Borgin hjálpi skátum að kaupa Úlfljótsvatn 28. janúar 2012 08:00 Skátasamband Reykjavíkur óskar eftir því að Reykjavíkurborg greiði fimm milljónir króna á ári næstu sex árin vegna láns sem sambandið fékk hjá Skógræktarfélagi Íslands til að greiða hlut sambandsins í Úlfljótsvatni. Bandalag íslenskra skáta (BÍS), Skátasamband Reykjavíkur (SSR) og Skógræktarfélag Íslands gengu í fyrra frá kaupum á Úlfljótsvatni. Kaupverðið var 200 milljónir króna. Af því greiddi Skógræktarfélagið 150 milljónir. SSR og BÍS áttu hvort um sig að borga 25 milljónir með lánum frá Skógræktarfélaginu. Bragi Björnsson, skátahöfðingi á Íslandi, segir BÍS reyndar ekki hafa nýtt sér lánsboðið frá skógræktarmönnum heldur hafa greitt sinn hlut. SSR er hins vegar í erfiðari stöðu. Skátar hafa í sjötíu ár byggt upp mikla aðstöðu á Úlfljótsvatni sem Bragi lýsir einfaldlega sem Mekka íslenskra skáta. Hreyfingin hafði leigusamning við Orkuveituna til meira en sextíu ára. Í bréfi til borgarstjórans í Reykjavík segir Anna Rós Sigmundsdóttir, formaður SSR, að Orkuveitan hafi sett tilvist skáta á Úlfljótsvatni í óvissu með því að setja jörðina í sölu. „Vegna þrýstings frá OR þá ákváðu SSR, BÍS og Skógræktarfélag Íslands að gera kauptilboð í jörðina," segir í bréfi Önnu, sem lagt var fyrir borgarráð á fimmtudag. „Ljóst er að SSR á ekki fé til kaupanna en sér sig engu að síður knúið til kaupanna og til að tryggja aðstöðu skáta og almennings að Úlfljótsvatni." Í umsögn Orkuveitunnar til borgarráðs segir að missagnir séu í lýsingu Önnu á aðdraganda sölunnar. Það hafi verið kaupendurnir sem hafi haft áhuga á viðskiptunum. Vitnað er í sameiginlega fréttatilkynningu að þeim loknum: „Í ljósi margvíslegra kvaða sem á jörðinni hvíla var hún ekki talin meðal þeirra eigna sem Orkuveitan ætti möguleika á að selja." Borgarráð frestaði afgreiðslu málsins. Aðspurður segir Bragi Björnsson það misskilning að Orkuveitan hafi beitt skátahreyfinguna þrýstingi. „En auðvitað vorum við óróleg þegar við vissum að Úlfljótsvatn væri komið á sölulistann hjá Orkuveitunni sem við höfum átt ákaflega farsælt samstarf við. Svo býðst þetta tækifæri, að vera í samstarfi við þann frábæra aðila sem Skógræktin er og þá hoppuðum við á þann vagn. En það er engin launung að þetta verður erfitt fyrir okkur fjárhagslega," segir skátahöfðinginn á Íslandi. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Skátasamband Reykjavíkur óskar eftir því að Reykjavíkurborg greiði fimm milljónir króna á ári næstu sex árin vegna láns sem sambandið fékk hjá Skógræktarfélagi Íslands til að greiða hlut sambandsins í Úlfljótsvatni. Bandalag íslenskra skáta (BÍS), Skátasamband Reykjavíkur (SSR) og Skógræktarfélag Íslands gengu í fyrra frá kaupum á Úlfljótsvatni. Kaupverðið var 200 milljónir króna. Af því greiddi Skógræktarfélagið 150 milljónir. SSR og BÍS áttu hvort um sig að borga 25 milljónir með lánum frá Skógræktarfélaginu. Bragi Björnsson, skátahöfðingi á Íslandi, segir BÍS reyndar ekki hafa nýtt sér lánsboðið frá skógræktarmönnum heldur hafa greitt sinn hlut. SSR er hins vegar í erfiðari stöðu. Skátar hafa í sjötíu ár byggt upp mikla aðstöðu á Úlfljótsvatni sem Bragi lýsir einfaldlega sem Mekka íslenskra skáta. Hreyfingin hafði leigusamning við Orkuveituna til meira en sextíu ára. Í bréfi til borgarstjórans í Reykjavík segir Anna Rós Sigmundsdóttir, formaður SSR, að Orkuveitan hafi sett tilvist skáta á Úlfljótsvatni í óvissu með því að setja jörðina í sölu. „Vegna þrýstings frá OR þá ákváðu SSR, BÍS og Skógræktarfélag Íslands að gera kauptilboð í jörðina," segir í bréfi Önnu, sem lagt var fyrir borgarráð á fimmtudag. „Ljóst er að SSR á ekki fé til kaupanna en sér sig engu að síður knúið til kaupanna og til að tryggja aðstöðu skáta og almennings að Úlfljótsvatni." Í umsögn Orkuveitunnar til borgarráðs segir að missagnir séu í lýsingu Önnu á aðdraganda sölunnar. Það hafi verið kaupendurnir sem hafi haft áhuga á viðskiptunum. Vitnað er í sameiginlega fréttatilkynningu að þeim loknum: „Í ljósi margvíslegra kvaða sem á jörðinni hvíla var hún ekki talin meðal þeirra eigna sem Orkuveitan ætti möguleika á að selja." Borgarráð frestaði afgreiðslu málsins. Aðspurður segir Bragi Björnsson það misskilning að Orkuveitan hafi beitt skátahreyfinguna þrýstingi. „En auðvitað vorum við óróleg þegar við vissum að Úlfljótsvatn væri komið á sölulistann hjá Orkuveitunni sem við höfum átt ákaflega farsælt samstarf við. Svo býðst þetta tækifæri, að vera í samstarfi við þann frábæra aðila sem Skógræktin er og þá hoppuðum við á þann vagn. En það er engin launung að þetta verður erfitt fyrir okkur fjárhagslega," segir skátahöfðinginn á Íslandi. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira