Missti vinnuna og bjó í bílnum 23. febrúar 2012 01:00 Bíllinn Bíll mannsins fannst á þessum fáfarna vegi fyrir helgi, en vegurinn er aðeins ruddur nokkrum sinnum á ári. nordicphotos/afp Sænskur maður, sem fannst í bíl sínum á föstudag eftir að hafa verið fastur í tvo mánuði, hafði búið í bílnum frá því um mitt síðasta ár. Þetta segja sænskir fjölmiðlar. Maðurinn heitir Peter Skyllberg og er 44 ára gamall. Honum var bjargað úr bílnum, sem hafði snjóað inni á fáförnum vegi. Skyllberg segist ekki hafa borðað síðan 19. desember, þegar bíllinn festist. Hann segist hafa lifað á snjó, en hann er mjög máttfarinn og hefur lítið getað tjáð sig við lögreglu. Verslunareigandi í nágrenni við staðinn þar sem maðurinn fannst hefur sagt við fjölmiðla að maðurinn hafi vanið komur sínar þangað í byrjun sumars. Hann hafi sagst búa í skóginum og sofa ýmist í tjaldi eða í bílnum. Hann hafi misst vinnuna sem smiður í Örebro. Aftonbladet hefur einnig eftir ónafngreindum manni sem þekkir Skyllberg að hann hafi verið skuldum vafinn og lánardrottnar verið á eftir honum. Hann hafi því látið sig hverfa í maí og ekki látið heyra í sér síðan. Efasemdir hafa vaknað um að maðurinn hafi í raun lifað í 60 daga án matar. Prófessor í næringarfræði við Uppsalaháskóla segir að ólíklegt sé að fólk geti lifað svona lengi án matar, en mögulegt sé að kuldinn hafi hjálpað til. Frostið náði allt að 30 gráðum.- þeb Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Sænskur maður, sem fannst í bíl sínum á föstudag eftir að hafa verið fastur í tvo mánuði, hafði búið í bílnum frá því um mitt síðasta ár. Þetta segja sænskir fjölmiðlar. Maðurinn heitir Peter Skyllberg og er 44 ára gamall. Honum var bjargað úr bílnum, sem hafði snjóað inni á fáförnum vegi. Skyllberg segist ekki hafa borðað síðan 19. desember, þegar bíllinn festist. Hann segist hafa lifað á snjó, en hann er mjög máttfarinn og hefur lítið getað tjáð sig við lögreglu. Verslunareigandi í nágrenni við staðinn þar sem maðurinn fannst hefur sagt við fjölmiðla að maðurinn hafi vanið komur sínar þangað í byrjun sumars. Hann hafi sagst búa í skóginum og sofa ýmist í tjaldi eða í bílnum. Hann hafi misst vinnuna sem smiður í Örebro. Aftonbladet hefur einnig eftir ónafngreindum manni sem þekkir Skyllberg að hann hafi verið skuldum vafinn og lánardrottnar verið á eftir honum. Hann hafi því látið sig hverfa í maí og ekki látið heyra í sér síðan. Efasemdir hafa vaknað um að maðurinn hafi í raun lifað í 60 daga án matar. Prófessor í næringarfræði við Uppsalaháskóla segir að ólíklegt sé að fólk geti lifað svona lengi án matar, en mögulegt sé að kuldinn hafi hjálpað til. Frostið náði allt að 30 gráðum.- þeb
Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira