerðir," segir Lagerbäck en Ísland mun mæta Frakklandi og Svíþjóð í vináttuleikjum í maí og Ungverjum í júní áður en riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst með leik gegn Noregi á Laugardalsvelli í september. Margir vilja sanna sig„Æfingarnar hérna hafa verið góðar og það eru margir sem vilja sanna sig í þessum leik. Við fáum tækifæri til þess að skoða rúmlega 30 leikmenn í þessari vináttuleikjalotu gegn Japan og Svartfjallalandi. Ég hef sagt það að allir eigi möguleika og það verður spennandi að sjá hvernig menn svara kallinu. Það eru 36 leikmenn sem voru valdir í þessi tvö verkefni. Þar fyrir utan eru nokkrir leikmenn sem gátu ekki komið af ýmsum ástæðum. Hópurinn er því stór og það er undir hverjum og einum komið að sýna hvað í honum býr," sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Tengdar fréttir 22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990. 24. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Lars Lagerbäck stjórnar íslenska A-landsliðinu í fótbolta karla í fyrsta sinn í dag þegar Ísland mætir Japan í vináttulandsleik í Osaka. Leikurinn hefst kl. 10.20 og er hann í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sport. Sænski þjálfarinn fær tækifæri til þess að skoða á fjórða tug leikmanna á næstu dögum en markmiðin fyrir leikinn gegn Japan eru skýr. „Ég hef þær væntingar að við förum í leikinn til þess að vinna. Það er alltaf það mikilvægasta," sagði Lagerbäck í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Við náðum þremur æfingum í Reykjavík og tveimur æfingum hér í Osaka. Það er ekki langur tími en við stefnum að því að taka skref fram á við í varnar- og sóknarleik liðsins. Japanska liðið er sterkt og við verðum bara að bíða og sjá hver útkoman verður. Til þess að sjá hvar við stöndum og þróa okkar leik verðum við að takast á við erfiða andstæðinga," segir Lagerbäck. Reynslulítill hópur í JapanÍsland mætir Svartfjallalandi í vináttuleik strax á miðvikudaginn í næstu viku og þar mætir Ísland til leiks með alveg nýtt lið. Lagerbäck segir að það sé mikill hugur í leikmönnum og allir vilji sýna sig og sanna. Lið Íslands gegn Japan er ekki reynslumikið. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er leikjahæsti leikmaðurinn í liðinu að þessu sinni, með 22 leiki en þar á eftir kemur Gunnleifur Gunnleifsson markvörður með 21 leik. Þrír nýliðar eru í hópnum og aðeins sjö leikmenn í hópnum hafa leikið fleiri en tíu landsleiki. „Ég verð að hrósa leikmönnum liðsins fyrir þann áhuga og metnað sem þeir hafa sýnt að undanförnu. Allir leggja sig fram og metnaðurinn er mikill. Það hefur ekkert óvænt komið upp hér í Japan, leikmennirnir voru fljótir að jafna sig eftir langt ferðalag og stemningin er góð í hópnum. Það er mikið lagt á leikmennina og þetta er prófraun fyrir þá og þeir geta sýnt úr hverju þeir eru gerðir," segir Lagerbäck en Ísland mun mæta Frakklandi og Svíþjóð í vináttuleikjum í maí og Ungverjum í júní áður en riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst með leik gegn Noregi á Laugardalsvelli í september. Margir vilja sanna sig„Æfingarnar hérna hafa verið góðar og það eru margir sem vilja sanna sig í þessum leik. Við fáum tækifæri til þess að skoða rúmlega 30 leikmenn í þessari vináttuleikjalotu gegn Japan og Svartfjallalandi. Ég hef sagt það að allir eigi möguleika og það verður spennandi að sjá hvernig menn svara kallinu. Það eru 36 leikmenn sem voru valdir í þessi tvö verkefni. Þar fyrir utan eru nokkrir leikmenn sem gátu ekki komið af ýmsum ástæðum. Hópurinn er því stór og það er undir hverjum og einum komið að sýna hvað í honum býr," sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir 22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990. 24. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990. 24. febrúar 2012 06:00