Vísindi, veiðar og mannréttindi Jónas Bjarnason og Lýður Árnason skrifar 10. febrúar 2012 14:00 Hvernig kerfi eiga Íslendingar að nota við fiskveiðar? Á undanförnum árum hafa verið gerðar miklar rannsóknir á kerfum og því þurfa menn ekki að þreifa fyrir sér í myrkri. Nýjar rannsóknir á vegum Lenfest Ocean Program, 10 vísindamanna, (Melnychuk et al 2011.) sem rannsökuðu 345 fiskstofna á 11 svæðum vítt um heim, liggja fyrir. Auk þess hafa ýmsir aðrir vísindamenn skoðað grunnhugmyndir í fiskveiðistjórnun og má geta Elinor Ostroms, sem fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði 2009. Skipta má þróaðri veiðistjórnun upp í annars vegar kvótakerfi (aflamark), með eða án framsalsréttar, og hins vegar dagakerfi (sóknarmark). Í kvótakerfum er miðað við heildarafla en í dagakerfum heildartíma sjósóknar. Rannsóknir Lenfest-manna leiddu í ljós, að kvótakerfi stuðluðu ekki að stækkun stofnstærða eða lífmassa. Það er líka reynslan hér. Stofn þorsks og annarra botnfiska hefur minnkað um helming frá 1990 og næstum tvo þriðju frá 1983. Rannsóknir Elinor Ostrom leiddu enn fremur í ljós, að þrátt fyrir útbreiddar skoðanir um yfirburði miðstýrðar stjórnunar og þéttingu veiðiheimilda í höndum sífellt færri og stærri útgerða, hefur komið í ljós að útgerðarmynstur undir stjórn sveitarfélaga í dreifbýli hefur gert það betur en einkavædd kerfi. Skýringar eru margar en sú nærtækust að smærri einingar öðlist meiri þekkingu á miðum og eiginleikum fiskistofna vegna nálægðar. Eitt meginmarkmið kvótakerfisins var að auka heildarafla þorsks við Íslandsstrendur. Það hefur alls ekki tekist og því annað hvort brotalöm í fiskveiðistjórn eða vísindum. Nema hvort tveggja sé. Vísindamenn gera tillögur um heildarafla en það magn svo einatt aukið til að friða hagsmunaaðila. Atgangur í einstakar tegundir hefur líka verið mikill, ekki sízt loðnu sem er fæða annarra fiska og verðmeiri. Hún er veidd í umtalsverðu magni og við sjáum áhrifin koma fram á fuglastofnum, en botnskrap getur auk þess skaðað sandsíli. Eflaust eru áhrifin ekki minni í dýpri sjó. Því telja margir að fiskveiðiráðgjöf nútímans sé einungis sýndarleikur til þess fallinn að hygla stórútgerðinni en ekki eiginlegri fiskvernd. Ástand fiskstofna í ESB og BNA er afleitt og útbreidd er skoðun um að ráðgjöfin hafi brugðist. Mikill munur er á fiskveiðistjórnunarkerfum með framsalsrétti (ITQ) og án (IFQ). Framsalskerfi tíðkast á Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Kanada, að litlu leyti í Evrópu, N-Ameríku og Alaska. Á heimsvísu ná slík kerfi til fjórðungs heimsaflans. Fullyrðingar um að flestar þjóðir heims séu að taka upp kvótakerfi með framsali aflaheimilda stenst ekki. Stjórnvöld í Washington fengu NOAA 2010 undir stjórn Jane Lubchenco til þess að reyna að innleiða óskilgreind kvótakerfi í N-Ameríku (catch share). Stór hluti fiskveiðisamtaka landsins snerust gegn áformunum og nú ríkir óeining um fiskveiðistjórn þar ytra. Ríki Nýja-Englands og tvær stærstu fiskihafnir landsins hafa stefnt NOAA vegna áformanna. Svo gæti farið að þau verði dæmd ólögleg og stjórnarskrárbrot. Ekki hefur þetta komið fram í fagnaðarboði LÍÚ en einmitt þetta atriði var grunnurinn í ályktun mannréttindanefndar SÞ gegn íslenzka kvótakerfinu. Það er því harla ólíklegt að kvótakerfi sem byggist á mismunun í úthlutun veiðiréttinda verði leyfð í N-Ameríku. Íslenskir blaðamenn vekja endurtekið athygli á því að ESB-fiskveiðinefndin hafi þau áform að koma á kvótakerfi í íslenskum stíl. Fyrrum æðstráðandi fiskveiðistefnu ESB, Joe Borg, lagði til að teknir yrðu upp sóknardagar í stað kvótakerfa. En Maria Damanaki, núverandi framkvæmdastjóri, virðist áhugasöm um kvótakerfi og framsalsrétt. Sú afstaða íslenzkra stjórnvalda að virða að vettugi ályktun mannréttindanefndar SÞ hefur kannski ruglað Damanaki í ríminu, en gera má ráð fyrir að sömu vandamál komi upp í ESB og í N-Ameríku um lögmæti gagnvart stjórnarskrá. Segja má að Ísland hafi í sarpinum töluverða reynslu af kvótakerfi. Það gaf bankastofnunum færi á veðsetningu aflaheimilda með tilheyrandi uppskrúfun á verði þeirra og skuldsetningu, sem gekk svo langt að hér varð efnahagslegt hrun. Út úr því hruni gufuðu upp gríðarlegir fjármunir en þó ekki fiskimiðin. Þau halda verðmæti sínu og það er glapræði að bregðast ekki við sögunni. Sömuleiðis má segja að fiskveiðiráðgjöf þurfi að endurskoða, sérlega í því augnamiði að gera hana óháðari ríkisvaldi og hagsmunaaðilum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nóbelsverðlaun Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hvernig kerfi eiga Íslendingar að nota við fiskveiðar? Á undanförnum árum hafa verið gerðar miklar rannsóknir á kerfum og því þurfa menn ekki að þreifa fyrir sér í myrkri. Nýjar rannsóknir á vegum Lenfest Ocean Program, 10 vísindamanna, (Melnychuk et al 2011.) sem rannsökuðu 345 fiskstofna á 11 svæðum vítt um heim, liggja fyrir. Auk þess hafa ýmsir aðrir vísindamenn skoðað grunnhugmyndir í fiskveiðistjórnun og má geta Elinor Ostroms, sem fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði 2009. Skipta má þróaðri veiðistjórnun upp í annars vegar kvótakerfi (aflamark), með eða án framsalsréttar, og hins vegar dagakerfi (sóknarmark). Í kvótakerfum er miðað við heildarafla en í dagakerfum heildartíma sjósóknar. Rannsóknir Lenfest-manna leiddu í ljós, að kvótakerfi stuðluðu ekki að stækkun stofnstærða eða lífmassa. Það er líka reynslan hér. Stofn þorsks og annarra botnfiska hefur minnkað um helming frá 1990 og næstum tvo þriðju frá 1983. Rannsóknir Elinor Ostrom leiddu enn fremur í ljós, að þrátt fyrir útbreiddar skoðanir um yfirburði miðstýrðar stjórnunar og þéttingu veiðiheimilda í höndum sífellt færri og stærri útgerða, hefur komið í ljós að útgerðarmynstur undir stjórn sveitarfélaga í dreifbýli hefur gert það betur en einkavædd kerfi. Skýringar eru margar en sú nærtækust að smærri einingar öðlist meiri þekkingu á miðum og eiginleikum fiskistofna vegna nálægðar. Eitt meginmarkmið kvótakerfisins var að auka heildarafla þorsks við Íslandsstrendur. Það hefur alls ekki tekist og því annað hvort brotalöm í fiskveiðistjórn eða vísindum. Nema hvort tveggja sé. Vísindamenn gera tillögur um heildarafla en það magn svo einatt aukið til að friða hagsmunaaðila. Atgangur í einstakar tegundir hefur líka verið mikill, ekki sízt loðnu sem er fæða annarra fiska og verðmeiri. Hún er veidd í umtalsverðu magni og við sjáum áhrifin koma fram á fuglastofnum, en botnskrap getur auk þess skaðað sandsíli. Eflaust eru áhrifin ekki minni í dýpri sjó. Því telja margir að fiskveiðiráðgjöf nútímans sé einungis sýndarleikur til þess fallinn að hygla stórútgerðinni en ekki eiginlegri fiskvernd. Ástand fiskstofna í ESB og BNA er afleitt og útbreidd er skoðun um að ráðgjöfin hafi brugðist. Mikill munur er á fiskveiðistjórnunarkerfum með framsalsrétti (ITQ) og án (IFQ). Framsalskerfi tíðkast á Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Kanada, að litlu leyti í Evrópu, N-Ameríku og Alaska. Á heimsvísu ná slík kerfi til fjórðungs heimsaflans. Fullyrðingar um að flestar þjóðir heims séu að taka upp kvótakerfi með framsali aflaheimilda stenst ekki. Stjórnvöld í Washington fengu NOAA 2010 undir stjórn Jane Lubchenco til þess að reyna að innleiða óskilgreind kvótakerfi í N-Ameríku (catch share). Stór hluti fiskveiðisamtaka landsins snerust gegn áformunum og nú ríkir óeining um fiskveiðistjórn þar ytra. Ríki Nýja-Englands og tvær stærstu fiskihafnir landsins hafa stefnt NOAA vegna áformanna. Svo gæti farið að þau verði dæmd ólögleg og stjórnarskrárbrot. Ekki hefur þetta komið fram í fagnaðarboði LÍÚ en einmitt þetta atriði var grunnurinn í ályktun mannréttindanefndar SÞ gegn íslenzka kvótakerfinu. Það er því harla ólíklegt að kvótakerfi sem byggist á mismunun í úthlutun veiðiréttinda verði leyfð í N-Ameríku. Íslenskir blaðamenn vekja endurtekið athygli á því að ESB-fiskveiðinefndin hafi þau áform að koma á kvótakerfi í íslenskum stíl. Fyrrum æðstráðandi fiskveiðistefnu ESB, Joe Borg, lagði til að teknir yrðu upp sóknardagar í stað kvótakerfa. En Maria Damanaki, núverandi framkvæmdastjóri, virðist áhugasöm um kvótakerfi og framsalsrétt. Sú afstaða íslenzkra stjórnvalda að virða að vettugi ályktun mannréttindanefndar SÞ hefur kannski ruglað Damanaki í ríminu, en gera má ráð fyrir að sömu vandamál komi upp í ESB og í N-Ameríku um lögmæti gagnvart stjórnarskrá. Segja má að Ísland hafi í sarpinum töluverða reynslu af kvótakerfi. Það gaf bankastofnunum færi á veðsetningu aflaheimilda með tilheyrandi uppskrúfun á verði þeirra og skuldsetningu, sem gekk svo langt að hér varð efnahagslegt hrun. Út úr því hruni gufuðu upp gríðarlegir fjármunir en þó ekki fiskimiðin. Þau halda verðmæti sínu og það er glapræði að bregðast ekki við sögunni. Sömuleiðis má segja að fiskveiðiráðgjöf þurfi að endurskoða, sérlega í því augnamiði að gera hana óháðari ríkisvaldi og hagsmunaaðilum.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun