Sjávarklasinn hagkerfinu mikilvægur Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 22. febrúar 2012 06:00 Þór sigfússon Sjávarútvegur og klasi sem myndast hefur í kringum geirann stóðu undir fjórðungi af landsframleiðslu Íslands árið 2010. Þetta er niðurstaða þeirra Ragnars Árnasonar, hagfræðiprófessors við Háskóla Íslands, og Þórs Sigfússonar, framkvæmdastjóra Íslenska sjávarklasans, sem rannsakað hafa þýðingu klasans fyrir íslenskt efnahagslíf. Ragnar og Þór kynna niðurstöður sínar í skýrslu sem kom út í síðustu viku og er gefin út af Íslandsbanka og Íslenska sjávarklasanum. Félagið er samstarfsverkefni fjölda fyrirtækja í haftengdri starfsemi sem hefur það að markmiði að bæta samstarf, auka verðmæti og bæta skilning á mikilvægi þeirrar starfsemi sem undir sjávarklasann falla. uppbygging sjávarklasansÍ skýrslunni er áætlað að heildarframlag sjávarklasans til landsframleiðslu hafi á árinu 2010 verið um 400 milljarðar króna, sem jafngildir 26 prósentum af landsframleiðslu ársins. Það hlutfall skiptist svo aftur í beint framlag sem er 10,2 prósent, óbeint framlag sem er 7,3 prósent, eftirspurnaráhrif sem eru 7,0 prósent og aðra útflutningsstarfsemi klasans sem er 1,5 prósent. Beina framlagið er mæling Hagstofunnar á virðisauka við útgerð og vinnslu. Þetta er kjarninn í sjávarútveginum þótt það séu veiðarnar sem séu hinn eiginlegi grunnatvinnuvegur. Óbeina framlagið er sá virðisauki sem höfundar meta að sé tilkominn frá greinum í nánum tengslum við sjávarútveginn, vegna viðskipta við hann. Mikilvægt sé að hafa í huga að forsenda þess að þetta óbeina framlag myndist er tilvera sjávarútvegsins. Dæmi um slíka atvinnugrein er textíliðnaður. Undir textíliðnað fellur netagerð og ýmis önnur veiðarfæragerð og um helming veltu geirans má rekja til viðskipta við sjávarútveginn. Eftirspurnaráhrifin eru sá virðisauki sem skapast beint eða óbeint og birtist sem laun og hagnaður sem varið er til að kaupa neysluvörur og þjónustu í hagkerfinu utan sjávarklasans. Þessi áhrif koma meðal annars fram þegar starfsmaður sjávarútvegsfyrirtækis kaupir neysluvörur fyrir laun sín. Síðasti liðurinn er sá virðisauki sem myndast við annan útflutning greina í nánum tengslum við sjávarútveg en þann sem tengist sjávarútvegi beint. Nánar tiltekið er um að ræða útflutning fyrirtækja sem spruttu upp á grundvelli þjónustu við sjávarútveg en hafa síðan breikkað starfsemi sína. Dæmi um slíkt fyrirtæki er Marel. Tugir þúsunda starfaFram kemur í skýrslunni að um 8.600 manns starfa beint í sjávarútvegi á Íslandi. Jafngildir það um fimm prósentum af vinnuafli landsins. Höfundar meta hins vegar að sjávarklasinn skapi beint og óbeint á bilinu 25 til 35 þúsund störf. Þá benda höfundar á að talsverð fjölgun starfa hefur orðið síðustu ár í flestum greinum klasans auk þess sem launakjör eru yfirleitt betri en að meðaltali í hagkerfinu. Sjávarklasinn hefur einnig mikla þýðingu fyrir útflutning. Útflutningur sjávarútvegsins var 220 milljarðar króna árið 2010. Auk þess var velta útflutningsfyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi 38 milljarðar árið 2010 eða um 4 prósent af heildarútflutningi þjóðarbúsins. Hvetja til frekari sóknarÞeir Ragnar og Þór hvetja að lokum til þess í skýrslunni að þess verði freistað að styrkja sjávarklasann enn frekar. Klasinn sé sá þáttur í íslensku atvinnulífi þar sem hlutfallslegir yfirburðir landsins séu hvað mestir og hafi alla burði til þess að vaxa og eflast enn frekar. Til þess að svo megi verða er það mat höfunda að nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að forðast að grafa undan sjávarklasanum með vanhugsuðum ráðstöfunum. Heldur eigi stjórnvöld að beina afli sínu að því að hlúa að klasanum og auðvelda honum að vaxa og dafna. Minnst er á að í viðtölum við forsvarsmenn tæknifyrirtækja og annarra nýrri greina sjávarklasans hafi komið skýrt fram að þeir finni fyrir skorti á heildstæðri opinberri stefnumörkun fyrir klasann. Slíka stefnumörkun hafa mörg nágrannalönd Íslands lagst í með góðum árangri. Því hvetja höfundar til þess að hér verði hið sama gert með það fyrir augum að Ísland verði í forystu á sviðum tengdum