Innlent

Helmingi fleiri ferðamenn

Ísafjörður Talið er að um 26.000 erlendir ferðamenn hafi heimsótt bæinn síðasta sumar.Fréttablaðið/rósa
Ísafjörður Talið er að um 26.000 erlendir ferðamenn hafi heimsótt bæinn síðasta sumar.Fréttablaðið/rósa
Árið 2011 komu rúmlega helmingi fleiri ferðamenn til Ísafjarðar heldur en árið 2008. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar vann fyrir Markaðsstofu Vestfjarða og greint er frá á vef Bæjarins besta.

Áætlað er að um 26 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið á Ísafjörð síðasta sumar. Talið er að bættar vegasamgöngur um Þröskulda og brú yfir Mjóafjörð hafi þar umtalsverð áhrif, sem og aukin fjölbreytni skipulagðra ferða um norðanverða Vestfirði síðustu ár. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×