Viðskipti innlent

Fiskafli skilaði 143 milljörðum í þjóðarbúið

Aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa fyrstu 11 mánuði ársins 2011 nam 143 milljörðum króna. Það er aukning um 18,3 milljarða króna, samanborið við sama tíma árið 2010, þegar aflaverðmætið nam 125 milljörðum króna. Aukningin nemur 14,7 prósentum. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.

Botnfiskur er sem fyrr verðmætastur og nam virði hans 87,4 milljörðum króna. Þar af skilaði þorskurinn 42,3 milljörðum. Verðmæti þorsks jókst um 0,7% á milli ára, en verðmæti ýsunnar dróst saman um prósent, en hún skilaði 10,9 milljörðum. króna. Þá nam verðmæti karfaaflans 13,3 milljörðum, sem er 21,9% aukning og ufsa 8,3 milljörðum, sem er 6,2% meira en árið 2010.

Verðmæti flatfisksaflans jókst um 9,5% fyrstu 11 mánuði ársins og nam 9,4 milljörðum og verðmæti uppsjávarafla jókst um 59% á milli ára, en það nam 42,4 milljörðum.

Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu til vinnslu innanlands nam 60,5 milljörðum króna. Aflaverðmæti sjófrystingar var 57,4 milljarðar.- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×