Velferð barna í forsjárdeilum Ögmundur Jónasson skrifar 8. febrúar 2012 06:00 Karvel Aðalsteinn Jónsson skrifar grein í Fréttablaðið 7. febrúar þar sem hann spyr mig í fyrirsögn hvort ég telji mig vita betur en aðrir hvað varðar leiðir til að leysa úr forsjárdeilum. Karvel Aðalsteinn vill að dómarar fái ákvörðunarvald til að fyrirskipa sameiginlega forsjá og bendir á að víða erlendis, t.d. á Norðurlöndum, sé sá háttur hafður á og séu hvergi uppi áform um að fella niður slíka heimild dómara. Staðreyndin er sú að reynslan af þessu fyrirkomulagi er ekki einhlít, langt í frá, og hef ég lesið skýrslur og reyndar einnig fylgst með meðferð einstakra mála sem vekja miklar efasemdir í mínum huga um að þetta sé rétt fyrirkomulag. Að sjálfsögðu vil ég að meginreglan sé sú að forsjá barna sé sameiginleg hjá báðum foreldrum, eins og fyrirkomulagið er nú. Barn á rétt á því að njóta beggja foreldra sinna. Vandi verður hins vegar á höndum þegar svo harðar deilur rísa með foreldrum eftir að þau eru skilin að skiptum að utanaðkomandi aðilar verða að koma að málinu. Samkvæmt því frumvarpi sem ég hef lagt fram yrðu það aðilar sem hafa sérhæft sig í sáttameðferð og málefnum barna. Lögð yrði lagaleg skylda á herðar foreldra sem deila um forsjá og umgengni að fara í gegnum skipulegt ferli, sem yrði sniðið að því að ná samkomulagi. Ég tel þessa leið miklu betri fyrir barn, að reynt sé að ná samkomulagi og sátt í stað þess að lögmenn beggja aðila reyni að sýna fram á vankanta hins foreldrisins frammi fyrir dómara. Reynslan kennir að það er einmitt það sem gerist frammi fyrir dómara. Er mér minnisstæð saga af foreldrum í öðru landi sem deildu afar harkalega um forsjá barns og fundu hvort öðru allt til foráttu. Þegar þau voru beðin hvort í sínu lagi að segja eitthvað jákvætt um hitt, þá töldu þau bæði hinu til tekna að það væri gott foreldri! Það sjónarmið hafði ekki komið fram í löngum deilum frammi fyrir dómara. Ekki óbreytt ástandÉg ætla mér ekki þá dul að vita betur en aðrir í þessu máli en ég ætla dómurum ekki að gera það heldur. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Danmörku í kjölfar setningar laga, sem heimila dómara að dæma sameiginlega forsjá, hafa um 28% foreldra, sem hafa verið dæmd til að fara saman með forsjá barns síns, alls ekkert samband sín á milli og 43% þeirra ræða ekki saman um málefni sem tengjast daglegum foreldraskyldum – sem hlýtur að vekja spurningar um líðan barns í slíkri stöðu. Það er mitt mat eftir ítarlega athugun á þessu viðkvæma máli að foreldrum sem annt er um velferð barna sinna farnist best með því að fara þá leið sem lögð er til í nýjum barnalögum. Þar er ekki talað um óbreytt ástand heldur nýja leið til að tryggja velferð barna í deilum þar sem foreldrarnir deila um forsjá þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Karvel Aðalsteinn Jónsson skrifar grein í Fréttablaðið 7. febrúar þar sem hann spyr mig í fyrirsögn hvort ég telji mig vita betur en aðrir hvað varðar leiðir til að leysa úr forsjárdeilum. Karvel Aðalsteinn vill að dómarar fái ákvörðunarvald til að fyrirskipa sameiginlega forsjá og bendir á að víða erlendis, t.d. á Norðurlöndum, sé sá háttur hafður á og séu hvergi uppi áform um að fella niður slíka heimild dómara. Staðreyndin er sú að reynslan af þessu fyrirkomulagi er ekki einhlít, langt í frá, og hef ég lesið skýrslur og reyndar einnig fylgst með meðferð einstakra mála sem vekja miklar efasemdir í mínum huga um að þetta sé rétt fyrirkomulag. Að sjálfsögðu vil ég að meginreglan sé sú að forsjá barna sé sameiginleg hjá báðum foreldrum, eins og fyrirkomulagið er nú. Barn á rétt á því að njóta beggja foreldra sinna. Vandi verður hins vegar á höndum þegar svo harðar deilur rísa með foreldrum eftir að þau eru skilin að skiptum að utanaðkomandi aðilar verða að koma að málinu. Samkvæmt því frumvarpi sem ég hef lagt fram yrðu það aðilar sem hafa sérhæft sig í sáttameðferð og málefnum barna. Lögð yrði lagaleg skylda á herðar foreldra sem deila um forsjá og umgengni að fara í gegnum skipulegt ferli, sem yrði sniðið að því að ná samkomulagi. Ég tel þessa leið miklu betri fyrir barn, að reynt sé að ná samkomulagi og sátt í stað þess að lögmenn beggja aðila reyni að sýna fram á vankanta hins foreldrisins frammi fyrir dómara. Reynslan kennir að það er einmitt það sem gerist frammi fyrir dómara. Er mér minnisstæð saga af foreldrum í öðru landi sem deildu afar harkalega um forsjá barns og fundu hvort öðru allt til foráttu. Þegar þau voru beðin hvort í sínu lagi að segja eitthvað jákvætt um hitt, þá töldu þau bæði hinu til tekna að það væri gott foreldri! Það sjónarmið hafði ekki komið fram í löngum deilum frammi fyrir dómara. Ekki óbreytt ástandÉg ætla mér ekki þá dul að vita betur en aðrir í þessu máli en ég ætla dómurum ekki að gera það heldur. Samkvæmt rannsókn sem gerð var í Danmörku í kjölfar setningar laga, sem heimila dómara að dæma sameiginlega forsjá, hafa um 28% foreldra, sem hafa verið dæmd til að fara saman með forsjá barns síns, alls ekkert samband sín á milli og 43% þeirra ræða ekki saman um málefni sem tengjast daglegum foreldraskyldum – sem hlýtur að vekja spurningar um líðan barns í slíkri stöðu. Það er mitt mat eftir ítarlega athugun á þessu viðkvæma máli að foreldrum sem annt er um velferð barna sinna farnist best með því að fara þá leið sem lögð er til í nýjum barnalögum. Þar er ekki talað um óbreytt ástand heldur nýja leið til að tryggja velferð barna í deilum þar sem foreldrarnir deila um forsjá þeirra.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun