Þurfa líklega enn frekari frest til svara 22. febrúar 2012 09:00 Skúli Bjarnason Ekki hafa borist fullnægjandi svör frá stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) við spurningum sem Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sendi henni á mánudag vegna fyrirhugaðrar uppsagnar hans. „Það er ekkert hæft í því að þarna sé að finna fullnægjandi svör. Því fer víðs fjarri," segir Skúli Bjarnason, lögmaður Gunnars, og furðar sig á því að Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, hafi haldið öðru fram í fjölmiðlum. „Á spurningunum er ákaflega skýr framsetning, en því er nú kannski ekki alveg að heilsa með svarbréfið." Eðli málsins samkvæmt segir Skúli viðbúið að fara verði fram á frekari frest til andsvara vegna fyrirhugaðrar uppsagnar Gunnars, berist ekki fullnægjandi svör í tíma. Fyrri frestur Gunnars til andsvara rann út á mánudag, en stjórn FME ákvað á fundi sínum á mánudagskvöld að veita honum frekari frest til andsvara þar til á morgun, fimmtudag. Skúli segist jafnframt undrandi á ákvörðun formanns stjórnar FME að fara fram á að trúnaður ríki um þau svör sem þegar hafi verið send við fyrirspurnum Gunnars. „Það er ekki að okkar beiðni. Venjulega er slíkur trúnaður settur á með hagsmuni starfsmanns í huga, en það er ekki okkar ósk. Því fer fjarri og við viljum gjarnan og skorum á hann að leggja þetta fram." Eins áréttar Skúli að forstjóri FME sé samkvæmt úrskurði fjármálaráðherra opinber embættismaður og njóti verndar laga sem slíkur. Því þýði lítið að vísa til „brottreksturs á grundvelli ráðningarsamnings", líkt og stjórnarformaður FME hafi gert. „Í landinu eru lög og almennt er það svo að ef þau veita ríkari rétt þá ganga þau framar slíkum samningum." Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, segist ekki geta tjáð sig frekar um mál Gunnars á þessu stigi. „Ég er til fyrirsvars fyrir stjórnvald og get þar af leiðandi, þó ég vildi, ekki tjáð mig um eða birt þau samskipti sem eiga við forstjórann við undirbúning hugsanlegrar stjórnsýsluákvörðunar," segir hann. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Ekki hafa borist fullnægjandi svör frá stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) við spurningum sem Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sendi henni á mánudag vegna fyrirhugaðrar uppsagnar hans. „Það er ekkert hæft í því að þarna sé að finna fullnægjandi svör. Því fer víðs fjarri," segir Skúli Bjarnason, lögmaður Gunnars, og furðar sig á því að Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, hafi haldið öðru fram í fjölmiðlum. „Á spurningunum er ákaflega skýr framsetning, en því er nú kannski ekki alveg að heilsa með svarbréfið." Eðli málsins samkvæmt segir Skúli viðbúið að fara verði fram á frekari frest til andsvara vegna fyrirhugaðrar uppsagnar Gunnars, berist ekki fullnægjandi svör í tíma. Fyrri frestur Gunnars til andsvara rann út á mánudag, en stjórn FME ákvað á fundi sínum á mánudagskvöld að veita honum frekari frest til andsvara þar til á morgun, fimmtudag. Skúli segist jafnframt undrandi á ákvörðun formanns stjórnar FME að fara fram á að trúnaður ríki um þau svör sem þegar hafi verið send við fyrirspurnum Gunnars. „Það er ekki að okkar beiðni. Venjulega er slíkur trúnaður settur á með hagsmuni starfsmanns í huga, en það er ekki okkar ósk. Því fer fjarri og við viljum gjarnan og skorum á hann að leggja þetta fram." Eins áréttar Skúli að forstjóri FME sé samkvæmt úrskurði fjármálaráðherra opinber embættismaður og njóti verndar laga sem slíkur. Því þýði lítið að vísa til „brottreksturs á grundvelli ráðningarsamnings", líkt og stjórnarformaður FME hafi gert. „Í landinu eru lög og almennt er það svo að ef þau veita ríkari rétt þá ganga þau framar slíkum samningum." Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, segist ekki geta tjáð sig frekar um mál Gunnars á þessu stigi. „Ég er til fyrirsvars fyrir stjórnvald og get þar af leiðandi, þó ég vildi, ekki tjáð mig um eða birt þau samskipti sem eiga við forstjórann við undirbúning hugsanlegrar stjórnsýsluákvörðunar," segir hann. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira