The Artist talin sigurstranglegust 23. febrúar 2012 10:00 Kvikmyndin The Artist er talin sigurstranglegust á Óskarsverðlaunahátíðinni, sem haldin verður í 84. skipti næstkomandi sunnudag í Kodak Theatre í Hollywood. The Artist hefur verið að raka inn verðlaunum að undanförnu. Hún kom, sá og sigraði á Golden Globe-hátíðinni fyrr í mánuðinum og þykir líkleg til sigurs í flestum þeirra tíu flokka sem hún er tilnefnd í. Myndin er þó ekki með flestar tilnefningar, því nýjasta mynd Martins Scorsese, Hugo, er tilnefnd í ellefu flokkum. Myndirnar The Help, Moneyball og War Horse fengu sex tilnefningar og The Descendants er með fimm. Mikill fjöldi tilnefninga þarf þó ekki endilega að skila sér í styttu, því skemmst er að minnast Óskarsverðlaunahátíðarinnar í fyrra, þar sem True Grit var tilnefnd til tíu verðlauna en hlaut engin. Það er mjög áhugavert að myndirnar tvær sem fara inn í hátíðina með flestar tilnefningar eru báðar eins konar ástarbréf til „gömlu Hollywood". The Artist er öll í svarthvítu, hún er næstum alveg þögul og í henni eru engir þekktir leikarar. Þetta er í fyrsta skipti í næstum áttatíu ár sem svarthvít mynd þykir líklegust til að taka heim Óskarinn fyrir bestu myndina, og fari svo verður það aðeins í annað skipti í sögu verðlaunanna sem þögul mynd stendur uppi sem sigurvegari en þögla myndin Wings vann þau verðlaun á fyrstu Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1929. Jean Dujardin hlaut Golden Globe-verðlaunin 2012 sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í The Artist, og þykir líklegur til að leika þann leik eftir á sunnudagskvöldið. Sömu sögu er að segja um Meryl Streep sem þykir sigurstrangleg fyrir túlkun sína á Margaret Thatcher í myndinni The Iron Lady. Streep hefur áður unnið til verðlaunanna tvisvar sinnum, árin 1979 og 1982 en hún á metið yfir flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir leik, með alls 17 tilnefningar. Næst á eftir henni koma þau Katharine Hepburn og Jack Nicholson með tólf. Gamli sjarmörinn Christopher Plummer er tilnefndur sem besti aukaleikarinn fyrir leik sinn í myndinni Beginners, og fari svo að hann hljóti Óskarinn verður hann elsti verðlaunahafinn í sögu hátíðarinnar. Jafnaldri hans, Max von Sydow, er einnig tilnefndur sem besti aukaleikarinn og á því líka möguleika á að vera elsti verðlaunahafinn. Jessica Tandy á nú metið, en hún var áttræð þegar hún hlaut Óskarinn fyrir leik sinn í myndinni Driving Miss Daisy. Leikarinn Billy Crystal mun kynna hátíðina í níunda skipti, en aðeins Bob Hope hefur gert það oftar eða 19 sinnum. Crystal hefur hingað til þótt standa sig mjög vel í hlutverkinu og jafnvel verið nefndur einn besti kynnir í sögu hátíðarinnar sem verður send út beint til 225 landa út um allan heim. tinnaros@frettabladid.is Golden Globes Lífið Tengdar fréttir Ákærður fyrir henda flösku í lögreglubíl „Sé ég eftir þessu? Já, ætli það ekki. Veskið mitt sér líka eftir þessu,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, sem hefur verið ákærður fyrir að henda glerflösku í lögreglubíl. 23. febrúar 2012 08:00 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira
Kvikmyndin The Artist er talin sigurstranglegust á Óskarsverðlaunahátíðinni, sem haldin verður í 84. skipti næstkomandi sunnudag í Kodak Theatre í Hollywood. The Artist hefur verið að raka inn verðlaunum að undanförnu. Hún kom, sá og sigraði á Golden Globe-hátíðinni fyrr í mánuðinum og þykir líkleg til sigurs í flestum þeirra tíu flokka sem hún er tilnefnd í. Myndin er þó ekki með flestar tilnefningar, því nýjasta mynd Martins Scorsese, Hugo, er tilnefnd í ellefu flokkum. Myndirnar The Help, Moneyball og War Horse fengu sex tilnefningar og The Descendants er með fimm. Mikill fjöldi tilnefninga þarf þó ekki endilega að skila sér í styttu, því skemmst er að minnast Óskarsverðlaunahátíðarinnar í fyrra, þar sem True Grit var tilnefnd til tíu verðlauna en hlaut engin. Það er mjög áhugavert að myndirnar tvær sem fara inn í hátíðina með flestar tilnefningar eru báðar eins konar ástarbréf til „gömlu Hollywood". The Artist er öll í svarthvítu, hún er næstum alveg þögul og í henni eru engir þekktir leikarar. Þetta er í fyrsta skipti í næstum áttatíu ár sem svarthvít mynd þykir líklegust til að taka heim Óskarinn fyrir bestu myndina, og fari svo verður það aðeins í annað skipti í sögu verðlaunanna sem þögul mynd stendur uppi sem sigurvegari en þögla myndin Wings vann þau verðlaun á fyrstu Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1929. Jean Dujardin hlaut Golden Globe-verðlaunin 2012 sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í The Artist, og þykir líklegur til að leika þann leik eftir á sunnudagskvöldið. Sömu sögu er að segja um Meryl Streep sem þykir sigurstrangleg fyrir túlkun sína á Margaret Thatcher í myndinni The Iron Lady. Streep hefur áður unnið til verðlaunanna tvisvar sinnum, árin 1979 og 1982 en hún á metið yfir flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir leik, með alls 17 tilnefningar. Næst á eftir henni koma þau Katharine Hepburn og Jack Nicholson með tólf. Gamli sjarmörinn Christopher Plummer er tilnefndur sem besti aukaleikarinn fyrir leik sinn í myndinni Beginners, og fari svo að hann hljóti Óskarinn verður hann elsti verðlaunahafinn í sögu hátíðarinnar. Jafnaldri hans, Max von Sydow, er einnig tilnefndur sem besti aukaleikarinn og á því líka möguleika á að vera elsti verðlaunahafinn. Jessica Tandy á nú metið, en hún var áttræð þegar hún hlaut Óskarinn fyrir leik sinn í myndinni Driving Miss Daisy. Leikarinn Billy Crystal mun kynna hátíðina í níunda skipti, en aðeins Bob Hope hefur gert það oftar eða 19 sinnum. Crystal hefur hingað til þótt standa sig mjög vel í hlutverkinu og jafnvel verið nefndur einn besti kynnir í sögu hátíðarinnar sem verður send út beint til 225 landa út um allan heim. tinnaros@frettabladid.is
Golden Globes Lífið Tengdar fréttir Ákærður fyrir henda flösku í lögreglubíl „Sé ég eftir þessu? Já, ætli það ekki. Veskið mitt sér líka eftir þessu,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, sem hefur verið ákærður fyrir að henda glerflösku í lögreglubíl. 23. febrúar 2012 08:00 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira
Ákærður fyrir henda flösku í lögreglubíl „Sé ég eftir þessu? Já, ætli það ekki. Veskið mitt sér líka eftir þessu,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, sem hefur verið ákærður fyrir að henda glerflösku í lögreglubíl. 23. febrúar 2012 08:00