Flýgur frá Hollywood til að taka upp nokkrar setningar 22. febrúar 2012 13:15 Þorvaldi Davíð Kristjánssynivar flogið heim frá Los Angeles í snatri til að laga nokkrar setningar í myndinni Svartur á leik en það styttist óðum í frumsýninguna 2 mars. „Þetta er án efa lengsta ferðalag sem ég hef lagt í fyrir jafn litla vinnu," segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem er nýkominn til landsins til að taka upp nokkrar setningar í myndinni Svartur á leik. Þorvaldur leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni en það vantaði að laga nokkrar setningar sem Þorvaldur fer með fyrir frumsýningu myndarinnar hérlendis 2. mars. Þorvaldi var því óvænt flogið heim í snatri til að taka upp þessa hljóðbúta en hann er búsettur í Los Angeles ásamt unnustu sinni Hrafntinnu Karlsdóttur. Þorvaldur kom á mánudagsmorguninn og var sérstaklega glaður yfir að geta verið viðstaddur frumsýninguna. „Þetta er mjög lítið sem vantaði og ég klára að taka það upp í dag eða á morgun. Þetta er spurning um nokkrar setningar en fyrst þeir flugu mér heim gat ég ekki staðist það að vera framyfir frumsýninguna," segir Þorvaldur en myndin hefur þegar verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Rotterdam og Berlín þar sem hún hefur fengið góðar viðtökur. „Hljóðið var klárað í flýti rétt fyrir heimsfrumsýninguna í Rotterdam og þetta var spurning um að fínpússa nokkra hluti." Þorvaldur er spenntur fyrir frumsýningunni hérlendis og óhætt er að segja að landinn sé það líka. Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun vikunnar er bók Stefáns Mána, sem myndin er byggð á, kominn á topp kiljulista Forlagsins. Það er Óskar Þór Axelsson sem leikstýrir og Jóhannes Haukur Jóhannesson, María Birta og Damon Younger eru á meðal þeirra sem fara með önnur hlutverk í myndinni. „Ég er mjög spenntur að fá viðbrögðin. Myndin er gróf og lýsir undirheiminum á Íslandi vel," segir Þorvaldur og bætir við að hann sé sáttur með útkomuna. Þorvaldur nær þó ekki að staldra lengi við á Íslandi en hann heldur aftur til Los Angeles daginn eftir frumsýninguna. Þar reynir hann fyrir sér í borg englana en hann útskrifaðist frá leikaranámi Julliard skólans síðastliðið vor. „Ég er að fara á fundi og get vonandi tekið myndina með mér út til að sýna hana. Maður þarf að fylgja þessu eftir," segir hann. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira
„Þetta er án efa lengsta ferðalag sem ég hef lagt í fyrir jafn litla vinnu," segir leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sem er nýkominn til landsins til að taka upp nokkrar setningar í myndinni Svartur á leik. Þorvaldur leikur eitt aðalhlutverkanna í myndinni en það vantaði að laga nokkrar setningar sem Þorvaldur fer með fyrir frumsýningu myndarinnar hérlendis 2. mars. Þorvaldi var því óvænt flogið heim í snatri til að taka upp þessa hljóðbúta en hann er búsettur í Los Angeles ásamt unnustu sinni Hrafntinnu Karlsdóttur. Þorvaldur kom á mánudagsmorguninn og var sérstaklega glaður yfir að geta verið viðstaddur frumsýninguna. „Þetta er mjög lítið sem vantaði og ég klára að taka það upp í dag eða á morgun. Þetta er spurning um nokkrar setningar en fyrst þeir flugu mér heim gat ég ekki staðist það að vera framyfir frumsýninguna," segir Þorvaldur en myndin hefur þegar verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Rotterdam og Berlín þar sem hún hefur fengið góðar viðtökur. „Hljóðið var klárað í flýti rétt fyrir heimsfrumsýninguna í Rotterdam og þetta var spurning um að fínpússa nokkra hluti." Þorvaldur er spenntur fyrir frumsýningunni hérlendis og óhætt er að segja að landinn sé það líka. Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun vikunnar er bók Stefáns Mána, sem myndin er byggð á, kominn á topp kiljulista Forlagsins. Það er Óskar Þór Axelsson sem leikstýrir og Jóhannes Haukur Jóhannesson, María Birta og Damon Younger eru á meðal þeirra sem fara með önnur hlutverk í myndinni. „Ég er mjög spenntur að fá viðbrögðin. Myndin er gróf og lýsir undirheiminum á Íslandi vel," segir Þorvaldur og bætir við að hann sé sáttur með útkomuna. Þorvaldur nær þó ekki að staldra lengi við á Íslandi en hann heldur aftur til Los Angeles daginn eftir frumsýninguna. Þar reynir hann fyrir sér í borg englana en hann útskrifaðist frá leikaranámi Julliard skólans síðastliðið vor. „Ég er að fara á fundi og get vonandi tekið myndina með mér út til að sýna hana. Maður þarf að fylgja þessu eftir," segir hann. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira