Lífeyriskerfið þarf að endurmeta Ögmundur Jónasson skrifar 21. febrúar 2012 06:00 Róttækrar hugsunar er þörf til að endurskipuleggja lífeyriskerfi landsmanna. Í ljósi reynslunnar þarf að endurskoða alla stefnumótun og lagaumgjörð. Fólki mislíkar að fjármunir þess séu háðir duttlungum markaðar í þeim mæli sem nú er, en ekki nýttir til markvissarar uppbyggingar á innviðum samfélagsins eins og gert var í meira mæli fyrr á tíð. Þá er augljóst að lífeyrissjóðakerfið í núverandi mynd er orðið of stórt fyrir íslenska hagkerfið. Lífeyrissjóðirnir fjárfesta fyrir um 120 milljarða á ári. Helminginn mega þeir fara með úr landi, svo framarlega sem gjaldeyrisforðinn leyfir. Hinn helminginn verða þeir að fjárfesta hér heima. Það geta þeir gert hjá ríki og sveitarfélögum, sem að mínum dómi er heppilegasti kosturinn. En eftirspurn opinberra aðila eru takmörk sett og má hugsa sér að hluti þess fjármagns sem fólk leggur til lífeyris, og byggir á sjóðsmyndun, fari til fjárfestinga í atvinnulífinu. Ég tel hins vegar að blandan í okkar lífeyriskokkteil þurfi að breytast hvað varðar ráðstöfun iðgjalda og aðra fjármögnun á kerfinu. Að mínu mati þarf að minnka hina markaðsvæddu sjóðsmyndun. Ég tel að falla eigi frá fyrri áformum um að draga markvisst úr vægi almannatrygginga í lífeyriskerfinu. Alamannatryggingar mætti fjármagna að hluta til með iðgjöldum sem rynnu til Almannatrygginga en einnig með skattfé. Drýgstur hluti þess fjár gæti komið úr nýjum Auðlindasjóði sem um er rætt að setja á laggirnar. En svo að það sé sagt alveg skýrt: Nýtt kerfi á ekki að byggja á afturvirkri skerðingu fyrri kerfa. Um þau samdi fólk og verður að geta gengið að þeim rétti vísum sem það iðulega fórnaði kauphækkunum til að öðlast. Það breytir því ekki að lífeyriskerfin verða að koma til endurskoðunar inn í framtíðina og ber að fagna þeirri umræðu sem nú er hafin í þessa veru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Róttækrar hugsunar er þörf til að endurskipuleggja lífeyriskerfi landsmanna. Í ljósi reynslunnar þarf að endurskoða alla stefnumótun og lagaumgjörð. Fólki mislíkar að fjármunir þess séu háðir duttlungum markaðar í þeim mæli sem nú er, en ekki nýttir til markvissarar uppbyggingar á innviðum samfélagsins eins og gert var í meira mæli fyrr á tíð. Þá er augljóst að lífeyrissjóðakerfið í núverandi mynd er orðið of stórt fyrir íslenska hagkerfið. Lífeyrissjóðirnir fjárfesta fyrir um 120 milljarða á ári. Helminginn mega þeir fara með úr landi, svo framarlega sem gjaldeyrisforðinn leyfir. Hinn helminginn verða þeir að fjárfesta hér heima. Það geta þeir gert hjá ríki og sveitarfélögum, sem að mínum dómi er heppilegasti kosturinn. En eftirspurn opinberra aðila eru takmörk sett og má hugsa sér að hluti þess fjármagns sem fólk leggur til lífeyris, og byggir á sjóðsmyndun, fari til fjárfestinga í atvinnulífinu. Ég tel hins vegar að blandan í okkar lífeyriskokkteil þurfi að breytast hvað varðar ráðstöfun iðgjalda og aðra fjármögnun á kerfinu. Að mínu mati þarf að minnka hina markaðsvæddu sjóðsmyndun. Ég tel að falla eigi frá fyrri áformum um að draga markvisst úr vægi almannatrygginga í lífeyriskerfinu. Alamannatryggingar mætti fjármagna að hluta til með iðgjöldum sem rynnu til Almannatrygginga en einnig með skattfé. Drýgstur hluti þess fjár gæti komið úr nýjum Auðlindasjóði sem um er rætt að setja á laggirnar. En svo að það sé sagt alveg skýrt: Nýtt kerfi á ekki að byggja á afturvirkri skerðingu fyrri kerfa. Um þau samdi fólk og verður að geta gengið að þeim rétti vísum sem það iðulega fórnaði kauphækkunum til að öðlast. Það breytir því ekki að lífeyriskerfin verða að koma til endurskoðunar inn í framtíðina og ber að fagna þeirri umræðu sem nú er hafin í þessa veru.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar