Íslenski boltinn

Óvíst hver verði fyrirliði Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lars Lagerbäck stýrir íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á morgun.
Lars Lagerbäck stýrir íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á morgun. Fréttablaðið/Vilhelm
Íslenska landsliðið í knattspyrnu er komið til Japans og æfði í Osaka í gær. Liðin mætast í fyrramálið kl. 10.20 að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Leikurinn er sá fyrsti sem Ísland leikur undir stjórn Lars Lagerbäck en liðið mætir svo Svartfjallalandi í æfingaleik á föstudaginn. Enginn leikmanna Íslands sem er í Japan mun spila þann leik og fær því Lagerbäck tækifæri til að sjá marga leikmenn spila.

„Allir leikmennirnir í þessum hópum eiga jafnan möguleika í framtíðinni," sagði Lagerbäck í viðtali á heimasíðu KSÍ. „Bæði liðin sem við erum að fara að spila við eru mjög sterk og er það gott. Þá sér maður best úr hverju leikmenn eru gerðir."

Lagerbäck hefur ekki ákveðið hvaða leikmaður verði fyrirliði Íslands í leiknum. „Fyrirliði verður að njóta virðingar í leikmannahópnum og vera leiðtogi bæði innan vallar sem utan," sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×