hafinu. Fréttir Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Sjávarútvegur og klasi sem myndast hefur í kringum geirann stóðu undir fjórðungi af landsframleiðslu Íslands árið 2010. Þetta er niðurstaða þeirra Ragnars Árnasonar, hagfræðiprófessors við Háskóla Íslands, og Þórs Sigfússonar, framkvæmdastjóra Íslenska sjávarklasans, sem rannsakað hafa þýðingu klasans fyrir íslenskt efnahagslíf. Ragnar og Þór kynna niðurstöður sínar í skýrslu sem kom út í síðustu viku og er gefin út af Íslandsbanka og Íslenska sjávarklasanum. Félagið er samstarfsverkefni fjölda fyrirtækja í haftengdri starfsemi sem hefur það að markmiði að bæta samstarf, auka verðmæti og bæta skilning á mikilvægi þeirrar starfsemi sem undir sjávarklasann falla. uppbygging sjávarklasansÍ skýrslunni er áætlað að heildarframlag sjávarklasans til landsframleiðslu hafi á árinu 2010 verið um 400 milljarðar króna, sem jafngildir 26 prósentum af landsframleiðslu ársins. Það hlutfall skiptist svo aftur í beint framlag sem er 10,2 prósent, óbeint framlag sem er 7,3 prósent, eftirspurnaráhrif sem eru 7,0 prósent og aðra útflutningsstarfsemi klasans sem er 1,5 prósent. Beina framlagið er mæling Hagstofunnar á virðisauka við útgerð og vinnslu. Þetta er kjarninn í sjávarútveginum þótt það séu veiðarnar sem séu hinn eiginlegi grunnatvinnuvegur. Óbeina framlagið er sá virðisauki sem höfundar meta að sé tilkominn frá greinum í nánum tengslum við sjávarútveginn, vegna viðskipta við hann. Mikilvægt sé að hafa í huga að forsenda þess að þetta óbeina framlag myndist er tilvera sjávarútvegsins. Dæmi um slíka atvinnugrein er textíliðnaður. Undir textíliðnað fellur netagerð og ýmis önnur veiðarfæragerð og um helming veltu geirans má rekja til viðskipta við sjávarútveginn. Eftirspurnaráhrifin eru sá virðisauki sem skapast beint eða óbeint og birtist sem laun og hagnaður sem varið er til að kaupa neysluvörur og þjónustu í hagkerfinu utan sjávarklasans. Þessi áhrif koma meðal annars fram þegar starfsmaður sjávarútvegsfyrirtækis kaupir neysluvörur fyrir laun sín. Síðasti liðurinn er sá virðisauki sem myndast við annan útflutning greina í nánum tengslum við sjávarútveg en þann sem tengist sjávarútvegi beint. Nánar tiltekið er um að ræða útflutning fyrirtækja sem spruttu upp á grundvelli þjónustu við sjávarútveg en hafa síðan breikkað starfsemi sína. Dæmi um slíkt fyrirtæki er Marel. Tugir þúsunda starfaFram kemur í skýrslunni að um 8.600 manns starfa beint í sjávarútvegi á Íslandi. Jafngildir það um fimm prósentum af vinnuafli landsins. Höfundar meta hins vegar að sjávarklasinn skapi beint og óbeint á bilinu 25 til 35 þúsund störf. Þá benda höfundar á að talsverð fjölgun starfa hefur orðið síðustu ár í flestum greinum klasans auk þess sem launakjör eru yfirleitt betri en að meðaltali í hagkerfinu. Sjávarklasinn hefur einnig mikla þýðingu fyrir útflutning. Útflutningur sjávarútvegsins var 220 milljarðar króna árið 2010. Auk þess var velta útflutningsfyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi 38 milljarðar árið 2010 eða um 4 prósent af heildarútflutningi þjóðarbúsins. Hvetja til frekari sóknarÞeir Ragnar og Þór hvetja að lokum til þess í skýrslunni að þess verði freistað að styrkja sjávarklasann enn frekar. Klasinn sé sá þáttur í íslensku atvinnulífi þar sem hlutfallslegir yfirburðir landsins séu hvað mestir og hafi alla burði til þess að vaxa og eflast enn frekar. Til þess að svo megi verða er það mat höfunda að nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að forðast að grafa undan sjávarklasanum með vanhugsuðum ráðstöfunum. Heldur eigi stjórnvöld að beina afli sínu að því að hlúa að klasanum og auðvelda honum að vaxa og dafna. Minnst er á að í viðtölum við forsvarsmenn tæknifyrirtækja og annarra nýrri greina sjávarklasans hafi komið skýrt fram að þeir finni fyrir skorti á heildstæðri opinberri stefnumörkun fyrir klasann. Slíka stefnumörkun hafa mörg nágrannalönd Íslands lagst í með góðum árangri. Því hvetja höfundar til þess að hér verði hið sama gert með það fyrir augum að Ísland verði í forystu á sviðum tengdum hafinu.
Fréttir Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira