Þjónustumiðstöð á nýjum gatnamótum 23. febrúar 2012 04:30 Stórhuga áætlanir Auk þjónustu við bifreiðaeigendur er gert ráð fyrir að í Miðju Suðurlands verði meðal annars þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn, matvöruverslanir, sérvöruverslanir, veitingastaðir og kaffihús, auk svæðis fyrir margs konar afþreyingu fyrir ferðamenn. Mynd/Gatnamót ehf. Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir sex hektara lóð undir nýja verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á Suðurlandi. Miðstöðin kallast Miðja Suðurlands og á að rísa við fyrirhuguð gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar þegar hringvegurinn verður fluttur norðaustur fyrir Selfoss. Fullbyggð á verslunar- og þjónustumiðstöðin að vera 14 til 18 þúsund fermetrar. Í fyrsta hluta byggingarinnar er gert ráð fyrir að reisa fjölorkustöð sem býður jafnt upp á hefðbundið eldsneyti sem og þjónustu við farartæki knúin nýjum orkugjöfum á borð við metan og rafmagn. Þá á sérstaklega að huga að þjónustu við húsbíla og fellihýsi. Að byggingu Miðju Suðurlands stendur fyrirtækið Gatnamót ehf. Í forathugunum þess kemur fram að alls fari daglega 9.000 bílar um þennan kafla Suðurlandsvegar. Þá telji íbúafjöldi svæðisins 50.000 manns ef talin er með sumarhúsabyggð á sumrin. Að sögn Árna Blöndals, eins forsvarsmanna Gatnamóta, er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við fyrsta tækifæri. „Við gerðum samstarfssamning við Sveitarfélagið Árborg í janúar og fengum þá vilyrði fyrir þeirri lóð sem við hyggjumst nýta undir starfsemina," segir hann og kveður bæði minnihluta og meirihluta í stjórn sveitarfélagins áfram um að sjá verkefnið verða að veruleika. Árni segir að búa eigi til „hlýlegt og notalegt umhverfi", en staðsetja eigi stórverslanir í báðum endum byggingarinnar. Öðrum megin er gert ráð fyrir lágvöruverðsverslun og hinum megin byggingavöruverslun. Í samgönguáætlun 2011-2022 er gert ráð fyrir nýjum vegi norðaustan Selfoss með nýrri brú á Ölfusá á árunum 2019 til 2022. Á árunum 2015 til 2018 stendur hins vegar til að tvöfalda og endurnýja veginn milli Hveragerðis og Selfoss. Samkvæmt áætluninni gætu nýlegar upplýsingar um takmarkað burðarþol Ölfusárbrúar við Selfoss þó orðið til að breyta forgangsröðun. „Því er settur sá fyrirvari að unnt verði að víxla framkvæmdum á Suðurlandsvegi í áætlun þessari," segir þar. Árni kveðst hins vegar vongóður um að hægt verði að hefja framvæmdir við Miðju Suðurlands innan fárra ára, en það ráðist svolítið af ákvörðunum á sviði stjórnmálanna. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir sex hektara lóð undir nýja verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á Suðurlandi. Miðstöðin kallast Miðja Suðurlands og á að rísa við fyrirhuguð gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar þegar hringvegurinn verður fluttur norðaustur fyrir Selfoss. Fullbyggð á verslunar- og þjónustumiðstöðin að vera 14 til 18 þúsund fermetrar. Í fyrsta hluta byggingarinnar er gert ráð fyrir að reisa fjölorkustöð sem býður jafnt upp á hefðbundið eldsneyti sem og þjónustu við farartæki knúin nýjum orkugjöfum á borð við metan og rafmagn. Þá á sérstaklega að huga að þjónustu við húsbíla og fellihýsi. Að byggingu Miðju Suðurlands stendur fyrirtækið Gatnamót ehf. Í forathugunum þess kemur fram að alls fari daglega 9.000 bílar um þennan kafla Suðurlandsvegar. Þá telji íbúafjöldi svæðisins 50.000 manns ef talin er með sumarhúsabyggð á sumrin. Að sögn Árna Blöndals, eins forsvarsmanna Gatnamóta, er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við fyrsta tækifæri. „Við gerðum samstarfssamning við Sveitarfélagið Árborg í janúar og fengum þá vilyrði fyrir þeirri lóð sem við hyggjumst nýta undir starfsemina," segir hann og kveður bæði minnihluta og meirihluta í stjórn sveitarfélagins áfram um að sjá verkefnið verða að veruleika. Árni segir að búa eigi til „hlýlegt og notalegt umhverfi", en staðsetja eigi stórverslanir í báðum endum byggingarinnar. Öðrum megin er gert ráð fyrir lágvöruverðsverslun og hinum megin byggingavöruverslun. Í samgönguáætlun 2011-2022 er gert ráð fyrir nýjum vegi norðaustan Selfoss með nýrri brú á Ölfusá á árunum 2019 til 2022. Á árunum 2015 til 2018 stendur hins vegar til að tvöfalda og endurnýja veginn milli Hveragerðis og Selfoss. Samkvæmt áætluninni gætu nýlegar upplýsingar um takmarkað burðarþol Ölfusárbrúar við Selfoss þó orðið til að breyta forgangsröðun. „Því er settur sá fyrirvari að unnt verði að víxla framkvæmdum á Suðurlandsvegi í áætlun þessari," segir þar. Árni kveðst hins vegar vongóður um að hægt verði að hefja framvæmdir við Miðju Suðurlands innan fárra ára, en það ráðist svolítið af ákvörðunum á sviði stjórnmálanna. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira