Engin kraftaverk á Króknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2012 07:00 Bárður Eyþórsson hefur náð frábærum árangri með Tindastólsliðið á þessu tímabili. Mynd/Anton KörfuboltiTindastóll byrjaði tímabilið ekki vel og stjórnarmenn körfuknattleiksdeildarinnar urðu síðan að hafa snör handtök þegar þjálfarinn Borce Ilievski hætti með liðið eftir þrjú töp í fyrstu þremur leikjunum. Tindastóll hafði hins vegar heppnina með sér þegar félagið datt niður á Bárð Eyþórsson, ferskan eftir góðan tíma á sjónum og tilbúinn í slaginn á ný. Bárður hafði ekki þjálfað síðan hann hætti með Fjölni vorið 2010 en var fljótur að rífa Stólana upp og nú eru þeir orðnir eitt heitasta liðið í karlakörfunni. „Ég byrjaði ekkert að vinna hérna þó að það hafi síðan gerst fljótlega," segir Bárður en fjórir fyrstu leikirnir töpuðust þar af tveir þeirra á móti tveimur heitustu liðum deildarinnar. Tindastóll vann fyrsta leikinn á móti Val 10. nóvember og síðan þá hefur liðið varla tapað leik. Tindastóll sló Njarðvík út úr átta liða úrslitum bikarsins á sunnudagskvöldið sem var tíundi sigurinn í síðustu tólf leikjum. Allir vissu hvað bjó í liðinuMynd/Anton„Ég held að allir hafi vitað að það bjó mikið í þessu liði og þess vegna tók ég þetta að mér," sagði Bárður og hann mun fylgjast vel með í dag þegar dregið verður í undanúrslit bikarsins. „Þegar þú ert kominn svona langt þá skiptir ekki alltaf máli hvar þú spilar en það er aldrei verra að fá heimaleik," segir Bárður og Tindastóll gæti dregist á móti Keflvíkingum sem mæta í Síkið í Iceland Express-deildinni í kvöld. Í pottinum eru líka KR og KFÍ. „Ég finn mig mjög vel á Króknum og finnst mjög gott að vera hérna.Þeim finnst greinilega ágætt að h afa mig því þeir eru að spila svona vel. Það var fínt að hvíla sig aðeins á þjálfuninni. Ég fór á sjóinn á meðan, á frystitogara, og mér fannst það mjög góður tími. Ég er enn þá í góðu sambandi við strákana á Hrafni Sveinbjarnarsyni," segir Bárður sem segist hafa þurft að taka þessa pásu út af persónulegum ástæðum. „Maður er vonandi alltaf að læra allt sitt líf og maður er aldrei fullnuma í þessum fræðum. Ég veit ekki hvort ég kem eitthvað öðruvísi að þessu. Ætli maður horfi ekki bara öðruvísi á lífið." Bárður telur að strákarnir hans geti gert enn betur. „Mér finnst að við eigum helling inni og við erum ekki búnir að toppa. Við erum ekkert að spila neinn glimrandi bolta þó svo að við skorum nógu mikið. Okkur finnst við eiga nóg inni og það heldur okkur á jörðinni. Það er mikill metnaður í strákunum og þeir mæta á hverja einustu æfingu til þess að leggja sig fram. Þar er slegist og allt sem því fylgir, til þess að halda uppi góðri æfingu," segir Bárður. „Við erum alltaf að vinna í okkar hlutum á hverjum degi. Varnarleikurinn okkar hefur styrkst leik frá leik og mistökunum okkar þar fækkar alltaf. Það er ekkert nýtt hjá mér að vera með sterkan varnarleik en það tekur misfljótt að koma honum á," segir Bárður sem hrósar þó strákunum fyrir að taka vel í hans varnarboðskap. Snýst um strákana sjálfaMynd/Anton„Þetta eru bara það góðir strákar að þetta er einmitt það sem þeir eiga að vera að gera, að vinna. Það er það sem ég upplifi og þetta gengi kemur mér ekkert á óvart. Ég held að ég hafi ekki verið að gera nein kraftaverk hérna og þetta snýst aðallega um þá sjálfa. Kannski hefur manni tekist að snúa við hugarfarinu og koma einhverjum aga í spilamennskuna. Þetta eru gríðarlega reyndir strákar og það er hungur í þeim. Það verður gaman að sjá hvernig þetta þróast en gengið er allavega gott núna," segir Bárður kátur. Dominos-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
KörfuboltiTindastóll byrjaði tímabilið ekki vel og stjórnarmenn körfuknattleiksdeildarinnar urðu síðan að hafa snör handtök þegar þjálfarinn Borce Ilievski hætti með liðið eftir þrjú töp í fyrstu þremur leikjunum. Tindastóll hafði hins vegar heppnina með sér þegar félagið datt niður á Bárð Eyþórsson, ferskan eftir góðan tíma á sjónum og tilbúinn í slaginn á ný. Bárður hafði ekki þjálfað síðan hann hætti með Fjölni vorið 2010 en var fljótur að rífa Stólana upp og nú eru þeir orðnir eitt heitasta liðið í karlakörfunni. „Ég byrjaði ekkert að vinna hérna þó að það hafi síðan gerst fljótlega," segir Bárður en fjórir fyrstu leikirnir töpuðust þar af tveir þeirra á móti tveimur heitustu liðum deildarinnar. Tindastóll vann fyrsta leikinn á móti Val 10. nóvember og síðan þá hefur liðið varla tapað leik. Tindastóll sló Njarðvík út úr átta liða úrslitum bikarsins á sunnudagskvöldið sem var tíundi sigurinn í síðustu tólf leikjum. Allir vissu hvað bjó í liðinuMynd/Anton„Ég held að allir hafi vitað að það bjó mikið í þessu liði og þess vegna tók ég þetta að mér," sagði Bárður og hann mun fylgjast vel með í dag þegar dregið verður í undanúrslit bikarsins. „Þegar þú ert kominn svona langt þá skiptir ekki alltaf máli hvar þú spilar en það er aldrei verra að fá heimaleik," segir Bárður og Tindastóll gæti dregist á móti Keflvíkingum sem mæta í Síkið í Iceland Express-deildinni í kvöld. Í pottinum eru líka KR og KFÍ. „Ég finn mig mjög vel á Króknum og finnst mjög gott að vera hérna.Þeim finnst greinilega ágætt að h afa mig því þeir eru að spila svona vel. Það var fínt að hvíla sig aðeins á þjálfuninni. Ég fór á sjóinn á meðan, á frystitogara, og mér fannst það mjög góður tími. Ég er enn þá í góðu sambandi við strákana á Hrafni Sveinbjarnarsyni," segir Bárður sem segist hafa þurft að taka þessa pásu út af persónulegum ástæðum. „Maður er vonandi alltaf að læra allt sitt líf og maður er aldrei fullnuma í þessum fræðum. Ég veit ekki hvort ég kem eitthvað öðruvísi að þessu. Ætli maður horfi ekki bara öðruvísi á lífið." Bárður telur að strákarnir hans geti gert enn betur. „Mér finnst að við eigum helling inni og við erum ekki búnir að toppa. Við erum ekkert að spila neinn glimrandi bolta þó svo að við skorum nógu mikið. Okkur finnst við eiga nóg inni og það heldur okkur á jörðinni. Það er mikill metnaður í strákunum og þeir mæta á hverja einustu æfingu til þess að leggja sig fram. Þar er slegist og allt sem því fylgir, til þess að halda uppi góðri æfingu," segir Bárður. „Við erum alltaf að vinna í okkar hlutum á hverjum degi. Varnarleikurinn okkar hefur styrkst leik frá leik og mistökunum okkar þar fækkar alltaf. Það er ekkert nýtt hjá mér að vera með sterkan varnarleik en það tekur misfljótt að koma honum á," segir Bárður sem hrósar þó strákunum fyrir að taka vel í hans varnarboðskap. Snýst um strákana sjálfaMynd/Anton„Þetta eru bara það góðir strákar að þetta er einmitt það sem þeir eiga að vera að gera, að vinna. Það er það sem ég upplifi og þetta gengi kemur mér ekkert á óvart. Ég held að ég hafi ekki verið að gera nein kraftaverk hérna og þetta snýst aðallega um þá sjálfa. Kannski hefur manni tekist að snúa við hugarfarinu og koma einhverjum aga í spilamennskuna. Þetta eru gríðarlega reyndir strákar og það er hungur í þeim. Það verður gaman að sjá hvernig þetta þróast en gengið er allavega gott núna," segir Bárður kátur.
Dominos-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira