Bikarúrslitaleikur karlakörfuboltans fer fram í dag en Keflavík og Tindastóll mætast klukkan 16.00 í Laugardalshöllinni.
Fréttablaðið fékk leikmenn úr fimm efstu liðunum í Iceland Express-deild karla (fyrir utan bikarúrslitaliðin) til að spá fyrir um úrslit í bikarúrslitaleik karla í dag og að spá fyrir um hvaða leikmaður verði kosinn maður leiksins.
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík
Keflavík vinnur með 10 stigum
Maður leiksins: Jaryd Cole, Keflavík
Hreggviður Magnússon, KR
Tindastóll vinnur með 2 stigum
Maður leiksins: Curtis Allen, Tindastóli
Fannar Freyr Helgason, Stjörnunni
Tindastóll vinnur með 5-10 stigum
Maður leiksins: Curtis Allen, Tindastóli
Darri Hilmarsson, Þór Þorlákshöfn
Keflavík vinnur með 3 stigum
Maður leiksins: Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík
Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Snæfelli
Tindastóll vinnur með 5 stigum
Maður leiksins: Maurice Miller, Tindastóli

