The Artist talin sigurstranglegust 23. febrúar 2012 10:00 Kvikmyndin The Artist er talin sigurstranglegust á Óskarsverðlaunahátíðinni, sem haldin verður í 84. skipti næstkomandi sunnudag í Kodak Theatre í Hollywood. The Artist hefur verið að raka inn verðlaunum að undanförnu. Hún kom, sá og sigraði á Golden Globe-hátíðinni fyrr í mánuðinum og þykir líkleg til sigurs í flestum þeirra tíu flokka sem hún er tilnefnd í. Myndin er þó ekki með flestar tilnefningar, því nýjasta mynd Martins Scorsese, Hugo, er tilnefnd í ellefu flokkum. Myndirnar The Help, Moneyball og War Horse fengu sex tilnefningar og The Descendants er með fimm. Mikill fjöldi tilnefninga þarf þó ekki endilega að skila sér í styttu, því skemmst er að minnast Óskarsverðlaunahátíðarinnar í fyrra, þar sem True Grit var tilnefnd til tíu verðlauna en hlaut engin. Það er mjög áhugavert að myndirnar tvær sem fara inn í hátíðina með flestar tilnefningar eru báðar eins konar ástarbréf til „gömlu Hollywood". The Artist er öll í svarthvítu, hún er næstum alveg þögul og í henni eru engir þekktir leikarar. Þetta er í fyrsta skipti í næstum áttatíu ár sem svarthvít mynd þykir líklegust til að taka heim Óskarinn fyrir bestu myndina, og fari svo verður það aðeins í annað skipti í sögu verðlaunanna sem þögul mynd stendur uppi sem sigurvegari en þögla myndin Wings vann þau verðlaun á fyrstu Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1929. Jean Dujardin hlaut Golden Globe-verðlaunin 2012 sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í The Artist, og þykir líklegur til að leika þann leik eftir á sunnudagskvöldið. Sömu sögu er að segja um Meryl Streep sem þykir sigurstrangleg fyrir túlkun sína á Margaret Thatcher í myndinni The Iron Lady. Streep hefur áður unnið til verðlaunanna tvisvar sinnum, árin 1979 og 1982 en hún á metið yfir flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir leik, með alls 17 tilnefningar. Næst á eftir henni koma þau Katharine Hepburn og Jack Nicholson með tólf. Gamli sjarmörinn Christopher Plummer er tilnefndur sem besti aukaleikarinn fyrir leik sinn í myndinni Beginners, og fari svo að hann hljóti Óskarinn verður hann elsti verðlaunahafinn í sögu hátíðarinnar. Jafnaldri hans, Max von Sydow, er einnig tilnefndur sem besti aukaleikarinn og á því líka möguleika á að vera elsti verðlaunahafinn. Jessica Tandy á nú metið, en hún var áttræð þegar hún hlaut Óskarinn fyrir leik sinn í myndinni Driving Miss Daisy. Leikarinn Billy Crystal mun kynna hátíðina í níunda skipti, en aðeins Bob Hope hefur gert það oftar eða 19 sinnum. Crystal hefur hingað til þótt standa sig mjög vel í hlutverkinu og jafnvel verið nefndur einn besti kynnir í sögu hátíðarinnar sem verður send út beint til 225 landa út um allan heim. tinnaros@frettabladid.is Golden Globes Lífið Tengdar fréttir Ákærður fyrir henda flösku í lögreglubíl „Sé ég eftir þessu? Já, ætli það ekki. Veskið mitt sér líka eftir þessu,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, sem hefur verið ákærður fyrir að henda glerflösku í lögreglubíl. 23. febrúar 2012 08:00 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira
Kvikmyndin The Artist er talin sigurstranglegust á Óskarsverðlaunahátíðinni, sem haldin verður í 84. skipti næstkomandi sunnudag í Kodak Theatre í Hollywood. The Artist hefur verið að raka inn verðlaunum að undanförnu. Hún kom, sá og sigraði á Golden Globe-hátíðinni fyrr í mánuðinum og þykir líkleg til sigurs í flestum þeirra tíu flokka sem hún er tilnefnd í. Myndin er þó ekki með flestar tilnefningar, því nýjasta mynd Martins Scorsese, Hugo, er tilnefnd í ellefu flokkum. Myndirnar The Help, Moneyball og War Horse fengu sex tilnefningar og The Descendants er með fimm. Mikill fjöldi tilnefninga þarf þó ekki endilega að skila sér í styttu, því skemmst er að minnast Óskarsverðlaunahátíðarinnar í fyrra, þar sem True Grit var tilnefnd til tíu verðlauna en hlaut engin. Það er mjög áhugavert að myndirnar tvær sem fara inn í hátíðina með flestar tilnefningar eru báðar eins konar ástarbréf til „gömlu Hollywood". The Artist er öll í svarthvítu, hún er næstum alveg þögul og í henni eru engir þekktir leikarar. Þetta er í fyrsta skipti í næstum áttatíu ár sem svarthvít mynd þykir líklegust til að taka heim Óskarinn fyrir bestu myndina, og fari svo verður það aðeins í annað skipti í sögu verðlaunanna sem þögul mynd stendur uppi sem sigurvegari en þögla myndin Wings vann þau verðlaun á fyrstu Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1929. Jean Dujardin hlaut Golden Globe-verðlaunin 2012 sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í The Artist, og þykir líklegur til að leika þann leik eftir á sunnudagskvöldið. Sömu sögu er að segja um Meryl Streep sem þykir sigurstrangleg fyrir túlkun sína á Margaret Thatcher í myndinni The Iron Lady. Streep hefur áður unnið til verðlaunanna tvisvar sinnum, árin 1979 og 1982 en hún á metið yfir flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir leik, með alls 17 tilnefningar. Næst á eftir henni koma þau Katharine Hepburn og Jack Nicholson með tólf. Gamli sjarmörinn Christopher Plummer er tilnefndur sem besti aukaleikarinn fyrir leik sinn í myndinni Beginners, og fari svo að hann hljóti Óskarinn verður hann elsti verðlaunahafinn í sögu hátíðarinnar. Jafnaldri hans, Max von Sydow, er einnig tilnefndur sem besti aukaleikarinn og á því líka möguleika á að vera elsti verðlaunahafinn. Jessica Tandy á nú metið, en hún var áttræð þegar hún hlaut Óskarinn fyrir leik sinn í myndinni Driving Miss Daisy. Leikarinn Billy Crystal mun kynna hátíðina í níunda skipti, en aðeins Bob Hope hefur gert það oftar eða 19 sinnum. Crystal hefur hingað til þótt standa sig mjög vel í hlutverkinu og jafnvel verið nefndur einn besti kynnir í sögu hátíðarinnar sem verður send út beint til 225 landa út um allan heim. tinnaros@frettabladid.is
Golden Globes Lífið Tengdar fréttir Ákærður fyrir henda flösku í lögreglubíl „Sé ég eftir þessu? Já, ætli það ekki. Veskið mitt sér líka eftir þessu,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, sem hefur verið ákærður fyrir að henda glerflösku í lögreglubíl. 23. febrúar 2012 08:00 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira
Ákærður fyrir henda flösku í lögreglubíl „Sé ég eftir þessu? Já, ætli það ekki. Veskið mitt sér líka eftir þessu,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, sem hefur verið ákærður fyrir að henda glerflösku í lögreglubíl. 23. febrúar 2012 08:00