Fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir var heldur betur iðin við kolann á nýafstaðinni tískuviku í London en hún gekk tískupallana fyrir sex hönnuði.
Þeir hönnuðir sem föluðust eftir kröftum Kolfinnu voru Topshop Unique, House of Holland, Jonathan Saunders, Acne, Christopher Kane og Giles. Kolfinna, sem er á mála hjá Eskimo fyrirsætuskrifstofunni, er nú flogin á vit ævintýranna í Mílanó og París þar sem hún mun eflaust láta til sín taka á tískupöllunum en hún er vinsælt andlit í tískuheiminum í dag.
