Sport

Annað met á dagskránni hjá Helgu Margréti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helga Margrét keppir í fimmtarþraut í Hollandi um næstu helgi.
Helga Margrét keppir í fimmtarþraut í Hollandi um næstu helgi.
Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteins-dóttir tekur þátt í fimmtarþraut í Hollandi um næstu helgi þar sem hún mun reyna að bæta Íslandsmet sitt sem hún setti í Eistlandi fyrir rúmum tveimur vikum. Þetta verður seinni þraut Helgu á innanhússtímabilinu en árangurinn í Tallinn (4298 stig) skilaði henni sextánda sætinu á heimslistanum.

„Helga hefur mikla möguleika á að bæta metið um helgina en það fer mjög líklega eftir því hvort henni tekst að hlaupa hraðar í grindahlaupinu og stökkva lengra í langstökkinu þar sem árangurinn í kúluvarpi, hástökki og 800 metra hlaupi hefur verið góður að undanförnu. Í augnablikinu er Helga í sextánda sæti heimslistans en getur komist á topp 10 ef henni tekst vel upp um helgina," segir í fréttatilkynningu frá Vésteini Hafsteinssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×