Horn á markað í mars eða apríl Þórður Snær Júlíusson skrifar 22. febrúar 2012 07:30 Fyrsta skráningin Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Páll Harðarsson, forstjóri Kauphallarinnar, hringja bjöllunni að morgni 16. desember síðastliðins þegar bréf Haga voru tekin til viðskipta.Fréttablaðið/GVA Horn fjárfestingafélag hf. verður skráð á hlutabréfamarkað í Kauphöll Íslands í lok mars eða byrjun apríl næstkomandi, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Horn verður annað félagið til að skrá sig á markað frá bankahruni. Þá er búist við því að Eimskip muni skrá sig á markað í september eða október. Formlegar áætlanir Kauphallar Íslands gera ráð fyrir að sjö félög alls muni skrá sig í Kauphöllina fyrir lok þessa árs. Búist er við að þunginn í þeim skráningum muni eiga sér stað í haust og að einhver þeirra muni mögulega dragast fram á fyrri hluta árs 2013. Þorri félaganna sem eru í skráningarferli tengist Landsbankanum, beint eða óbeint. Landsbankinn er í 81,3% eigu ríkisins og því ljóst að um stærsta einkavæðingarferli sögunnar er að ræða ef öll skráningaráformin ganga eftir. Unnið að skráningunniHorn er í 100% eigu Landsbankans. Því er Horn óbeint í meirihlutaeigu íslenska ríkisins. Eignir félagsins voru metnar á tæpa 44 milljarða króna í lok september 2011 samkvæmt níu mánaða uppgjöri þess. Á meðal þeirra eru 49,9% hlutur í Promens, 12,5% hlutur í Eyri Invest, 6,7% hlutur í A bréfum og 42,6% í Bréfum Stoða (áður FL Group), 6,54% hlutur í Oslo Bors VPS Gropu og 3,95% hlutur í Eimskipi. Auk þess á Horn 1,9% hlut í Intrum Justitia sem er skráð á markað í Svíþjóð. Félagið hagnaðist um 10,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins er unnið að fullu að skráningu félagsins um þessar mundir. Ákveðið var að klára ársuppgjör þess fyrir árið 2011 áður en það yrði skráð og í kjölfarið þarf að koma því inn í skráningarlýsingu Horns. Eimskip í haustStjórn Eimskipafélags Íslands hf. tilkynnti í desember að óskað yrði eftir að hlutir í félaginu yrðu teknir til viðskipta í íslensku Kauphöllinni á síðari hluta ársins 2012. Í dag eiga tveir hluthafar, skilanefnd Landsbanka Íslands, og fjárfestingasjóðurinn Yucaipa, samtals um 70% hlut í félaginu. Heimildir Markaðarins herma að komið hafi fram á fundum stjórnenda Eimskips með væntanlegum fjárfestum að stefnt sé að skráningu í september eða byrjun október. Landsbankinn stærstur í FSÍTil viðbótar eru að minnsta kosti fimm önnur félög að undirbúa sig fyrir skráningu á hlutabréfamarkað. Þau eru Advania (áður Skýrr og tengd félög), N1, Reitir, Reginn og Landsbankinn. Framtakssjóður Íslands (FSÍ), sjóður í eigu sextán lífeyrissjóða, Landsbankans og VÍS, er stærsti eigandi N1 í dag með um 55% eignarhlut. Sjóðurinn er líka stærsti eigandi Advania með 79% eignarhlut. Stærsti eigandi FSÍ er Landsbankinn með 27,5% eignarhlut sem bankinn eignaðist þegar hann seldi eignarumsýslufélagið Vestia til sjóðsins. Landsbankinn hafði sett umtalsvert af eignum ,sem hann hafði tekið yfir eftir hrunið, inn í Vestia. Risavaxin félög og bankiReginn er síðan fasteignafélag sem er að öllu leyti í eigu Landsbanka Íslands. Félagið heldur meðal annars á stórum fasteignum á borð við Smáralindina og Egilshöll. Eignasafn þess var metið á um 34 milljarða króna um mitt ár 2011. Reitir, sem er m.a. reist á grunni Landic Property, er stærsta fasteignafélag landsins. Virði eigna félagsins var um 95 milljarðar króna um mitt síðasta ár. Á meðal eigenda er Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, með 42,7% hlut og Landsbankinn með 29,6% eignarhlut. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, var í viðtali við Klinkið á Vísi.is í lok desember síðastliðins. Þar lýsti hann yfir vilja til þess að skrá bankann á markað og að hann teldi það geta gerst á árinu 2012. Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, talaði á svipuðum nótum í lok síðasta árs. Fréttir Klinkið Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Horn fjárfestingafélag hf. verður skráð á hlutabréfamarkað í Kauphöll Íslands í lok mars eða byrjun apríl næstkomandi, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Horn verður annað félagið til að skrá sig á markað frá bankahruni. Þá er búist við því að Eimskip muni skrá sig á markað í september eða október. Formlegar áætlanir Kauphallar Íslands gera ráð fyrir að sjö félög alls muni skrá sig í Kauphöllina fyrir lok þessa árs. Búist er við að þunginn í þeim skráningum muni eiga sér stað í haust og að einhver þeirra muni mögulega dragast fram á fyrri hluta árs 2013. Þorri félaganna sem eru í skráningarferli tengist Landsbankanum, beint eða óbeint. Landsbankinn er í 81,3% eigu ríkisins og því ljóst að um stærsta einkavæðingarferli sögunnar er að ræða ef öll skráningaráformin ganga eftir. Unnið að skráningunniHorn er í 100% eigu Landsbankans. Því er Horn óbeint í meirihlutaeigu íslenska ríkisins. Eignir félagsins voru metnar á tæpa 44 milljarða króna í lok september 2011 samkvæmt níu mánaða uppgjöri þess. Á meðal þeirra eru 49,9% hlutur í Promens, 12,5% hlutur í Eyri Invest, 6,7% hlutur í A bréfum og 42,6% í Bréfum Stoða (áður FL Group), 6,54% hlutur í Oslo Bors VPS Gropu og 3,95% hlutur í Eimskipi. Auk þess á Horn 1,9% hlut í Intrum Justitia sem er skráð á markað í Svíþjóð. Félagið hagnaðist um 10,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins er unnið að fullu að skráningu félagsins um þessar mundir. Ákveðið var að klára ársuppgjör þess fyrir árið 2011 áður en það yrði skráð og í kjölfarið þarf að koma því inn í skráningarlýsingu Horns. Eimskip í haustStjórn Eimskipafélags Íslands hf. tilkynnti í desember að óskað yrði eftir að hlutir í félaginu yrðu teknir til viðskipta í íslensku Kauphöllinni á síðari hluta ársins 2012. Í dag eiga tveir hluthafar, skilanefnd Landsbanka Íslands, og fjárfestingasjóðurinn Yucaipa, samtals um 70% hlut í félaginu. Heimildir Markaðarins herma að komið hafi fram á fundum stjórnenda Eimskips með væntanlegum fjárfestum að stefnt sé að skráningu í september eða byrjun október. Landsbankinn stærstur í FSÍTil viðbótar eru að minnsta kosti fimm önnur félög að undirbúa sig fyrir skráningu á hlutabréfamarkað. Þau eru Advania (áður Skýrr og tengd félög), N1, Reitir, Reginn og Landsbankinn. Framtakssjóður Íslands (FSÍ), sjóður í eigu sextán lífeyrissjóða, Landsbankans og VÍS, er stærsti eigandi N1 í dag með um 55% eignarhlut. Sjóðurinn er líka stærsti eigandi Advania með 79% eignarhlut. Stærsti eigandi FSÍ er Landsbankinn með 27,5% eignarhlut sem bankinn eignaðist þegar hann seldi eignarumsýslufélagið Vestia til sjóðsins. Landsbankinn hafði sett umtalsvert af eignum ,sem hann hafði tekið yfir eftir hrunið, inn í Vestia. Risavaxin félög og bankiReginn er síðan fasteignafélag sem er að öllu leyti í eigu Landsbanka Íslands. Félagið heldur meðal annars á stórum fasteignum á borð við Smáralindina og Egilshöll. Eignasafn þess var metið á um 34 milljarða króna um mitt ár 2011. Reitir, sem er m.a. reist á grunni Landic Property, er stærsta fasteignafélag landsins. Virði eigna félagsins var um 95 milljarðar króna um mitt síðasta ár. Á meðal eigenda er Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, með 42,7% hlut og Landsbankinn með 29,6% eignarhlut. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, var í viðtali við Klinkið á Vísi.is í lok desember síðastliðins. Þar lýsti hann yfir vilja til þess að skrá bankann á markað og að hann teldi það geta gerst á árinu 2012. Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, talaði á svipuðum nótum í lok síðasta árs.
Fréttir Klinkið Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf