Erlent

Sökkti fljótandi skemmtistað

Skaði Flotbryggjur og bátar skemmdust þegar jakana rak niður Dóná.
Fréttablaðið/AP
Skaði Flotbryggjur og bátar skemmdust þegar jakana rak niður Dóná. Fréttablaðið/AP
Risavaxnar íshellur sem borist hafa niður eftir Dóná í Serbíu hafa valdið talsverðu tjóni á bátum og bryggjum. Hundruð báta hafa skemmst og fljótandi skemmtistaður sem var þekkt kennileiti í Belgrad sökk eftir að íshrönglið lenti á honum.

Dóná lagði í frosthörkunum síðustu vikur, en leysingar undanfarna daga gerðu það af verkum að ísinn brotnaði og barst niður fljótið. Jakarnir voru allt að 50 sentímetra þykkir og afar þungir.

Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki, en óttast er að leysingarnar geti valdið miklum flóðum víða í Evrópu.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×