Forystuhlutverk í skugga efasemda 28. janúar 2012 03:00 Þýskaland og ESB Simon Bulmer er sérfræðingur í málefnum Þýskalands og Evrópusambandsins. Í fyrirlestri sínum í gær sagði hann Þýskaland gegna forystuhlutverki í aðgerðum ESB, þrátt fyrir viðhorfsbreytingu meðal almennings. Fréttablaðið/Pjetur Þróun almenningsviðhorfs í Þýskalandi er með þeim hætti að nánari samvinna og samruni Evrópuríkja þykir þar ekki lengur jafnsjálfsagt mál og verið hefur frá lokum seinna stríðs. Þetta kom fram í fyrirlestri Simons Bulmer, prófessors í Evrópufræðum við Sheffield-háskóla, í erindi hans á fundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í gær. Þessa þróun sagði Bulmer meðal annars hljótast af kynslóðaskiptum, stækkun ESB og yfirstandandi efnahagsvá evrusvæðisins. Það hefur til dæmis breytt pólitískri orðræðu þar í landi og eru efasemdarraddir því farnar að heyrast í auknum mæli. Sérhagsmunir landsins eru þar með farnir að vega þyngra en hugsjónir. Þýskaland hefur jafnan staðið í fararbroddi ESB ásamt Frakklandi, en sú staða hefur breyst nokkuð síðustu ár, sagði Bulmer. Í samtali við Fréttablaðið sagði hann að Þýskaland væri í raun með frumkvæði í aðgerðunum gegn kreppunni á evrusvæðinu, en þó væri mikilvægt að hafa Frakkland með í forystu. „Ég held að Angela Merkel og Nicolas Sarkozy séu meðvitað að reyna að koma sameinuð fram í þessu máli. Sé Þýskaland eitt í forgrunni aðgerðanna er hætt við að það rýri gildi þeirra. Sameinuð forysta veitir aðgerðunum því frekara lögmæti."- þj Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
Þróun almenningsviðhorfs í Þýskalandi er með þeim hætti að nánari samvinna og samruni Evrópuríkja þykir þar ekki lengur jafnsjálfsagt mál og verið hefur frá lokum seinna stríðs. Þetta kom fram í fyrirlestri Simons Bulmer, prófessors í Evrópufræðum við Sheffield-háskóla, í erindi hans á fundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í gær. Þessa þróun sagði Bulmer meðal annars hljótast af kynslóðaskiptum, stækkun ESB og yfirstandandi efnahagsvá evrusvæðisins. Það hefur til dæmis breytt pólitískri orðræðu þar í landi og eru efasemdarraddir því farnar að heyrast í auknum mæli. Sérhagsmunir landsins eru þar með farnir að vega þyngra en hugsjónir. Þýskaland hefur jafnan staðið í fararbroddi ESB ásamt Frakklandi, en sú staða hefur breyst nokkuð síðustu ár, sagði Bulmer. Í samtali við Fréttablaðið sagði hann að Þýskaland væri í raun með frumkvæði í aðgerðunum gegn kreppunni á evrusvæðinu, en þó væri mikilvægt að hafa Frakkland með í forystu. „Ég held að Angela Merkel og Nicolas Sarkozy séu meðvitað að reyna að koma sameinuð fram í þessu máli. Sé Þýskaland eitt í forgrunni aðgerðanna er hætt við að það rýri gildi þeirra. Sameinuð forysta veitir aðgerðunum því frekara lögmæti."- þj
Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira