Viðskipti innlent

Gjaldeyrisútboð á næstu vikum

seðlabankinn Markmiðið með gjaldeyrisútboðum er að auðvelda losun gjaldeyrishafta án þess að gengis- eða fjármálastöðugleika sé stefnt í hættu.
seðlabankinn Markmiðið með gjaldeyrisútboðum er að auðvelda losun gjaldeyrishafta án þess að gengis- eða fjármálastöðugleika sé stefnt í hættu.
Seðlabanki Íslands hefur birt áætlun um tímasetningar næstu þriggja gjaldeyrisútboða sinna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. Stefnir bankinn að því að halda útboð 28. mars næstkomandi, 9. maí og 20. júní.

Í útboðunum kaupir Seðlabankinn erlendan gjaldeyri samkvæmt hinni svokölluðu fjárfestingarleið bankans, sem er líka kölluð 50-50 leiðin, eða í skiptum fyrir ríkisskuldabréf.

Útboðin ásamt skilmálum verða auglýst betur síðar.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×