Níu þúsund Kínverjar ferðuðust til Íslands 28. janúar 2012 14:00 Nýárinu fagnað Ár drekans hófst í vikunni samkvæmt kínversku tímatali. Myndin er frá fagnaðarlátum í Peking síðasta miðvikudag.Nordicphotos/AFP Kínverskir ferðamenn sem heimsóttu Ísland á síðasta ári voru 8.784 talsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu á erlendum ferðamönnum í Leifsstöð. Fjölgun frá fyrra ári nemur 69,1 prósenti. Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Kína, segir fjölgunina ekki síst áhugaverða fyrir þær sakir að ekki sé beint flug milli Íslands og Kína. Þá séu ferðalög Kínverja til Evrópu ennþá að mestu takmörkuð við hópferðir vegna reglugerða um vegabréfsáritanir. „Ferðalög Kínverja til útlanda hafa hins vegar aukist mjög síðustu ár, eftir því sem hagvöxtur og kaupmáttur í landinu hefur aukist," segir Kristín. Mest segir hún Kínverja ferðast til nágrannalanda í Asíu, en þó fari stöðugt vaxandi vinsældir áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Því skipti miklu máli að marka sér stöðu á þessum stóra markaði og hægt að gera sér hugmyndir um að hann vaxi enn frekar. „Kínverjar eru núna um eitt prósent þeirra ferðamanna sem til Íslands koma, en nokkuð ljóst er að það hlutfall á eftir að aukast," segir Kristín og bendir á að margfeldisáhrif séu af þeim ferðamönnum sem koma aftur heim til Kína og bera landinu vel söguna. Þá gera hagspár einnig ráð fyrir því að hagvöxtur haldi áfram að aukast hröðum skrefum í Kína og þar með fjöldi þeirra sem ráð hafa á ferðalögum til útlanda. Annars telur Kristín að margar skýringar kunni að liggja að baki aukningunni á árinu 2011. „Næsta víst er að þar vegur þungt mjög mikil umfjöllun um Ísland og íslenska ferðaþjónustu í tengslum við þátttöku landsins í Heimssýningunni í Sjanghæ árið 2010. Síðan vöktu náttúrlega mikla athygli í Kína eldgosin tvö á Íslandi sama ár." Því þurfi ekki að vera að eldgosin hér hafi þann fælingarmátt sem margir hafi óttast, fremur að þau hafi ýtt undir áhuga á landinu. Kristín segir að samhliða aukinni eftirspurn og öflugu markaðsstarfi sem sendiráð Íslands í Peking standi að með Íslandsstofu og íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum hafi fjölgað nokkuð kínverskum ferðaskrifstofum sem bjóða ferðir hingað til lands. Meðal þess sem ráðist hefur verið í er útgáfa nýs kynningarefnis, ný heimasíða og kynning á ferðamálasýningum. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Kínverskir ferðamenn sem heimsóttu Ísland á síðasta ári voru 8.784 talsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu á erlendum ferðamönnum í Leifsstöð. Fjölgun frá fyrra ári nemur 69,1 prósenti. Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Kína, segir fjölgunina ekki síst áhugaverða fyrir þær sakir að ekki sé beint flug milli Íslands og Kína. Þá séu ferðalög Kínverja til Evrópu ennþá að mestu takmörkuð við hópferðir vegna reglugerða um vegabréfsáritanir. „Ferðalög Kínverja til útlanda hafa hins vegar aukist mjög síðustu ár, eftir því sem hagvöxtur og kaupmáttur í landinu hefur aukist," segir Kristín. Mest segir hún Kínverja ferðast til nágrannalanda í Asíu, en þó fari stöðugt vaxandi vinsældir áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Því skipti miklu máli að marka sér stöðu á þessum stóra markaði og hægt að gera sér hugmyndir um að hann vaxi enn frekar. „Kínverjar eru núna um eitt prósent þeirra ferðamanna sem til Íslands koma, en nokkuð ljóst er að það hlutfall á eftir að aukast," segir Kristín og bendir á að margfeldisáhrif séu af þeim ferðamönnum sem koma aftur heim til Kína og bera landinu vel söguna. Þá gera hagspár einnig ráð fyrir því að hagvöxtur haldi áfram að aukast hröðum skrefum í Kína og þar með fjöldi þeirra sem ráð hafa á ferðalögum til útlanda. Annars telur Kristín að margar skýringar kunni að liggja að baki aukningunni á árinu 2011. „Næsta víst er að þar vegur þungt mjög mikil umfjöllun um Ísland og íslenska ferðaþjónustu í tengslum við þátttöku landsins í Heimssýningunni í Sjanghæ árið 2010. Síðan vöktu náttúrlega mikla athygli í Kína eldgosin tvö á Íslandi sama ár." Því þurfi ekki að vera að eldgosin hér hafi þann fælingarmátt sem margir hafi óttast, fremur að þau hafi ýtt undir áhuga á landinu. Kristín segir að samhliða aukinni eftirspurn og öflugu markaðsstarfi sem sendiráð Íslands í Peking standi að með Íslandsstofu og íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum hafi fjölgað nokkuð kínverskum ferðaskrifstofum sem bjóða ferðir hingað til lands. Meðal þess sem ráðist hefur verið í er útgáfa nýs kynningarefnis, ný heimasíða og kynning á ferðamálasýningum. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“