Óreglumaður í haldi grunaður um morð 7. febrúar 2012 06:15 Konan fannst látin í þessu húsi við Skúlaskeið í Hafnarfirði. Lögregla hafði lokið vinnu á vettvangi seinni partinn í gær .Fréttablaðið/anton Rúmlega tvítugur karlmaður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa ráðið vinkonu sinni bana með hníf í fyrrinótt. Maðurinn kom á lögreglustöðina að Flatahrauni í Hafnarfirði skömmu eftir klukkan ellefu í gær, í afar annarlegu ástandi og nokkru uppnámi. Hann átti bágt með að gera sig skiljanlegan en lögreglumönnum tókst þó að greina að eitthvað hefði gerst og sáu ástæðu til að fara í kjölfarið heim til hans að Skúlaskeiði. Þar fannst rúmlega þrítug kona með áverka eftir eggvopn og reyndist hún látin. Maðurinn var tekinn höndum en ástand hans var slíkt að ekki reyndist unnt að yfirheyra hann strax. Ljóst þykir að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Tekin verður ákvörðun um það í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir honum. Lögregla varðist allra frétta af málinu í gær umfram það sem fram kom í tilkynningu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var aðkoman á vettvangi ljót og mikið blóð í íbúðinni. Þar fannst hnífur sem talinn er hafa verið notaður til verksins. Hann hefur verið sendur í lífsýnarannsókn. Enginn er skráður til heimilis í húsinu, sem hefur verið í eigu Arion banka síðan í nóvember. Sá sem nú er í haldi er sonur fyrri eigenda. Konan og ætlaður banamaður hennar höfðu þekkst lengi og voru bæði vel þekkt hjá lögreglunni í Hafnarfirði vegna óreglu. Maðurinn hefur ítrekað komist í kast við lögin, þó einkum vegna minni háttar afbrota. Hann hlaut í fyrra skilorðsbundinn dóm fyrir ýmis brot. stigur@frettabladid.is Lögreglumál Morð í Skúlaskeiði 2012 Hafnarfjörður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa ráðið vinkonu sinni bana með hníf í fyrrinótt. Maðurinn kom á lögreglustöðina að Flatahrauni í Hafnarfirði skömmu eftir klukkan ellefu í gær, í afar annarlegu ástandi og nokkru uppnámi. Hann átti bágt með að gera sig skiljanlegan en lögreglumönnum tókst þó að greina að eitthvað hefði gerst og sáu ástæðu til að fara í kjölfarið heim til hans að Skúlaskeiði. Þar fannst rúmlega þrítug kona með áverka eftir eggvopn og reyndist hún látin. Maðurinn var tekinn höndum en ástand hans var slíkt að ekki reyndist unnt að yfirheyra hann strax. Ljóst þykir að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Tekin verður ákvörðun um það í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir honum. Lögregla varðist allra frétta af málinu í gær umfram það sem fram kom í tilkynningu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var aðkoman á vettvangi ljót og mikið blóð í íbúðinni. Þar fannst hnífur sem talinn er hafa verið notaður til verksins. Hann hefur verið sendur í lífsýnarannsókn. Enginn er skráður til heimilis í húsinu, sem hefur verið í eigu Arion banka síðan í nóvember. Sá sem nú er í haldi er sonur fyrri eigenda. Konan og ætlaður banamaður hennar höfðu þekkst lengi og voru bæði vel þekkt hjá lögreglunni í Hafnarfirði vegna óreglu. Maðurinn hefur ítrekað komist í kast við lögin, þó einkum vegna minni háttar afbrota. Hann hlaut í fyrra skilorðsbundinn dóm fyrir ýmis brot. stigur@frettabladid.is
Lögreglumál Morð í Skúlaskeiði 2012 Hafnarfjörður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira