Erlent

Afganar mótmæla bókabrennu

Mótmæli á BAgram-flugvelli Maður heldur á brunnum Kórani, sem bandarískir hermenn eru sagðir hafa kveikt í.nordicphotos/AFP
Mótmæli á BAgram-flugvelli Maður heldur á brunnum Kórani, sem bandarískir hermenn eru sagðir hafa kveikt í.nordicphotos/AFP
Meira en tvö þúsund fokreiðir Afganar mótmæltu fyrir utan flugstöð Bandaríkjahers í Bagram, skammt norðan við höfuðborgina Kabúl.

Mennirnir voru óánægðir við að eintök af Kóraninum, hinni helgu bók múslima, hefðu verið brennd á báli ásamt ýmiss konar rusli í herstöðinni.

Yfirmaður í hernum segir að ákveðið hafi verið að brenna bækurnar vegna þess í þær var búið að skrifa ýmis skilaboð og athugasemdir með öfgakenndum boðskap. Bækurnar hafi verið í bókasafni fangelsis skammt frá, þar sem fangarnir hafi greinilega notað bækurnar til að skiptast á skilaboðum og breiða út öfgahugmyndir. Bókabrennan snerti hins vegar viðkvæmar taugar og vakti hörð viðbrögð.

Mótmælendurnir köstuðu grjóti, kveiktu í hjólbörðum og sumir skutu af byssum upp í loftið. „Drepist, drepist útlendingar," hrópuðu sumir.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×