Níu þúsund Kínverjar ferðuðust til Íslands 28. janúar 2012 14:00 Nýárinu fagnað Ár drekans hófst í vikunni samkvæmt kínversku tímatali. Myndin er frá fagnaðarlátum í Peking síðasta miðvikudag.Nordicphotos/AFP Kínverskir ferðamenn sem heimsóttu Ísland á síðasta ári voru 8.784 talsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu á erlendum ferðamönnum í Leifsstöð. Fjölgun frá fyrra ári nemur 69,1 prósenti. Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Kína, segir fjölgunina ekki síst áhugaverða fyrir þær sakir að ekki sé beint flug milli Íslands og Kína. Þá séu ferðalög Kínverja til Evrópu ennþá að mestu takmörkuð við hópferðir vegna reglugerða um vegabréfsáritanir. „Ferðalög Kínverja til útlanda hafa hins vegar aukist mjög síðustu ár, eftir því sem hagvöxtur og kaupmáttur í landinu hefur aukist," segir Kristín. Mest segir hún Kínverja ferðast til nágrannalanda í Asíu, en þó fari stöðugt vaxandi vinsældir áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Því skipti miklu máli að marka sér stöðu á þessum stóra markaði og hægt að gera sér hugmyndir um að hann vaxi enn frekar. „Kínverjar eru núna um eitt prósent þeirra ferðamanna sem til Íslands koma, en nokkuð ljóst er að það hlutfall á eftir að aukast," segir Kristín og bendir á að margfeldisáhrif séu af þeim ferðamönnum sem koma aftur heim til Kína og bera landinu vel söguna. Þá gera hagspár einnig ráð fyrir því að hagvöxtur haldi áfram að aukast hröðum skrefum í Kína og þar með fjöldi þeirra sem ráð hafa á ferðalögum til útlanda. Annars telur Kristín að margar skýringar kunni að liggja að baki aukningunni á árinu 2011. „Næsta víst er að þar vegur þungt mjög mikil umfjöllun um Ísland og íslenska ferðaþjónustu í tengslum við þátttöku landsins í Heimssýningunni í Sjanghæ árið 2010. Síðan vöktu náttúrlega mikla athygli í Kína eldgosin tvö á Íslandi sama ár." Því þurfi ekki að vera að eldgosin hér hafi þann fælingarmátt sem margir hafi óttast, fremur að þau hafi ýtt undir áhuga á landinu. Kristín segir að samhliða aukinni eftirspurn og öflugu markaðsstarfi sem sendiráð Íslands í Peking standi að með Íslandsstofu og íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum hafi fjölgað nokkuð kínverskum ferðaskrifstofum sem bjóða ferðir hingað til lands. Meðal þess sem ráðist hefur verið í er útgáfa nýs kynningarefnis, ný heimasíða og kynning á ferðamálasýningum. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Kínverskir ferðamenn sem heimsóttu Ísland á síðasta ári voru 8.784 talsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu á erlendum ferðamönnum í Leifsstöð. Fjölgun frá fyrra ári nemur 69,1 prósenti. Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Kína, segir fjölgunina ekki síst áhugaverða fyrir þær sakir að ekki sé beint flug milli Íslands og Kína. Þá séu ferðalög Kínverja til Evrópu ennþá að mestu takmörkuð við hópferðir vegna reglugerða um vegabréfsáritanir. „Ferðalög Kínverja til útlanda hafa hins vegar aukist mjög síðustu ár, eftir því sem hagvöxtur og kaupmáttur í landinu hefur aukist," segir Kristín. Mest segir hún Kínverja ferðast til nágrannalanda í Asíu, en þó fari stöðugt vaxandi vinsældir áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Því skipti miklu máli að marka sér stöðu á þessum stóra markaði og hægt að gera sér hugmyndir um að hann vaxi enn frekar. „Kínverjar eru núna um eitt prósent þeirra ferðamanna sem til Íslands koma, en nokkuð ljóst er að það hlutfall á eftir að aukast," segir Kristín og bendir á að margfeldisáhrif séu af þeim ferðamönnum sem koma aftur heim til Kína og bera landinu vel söguna. Þá gera hagspár einnig ráð fyrir því að hagvöxtur haldi áfram að aukast hröðum skrefum í Kína og þar með fjöldi þeirra sem ráð hafa á ferðalögum til útlanda. Annars telur Kristín að margar skýringar kunni að liggja að baki aukningunni á árinu 2011. „Næsta víst er að þar vegur þungt mjög mikil umfjöllun um Ísland og íslenska ferðaþjónustu í tengslum við þátttöku landsins í Heimssýningunni í Sjanghæ árið 2010. Síðan vöktu náttúrlega mikla athygli í Kína eldgosin tvö á Íslandi sama ár." Því þurfi ekki að vera að eldgosin hér hafi þann fælingarmátt sem margir hafi óttast, fremur að þau hafi ýtt undir áhuga á landinu. Kristín segir að samhliða aukinni eftirspurn og öflugu markaðsstarfi sem sendiráð Íslands í Peking standi að með Íslandsstofu og íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum hafi fjölgað nokkuð kínverskum ferðaskrifstofum sem bjóða ferðir hingað til lands. Meðal þess sem ráðist hefur verið í er útgáfa nýs kynningarefnis, ný heimasíða og kynning á ferðamálasýningum. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira