Innlent

Fleiri makrílfundir boðaðir

Makríll Fulltrúar strandríkjanna við Norður-Atlantshaf munu funda á ný í næsta mánuði um stjórnun makrílveiða.Fréttablaðið/Óskar
Makríll Fulltrúar strandríkjanna við Norður-Atlantshaf munu funda á ný í næsta mánuði um stjórnun makrílveiða.Fréttablaðið/Óskar
Ísland, ESB, Noregur og Færeyjar munu funda á ný um veiðar úr makrílstofninum í Norður-Atlantshafi í Reykjavík um miðjan næsta mánuð.

Þriggja daga fundi strandríkjanna, þar sem Rússland hafði stöðu áheyrnaraðila, lauk í Bergen í gær. Tómas H. Heiðar, aðalsamningamaður Íslands í málinu, sagði í samtali við Fréttablaðið að fundurinn hafi verið gagnlegur. Þar hafi jafnframt verið ákveðið að halda fundarhöldum áfram í næsta mánuði.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×