Sport

Aníta vann besta afrekið á Meistaramótinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir, sextán ára hlaupari úr ÍR, náði besta árangri allra keppenda á Meistaramóti Íslands um helgina þegar hún fagnaði sigri í 800 m hlaupi. Kom hún í mark á 2:07,86 mínútum og hafði mikla yfirburði í greininni.

Hún náði þó ekki slá Íslandsmetið sitt sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í janúar. Aníta fékk 1054 stig fyrir hlaupið og náði enginn annar að skáka því um helgina. Hafdís Sigurðardóttir, UFA, komst næst því en hún fékk 1028 stig fyrir frammistöðu sína í 200 m hlaupi kvenna.

Hafdís vann fimm gullverðlaun um helgina og átti þrjú af sjö bestu afrekum mótsins. Listann má sjá hér fyrir neðan:

1. Aníta Hinriksdóttir 1.054 stig (800 metra hlaup)

2. Hafdís Sigurðardóttir 1.028 stig (200 metra hlaup)

3. Trausti Stefánsson 1.020 stig (200 metra hlaup)

4.-5. Hafdís Sigurðardóttir 1.017 stig (400 metra hlaup)

4.-5. Kristinn Torfason 1.017 stig (langstökk kk)

6. Trausti Stefánsson 1.015 stig (400 metra hlaup)

7. Hafdís Sigurðardóttir 1.011 stig (langstökk kvk)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×