Eftirlit – eftirlit! Jón Bergsson skrifar 27. janúar 2012 06:00 Undanfarna daga hefur umræða um kadmíum í áburði, díoxín í matvælum, iðnaðarsalt og brjóstapúða snúist að mestu um ábyrgð yfirvalda og eftirlitsstofnana þeirra sem eiga að gæta hagsmuna neytenda. Minna hefur verið rætt um ábyrgð framleiðanda vöru eða þjónustu gagnvart neytendum. Það er nú einu sinni þannig, að sá sem býr til vöru eða þjónustu ber alla ábyrgð á að varan sé eins og til er ætlast (e. fit for purpose) og standist kröfur kaupandans. Til þess verður framleiðandinn að nota rétta uppskrift eða vörulýsingu, hráefni og önnur aðföng, þjálfað starfsfólk, o.s.frv. Þetta er stundum kallað „gæðastjórnun“. Ekki er nokkur leið að varpa þessari ábyrgð allri eða að hluta á birgja framleiðandans, hvort sem þeir eru sjálfir framleiðendur, innflytjendur eða heildsalar. Því síður er hægt að varpa þessari ábyrgð á yfirvöld og opinberar stofnanir, nema þegar „hið opinbera“ er sjálft framleiðandi vöru eða þjónustu (skólar, sjúkrahús, o.s.frv.). Gera verður greinarmun á opinberu eftirliti með að lögum og reglugerðum sé framfylgt og gæðaeftirliti við framleiðslu á vöru eða þjónustu. Að tryggja gæði vöru er eðlilegur hluti af framleiðsluferlinu, og betra er að stjórna ferlinu þannig að tryggt sé að varan standist kröfur frekar en að reyna að staðfesta það eftir á með sýnatökum og prófunum. Þeir sem hafa kynnt sér tölfræði og líkindareikninga kringum sýnatökur, prófanir og gæðamat vita að aldrei er hægt að segja með fullri vissu að öll framleiðslan sé í lagi þó það sýni sem prófað var sé í lagi. Það er t.d. ekki hægt að fullyrða að allir kjúklingar í tiltekinni slátrun séu ómengaðir af salmonellu þó þau sýni sem prófuð voru séu í lagi. Kjúklingarnir sem sýnin voru tekin úr eru í lagi og ákveðnar tölfræðilegar líkur eru þá á að allir hinir séu líka í lagi. Opinberar eftirlitsstofnanir geta augljóslega ekki verið með í framleiðslu á öllum vörum. Eftirlit þeirra verður að byggjast á sýnatökum og mati með þeirri óvissu sem því fylgir. Og kostnaði. Eftirlit með loftgæðum, neysluvatni, frárennsli, umhverfismengun og þess háttar á augljóslega að vera á hendi opinberra eftirlitsstofnana og á kostnað skattgreiðenda. Þetta snertir okkur öll – samfélagið. Þessar upplýsingar ættu að vera aðgengilegar, t.d. á vefsíðum, enda safnað til að gæta öryggis almennings. Kostnaður við gæðastjórnun við framleiðslu á vörum og þjónustu á hins vegar að vera hluti af kostnaði vörunnar og á kostnað kaupandans. Hugsanlegt er að þeir sem aldrei borða kjúkling kæri sig ekkert um að greiða fyrir gæðaprófanir á honum með opinberu eftirliti. En það er önnur leið til að tryggja að neytendur fái rétta vöru og þjónustu. Þetta er leið gæðastjórnunar, eða bara „góð stjórnun“. Gæðastjórnun er einfaldlega það að stjórnendur þeirra fyrirtækja sem selja vöru eða þjónustu taka fulla ábyrgð á því sem fyrirtæki þeirra skilar til neytenda. Það gera þeir með því að vera þátttakendur í öllu sem fram fer innan fyrirtækisins… ekki bara í fjármáladeildinni. Framkvæmdastjórinn ber ábyrgð á því fólki sem hann treystir fyrir ákveðnum verkum og ábyrgð; að búa til gott kaffi, stjórna vélasamstæðu eða prófa sýni á rannsóknarstofu. Lykilhugtök í nútímagæðastjórnun eru t.d.: Ábyrgð stjórnenda, rýni stjórnenda, áhættugreining, skráning, samvinna við birgja, samvinna við neytendur, sjálfsmat og stöðugar úrbætur. Birgjar mega selja iðnaðarsalt til matvælafyrirtækja, en sá sem er ábyrgur fyrir matvælafyrirtækinu á að tryggja að iðnaðarsalt sé bara notað til að salta bílaplanið en ekki í matvöruna sem verið er að framleiða. Á sama hátt má sútunarverksmiðjan kaupa iðnaðarsalt og nota við að súta skinn. Sé það ekki ætlað í þorramatinn. Það gefur auga leið að nauðsynlegu eftirliti sé best fyrir komið „á staðnum“ í formi framleiðslueftirlits og gæðaprófana. Þar við bætast innri úttektir og sjálfsmat til að sannreyna að öll ferli séu rétt og til að finna tækifæri til úrbóta. Þetta er kallað eftirlit fyrsta aðila. Þá koma samningar við birgja og úttektir ef ástæða þykir, t.d. með tilliti til áhættugreiningar. Þetta er eftirlit annars aðila. Ef ég væri að kaupa brjóstapúða til að setja í konur mundi ég t.d. íhuga þetta. Eftirlit þriðja aðila er svo allt ytra eftirlit af hálfu opinberra stofnana, t.d. vegna framleiðslu- eða starfsleyfis, og af hálfu viðskiptavina – óski þeir þess. Því betur sem fyrirtæki sinna eftirliti fyrsta og annars aðila því minni er vinna og kostnaður þriðja aðila við það eftirlit sem nauðsynlegt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur umræða um kadmíum í áburði, díoxín í matvælum, iðnaðarsalt og brjóstapúða snúist að mestu um ábyrgð yfirvalda og eftirlitsstofnana þeirra sem eiga að gæta hagsmuna neytenda. Minna hefur verið rætt um ábyrgð framleiðanda vöru eða þjónustu gagnvart neytendum. Það er nú einu sinni þannig, að sá sem býr til vöru eða þjónustu ber alla ábyrgð á að varan sé eins og til er ætlast (e. fit for purpose) og standist kröfur kaupandans. Til þess verður framleiðandinn að nota rétta uppskrift eða vörulýsingu, hráefni og önnur aðföng, þjálfað starfsfólk, o.s.frv. Þetta er stundum kallað „gæðastjórnun“. Ekki er nokkur leið að varpa þessari ábyrgð allri eða að hluta á birgja framleiðandans, hvort sem þeir eru sjálfir framleiðendur, innflytjendur eða heildsalar. Því síður er hægt að varpa þessari ábyrgð á yfirvöld og opinberar stofnanir, nema þegar „hið opinbera“ er sjálft framleiðandi vöru eða þjónustu (skólar, sjúkrahús, o.s.frv.). Gera verður greinarmun á opinberu eftirliti með að lögum og reglugerðum sé framfylgt og gæðaeftirliti við framleiðslu á vöru eða þjónustu. Að tryggja gæði vöru er eðlilegur hluti af framleiðsluferlinu, og betra er að stjórna ferlinu þannig að tryggt sé að varan standist kröfur frekar en að reyna að staðfesta það eftir á með sýnatökum og prófunum. Þeir sem hafa kynnt sér tölfræði og líkindareikninga kringum sýnatökur, prófanir og gæðamat vita að aldrei er hægt að segja með fullri vissu að öll framleiðslan sé í lagi þó það sýni sem prófað var sé í lagi. Það er t.d. ekki hægt að fullyrða að allir kjúklingar í tiltekinni slátrun séu ómengaðir af salmonellu þó þau sýni sem prófuð voru séu í lagi. Kjúklingarnir sem sýnin voru tekin úr eru í lagi og ákveðnar tölfræðilegar líkur eru þá á að allir hinir séu líka í lagi. Opinberar eftirlitsstofnanir geta augljóslega ekki verið með í framleiðslu á öllum vörum. Eftirlit þeirra verður að byggjast á sýnatökum og mati með þeirri óvissu sem því fylgir. Og kostnaði. Eftirlit með loftgæðum, neysluvatni, frárennsli, umhverfismengun og þess háttar á augljóslega að vera á hendi opinberra eftirlitsstofnana og á kostnað skattgreiðenda. Þetta snertir okkur öll – samfélagið. Þessar upplýsingar ættu að vera aðgengilegar, t.d. á vefsíðum, enda safnað til að gæta öryggis almennings. Kostnaður við gæðastjórnun við framleiðslu á vörum og þjónustu á hins vegar að vera hluti af kostnaði vörunnar og á kostnað kaupandans. Hugsanlegt er að þeir sem aldrei borða kjúkling kæri sig ekkert um að greiða fyrir gæðaprófanir á honum með opinberu eftirliti. En það er önnur leið til að tryggja að neytendur fái rétta vöru og þjónustu. Þetta er leið gæðastjórnunar, eða bara „góð stjórnun“. Gæðastjórnun er einfaldlega það að stjórnendur þeirra fyrirtækja sem selja vöru eða þjónustu taka fulla ábyrgð á því sem fyrirtæki þeirra skilar til neytenda. Það gera þeir með því að vera þátttakendur í öllu sem fram fer innan fyrirtækisins… ekki bara í fjármáladeildinni. Framkvæmdastjórinn ber ábyrgð á því fólki sem hann treystir fyrir ákveðnum verkum og ábyrgð; að búa til gott kaffi, stjórna vélasamstæðu eða prófa sýni á rannsóknarstofu. Lykilhugtök í nútímagæðastjórnun eru t.d.: Ábyrgð stjórnenda, rýni stjórnenda, áhættugreining, skráning, samvinna við birgja, samvinna við neytendur, sjálfsmat og stöðugar úrbætur. Birgjar mega selja iðnaðarsalt til matvælafyrirtækja, en sá sem er ábyrgur fyrir matvælafyrirtækinu á að tryggja að iðnaðarsalt sé bara notað til að salta bílaplanið en ekki í matvöruna sem verið er að framleiða. Á sama hátt má sútunarverksmiðjan kaupa iðnaðarsalt og nota við að súta skinn. Sé það ekki ætlað í þorramatinn. Það gefur auga leið að nauðsynlegu eftirliti sé best fyrir komið „á staðnum“ í formi framleiðslueftirlits og gæðaprófana. Þar við bætast innri úttektir og sjálfsmat til að sannreyna að öll ferli séu rétt og til að finna tækifæri til úrbóta. Þetta er kallað eftirlit fyrsta aðila. Þá koma samningar við birgja og úttektir ef ástæða þykir, t.d. með tilliti til áhættugreiningar. Þetta er eftirlit annars aðila. Ef ég væri að kaupa brjóstapúða til að setja í konur mundi ég t.d. íhuga þetta. Eftirlit þriðja aðila er svo allt ytra eftirlit af hálfu opinberra stofnana, t.d. vegna framleiðslu- eða starfsleyfis, og af hálfu viðskiptavina – óski þeir þess. Því betur sem fyrirtæki sinna eftirliti fyrsta og annars aðila því minni er vinna og kostnaður þriðja aðila við það eftirlit sem nauðsynlegt er.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar