Innlent

Framsókn skuldar 215 milljónir

Rétt úr kútnum Flokkurinn skuldar 85 milljónir umfram eignir en hefur dregið verulega úr taprekstri.Fréttablaðið/anton
Rétt úr kútnum Flokkurinn skuldar 85 milljónir umfram eignir en hefur dregið verulega úr taprekstri.Fréttablaðið/anton
Framsóknarflokkurinn skuldar 215 milljónir króna, sem er 85 milljónir umfram eignir flokksins. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrir árið 2010 sem flokkurinn skilaði til Ríkisendurskoðunar í síðustu viku, hálfum fjórða mánuði eftir að skilafrestur var liðinn.

Flokkurinn tapaði tæpum 1.600 þúsund krónum á síðasta ári, sem er mikill viðsnúningur frá árinu 2009, þegar tapið nam tæpri 41 milljón króna.

Framsóknarflokkurinn þáði 86,5 milljónir í framlög í fyrra, þar af tæpar 67 frá ríki og sveitarfélögum. Framlög einstaklinga, þar með talin félagsgjöld, námu 12,2 milljónum, og kom hæsta framlagið, 400 þúsund krónur, frá þingkonunni Siv Friðleifsdóttur.

Flokkurinn fékk 7,5 milljónir frá fyrirtækjum, þar af hæsta mögulega framlag, 300 þúsund krónur, frá sjö félögum: Atlantsolíu, Búri ehf., BYKO, Icelandair, Loðnuvinnslunni, Sögu fjárfestingabanka og SÞ Verktökum.

Nú þegar flokkurinn hefur skilað ársreikningi má hann eiga von á að fá greitt út lögbundið framlag úr ríkissjóði fyrir árið 2012. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×